Landhelgisgæslan brást á þriðja tímanum í dag við útkalli þar sem maður slasaðist við það að fjórhjól sem hann ók valt skömmu frá Skógafossi. Maðurinn var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar og var fluttur til Reykjavíkur til aðhlynningar samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Ekki er vitað um ástand mannsins að svo stöddu þar sem ekki náðist í lögregluna á Hvolsvelli við vinnslu fréttarinnar.
