Nábrókin dregur til sín fé og seldist fljótt Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2018 22:30 Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók var fljótt að fara en kaupandinn var sjálfstæðismaður sem hafði húmor fyrir myndinni, að sögn Þrándar Þórarinssonar myndlistarmanns. Stjórnendur Hannesarholts tóku fyrir það að myndin yrði hluti af sýningu sem listamaðurinn heldur þar. Þjóðsagan segir að nábrók geti gert menn auðuga. Á verki Þrándar má sjá fjármálaráðherra smeygja sér í slíka brók. „Þessi mynd heitir Skollabuxna-Bjarni, einnig kölluð Nábrókar-Bjarni. Ég er hér að vinna með gamla þjóðtrú sem gekk út á að það væri hægt að komast í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæða sig í skinnið af líkinu,” segir Þrándur um þessa umdeildu mynd sína. En myndin átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti í Reykjavík þar sem Þrándur opnar sýningu á fertugsafmæli sínu á morgun. Hann segir að vissulega megi túlka myndina þannig að fjármálaráðherrann og fjársýslumaðurinn fyrrverandi hafi dregið til sín fé með því að klæðast nábrók. „Ég ætla samt ekki að stafa það ofan í fólk hvernig það vill túlka þetta verk. En jú það er vissulega nærtæk skýring á verkinu,” segir Þrándur. Hann er hins vegar ekki alls kostar sáttur við ritskoðun forráðamanna Hannesarholts. En þótt húsbændur Hannesarholts vilji ekki að myndin hangi upp á veitinga- og fundarstaðnum kunna aðrir ágætlega að meta hana. „Hún var eiginlega bara fljót að fara eftir að þetta kom upp, þetta mál. Hann tók það fram maðurinn sem keypti af mér myndina að hann væri sjálfur sjálfstæðismaður og hafði bara húmor fyrir þessu,” segir myndlistarmaðurinn sem segist ekki eiga í erfiðleikum með að koma myndum sínum í verð.Aðrar myndir hér á sýningunni í Hannesarholti eru kannski ekki alveg eins blóðugar og nábrókin?„Nei, þær eru miskrassandi. Sumar eru grófari en aðrar. Margar eru bara voðalega blíðar og saklausar.”Eins og þjóðarleiðtogarnir, Reagan og Gorbatsjov, fyrir framan Höfða hér á bakvið okkur?„Jú,jú segðu. Þessa kalla ég Stóðum tveir í túni.” En Þrándur blandar oft sögupersónum inn í myndir sínar og síðan sjálfum sér. „Ég er þarna að fæða sjálfan mig og ég er líka ljósmóðirin á þessari mynd. Þetta er svona þreföld sjálfsmynd. Ég gerði þessa mynd til stuðnings ljósmæðrum, þegar ljósmæðradeilan stóð sem hæst,” segir Þrándur Þórarinsson. Innlent Tengdar fréttir Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Málverk af Bjarna Benediktssyni að klæða sig í nábrók var fljótt að fara en kaupandinn var sjálfstæðismaður sem hafði húmor fyrir myndinni, að sögn Þrándar Þórarinssonar myndlistarmanns. Stjórnendur Hannesarholts tóku fyrir það að myndin yrði hluti af sýningu sem listamaðurinn heldur þar. Þjóðsagan segir að nábrók geti gert menn auðuga. Á verki Þrándar má sjá fjármálaráðherra smeygja sér í slíka brók. „Þessi mynd heitir Skollabuxna-Bjarni, einnig kölluð Nábrókar-Bjarni. Ég er hér að vinna með gamla þjóðtrú sem gekk út á að það væri hægt að komast í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæða sig í skinnið af líkinu,” segir Þrándur um þessa umdeildu mynd sína. En myndin átti ekki upp á pallborðið hjá húsráðendum í Hannesarholti í Reykjavík þar sem Þrándur opnar sýningu á fertugsafmæli sínu á morgun. Hann segir að vissulega megi túlka myndina þannig að fjármálaráðherrann og fjársýslumaðurinn fyrrverandi hafi dregið til sín fé með því að klæðast nábrók. „Ég ætla samt ekki að stafa það ofan í fólk hvernig það vill túlka þetta verk. En jú það er vissulega nærtæk skýring á verkinu,” segir Þrándur. Hann er hins vegar ekki alls kostar sáttur við ritskoðun forráðamanna Hannesarholts. En þótt húsbændur Hannesarholts vilji ekki að myndin hangi upp á veitinga- og fundarstaðnum kunna aðrir ágætlega að meta hana. „Hún var eiginlega bara fljót að fara eftir að þetta kom upp, þetta mál. Hann tók það fram maðurinn sem keypti af mér myndina að hann væri sjálfur sjálfstæðismaður og hafði bara húmor fyrir þessu,” segir myndlistarmaðurinn sem segist ekki eiga í erfiðleikum með að koma myndum sínum í verð.Aðrar myndir hér á sýningunni í Hannesarholti eru kannski ekki alveg eins blóðugar og nábrókin?„Nei, þær eru miskrassandi. Sumar eru grófari en aðrar. Margar eru bara voðalega blíðar og saklausar.”Eins og þjóðarleiðtogarnir, Reagan og Gorbatsjov, fyrir framan Höfða hér á bakvið okkur?„Jú,jú segðu. Þessa kalla ég Stóðum tveir í túni.” En Þrándur blandar oft sögupersónum inn í myndir sínar og síðan sjálfum sér. „Ég er þarna að fæða sjálfan mig og ég er líka ljósmóðirin á þessari mynd. Þetta er svona þreföld sjálfsmynd. Ég gerði þessa mynd til stuðnings ljósmæðrum, þegar ljósmæðradeilan stóð sem hæst,” segir Þrándur Þórarinsson.
Innlent Tengdar fréttir Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið Nábrókar-Bjarna á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. 4. október 2018 20:00