Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann að koma aðstoð til þolenda, en það hefur reynst erfitt vegna m.a. vegna vegna skemmda á vegakerfi. Indónesíski Rauði krossinn hefur einbeitt sér að leit og björgun á þremur svæðum, Palu, Sigi og Doggala. Önnur svæði sem þurfa bráðnauðsynlega á aðstoð að halda eru norður Mamuju, Parrigi og Moutong. Færanleg heilsugæsla hefur verið sett upp í Sigi þar sem læknar huga að slösuðu fólki.

Afleiðingarnar af þessum hamförum eiga enn eftir að koma að fullu í ljós en hreyfingin öll er í viðbragðsstöðu, m.a. vegna fjármagns sem senda þarf til að viðhalda björgunarstarfi.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.