Markalaust var fram á 84. mínútu en þá stangaði fyrirliðinn boltann í netið eftir fallega fyrirgjöf frá vinstri. Victor fagnaði markinu vel og innilega en það reyndist sigurmarkið í leiknum.
Svissnesku bikarmeistararnir eru einnig með Bayer Leverkusen og AEL Larnaca frá Kýpur í riðli en Zürich er með sex stig líkt og Bayer eftir 1-0 sigur á kýpverska liðinu í fyrstu umferð riðlakeppninnar.
Zürich-liðið er í miklum ham þessa dagana en það er ekki búið að tapa í sex leikjum í röð í öllum keppnum. Það situr í 2. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar en er þar tólf stigum á eftir Young Boys sem er búið að vinna alla níu leikina á tímabilinu með markatölunni 32-6.