„Maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. október 2018 15:15 Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa sett sig í samband við hann og beðist afsökunar. Hann segist sjálfur hafa sett þetta mál fyrir aftan sig og ætlar ekki að burðast með það meira. Þetta segir Geir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í tilefni þess að tíu áru eru frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu. Þegar Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir var það í fyrsta sinn í réttarsögu Íslands sem lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm voru virkjuð og mál var höfðað af Alþingi vegna embættisfærslna ráðherra. Geir var „sýknaður af alvarlegustu brotunum, sem hann var borinn sökum um“ eins og segir orðrétt í dómi Landsdóms sem var kveðinn upp 23. apríl 2012. Hann var sakfelldur fyrir brot gegn 17. gr. stjórnarskrárinnar fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um vanda bankanna en sýknaður af öllu öðru. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins og þar með talin málsvarnarlaun Geirs. „Ég tel, burtséð frá sjálfum mér, að það hafi verið mikil mistök að ætla að gera upp hrunið með því að fara í sakamál við forsætisráðherra eða aðra ráðherra. Það voru miklu betri leiðir. Pólitískt sakamál þar sem ákærandinn eru pólitískir andstæðinar þínir á þingi kann ekki góðri lukku að stýra. En fyrst málið fór í þennan farveg þá get ég ekki verið annað en ánægður með að ég var sýknaður af öllum ákæruatriðum sem snertu aðdragandann að hruninu. Það má auðvitað segja og ég segi það fullum fetum að Landsdómur sýknaði mig af þeim vanrækslusökum sem á mig voru bornar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Það sem ég var síðan sakfelldur fyrir, minniháttar atriði að því er dómurinn segir sjálfur, var ekki atriði sem var í rannsóknarskýrslunni. Þetta var eitthvað sem nefndin í þinginu kom með og lagði til. Þetta gat ekki verið stórmál. Aðalatriðið er það að það átti ekki að reyna að komast að hinu sanna í þessu máli með því að höfða refsimál. Það var krafist refsingar og fangelsis yfir mér en ég vann málið,“ segir Geir. Hefurðu fyrirgefið þessum stjórnmálamönnum sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur þér? „Margir þeirra, eða sumir þeirra skulum við segja, hafa rætt við mig, haft samband við mig að fyrra bragði og lýst vonbrigðum sínum með að hafa tekið þátt í þessu og beðið mig hreinlega afsökunar. Aðrir hafa viljað gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég tek fullt mark á því. Að vísu eru ekkert allir sem hafa gert það en ég ætla ekkert að elta ólar við þetta og ætla ekkert að erfa þetta við fólk þangað til ég fer í gröfina.“Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði með ákærunni. Hefur hún rætt þetta við þig? „Nei, hún hefur nú ekki gert það en kannski kemur að því. Ég var alltaf í góðu sambandi við hana og met hana mikils sem stjórnmálamann. Og tel að þetta fari vel af stað í núverandi ríkisstjórn,“ segir Geir. Hann segist hafa sett málið fyrir aftan sig. „Nú eru komin sex ár síðan dómurinn féll og maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi. Ég ætla ekki að gera það.“Sjá viðtalið við Geir í heild sinni hér fyrir neðan. Landsdómur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Nokkrir þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi hafa sett sig í samband við hann og beðist afsökunar. Hann segist sjálfur hafa sett þetta mál fyrir aftan sig og ætlar ekki að burðast með það meira. Þetta segir Geir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í tilefni þess að tíu áru eru frá alþjóðlegu fjármálakreppunni og bankahruninu. Þegar Alþingi samþykkti ákæru á hendur Geir var það í fyrsta sinn í réttarsögu Íslands sem lög um ráðherraábyrgð og lög um landsdóm voru virkjuð og mál var höfðað af Alþingi vegna embættisfærslna ráðherra. Geir var „sýknaður af alvarlegustu brotunum, sem hann var borinn sökum um“ eins og segir orðrétt í dómi Landsdóms sem var kveðinn upp 23. apríl 2012. Hann var sakfelldur fyrir brot gegn 17. gr. stjórnarskrárinnar fyrir að halda ekki ríkisstjórnarfundi um vanda bankanna en sýknaður af öllu öðru. Þá var ríkissjóður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins og þar með talin málsvarnarlaun Geirs. „Ég tel, burtséð frá sjálfum mér, að það hafi verið mikil mistök að ætla að gera upp hrunið með því að fara í sakamál við forsætisráðherra eða aðra ráðherra. Það voru miklu betri leiðir. Pólitískt sakamál þar sem ákærandinn eru pólitískir andstæðinar þínir á þingi kann ekki góðri lukku að stýra. En fyrst málið fór í þennan farveg þá get ég ekki verið annað en ánægður með að ég var sýknaður af öllum ákæruatriðum sem snertu aðdragandann að hruninu. Það má auðvitað segja og ég segi það fullum fetum að Landsdómur sýknaði mig af þeim vanrækslusökum sem á mig voru bornar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Það sem ég var síðan sakfelldur fyrir, minniháttar atriði að því er dómurinn segir sjálfur, var ekki atriði sem var í rannsóknarskýrslunni. Þetta var eitthvað sem nefndin í þinginu kom með og lagði til. Þetta gat ekki verið stórmál. Aðalatriðið er það að það átti ekki að reyna að komast að hinu sanna í þessu máli með því að höfða refsimál. Það var krafist refsingar og fangelsis yfir mér en ég vann málið,“ segir Geir. Hefurðu fyrirgefið þessum stjórnmálamönnum sem greiddu atkvæði með ákæru á hendur þér? „Margir þeirra, eða sumir þeirra skulum við segja, hafa rætt við mig, haft samband við mig að fyrra bragði og lýst vonbrigðum sínum með að hafa tekið þátt í þessu og beðið mig hreinlega afsökunar. Aðrir hafa viljað gera hreint fyrir sínum dyrum. Ég tek fullt mark á því. Að vísu eru ekkert allir sem hafa gert það en ég ætla ekkert að elta ólar við þetta og ætla ekkert að erfa þetta við fólk þangað til ég fer í gröfina.“Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var einn þeirra þingmanna sem greiddi atkvæði með ákærunni. Hefur hún rætt þetta við þig? „Nei, hún hefur nú ekki gert það en kannski kemur að því. Ég var alltaf í góðu sambandi við hana og met hana mikils sem stjórnmálamann. Og tel að þetta fari vel af stað í núverandi ríkisstjórn,“ segir Geir. Hann segist hafa sett málið fyrir aftan sig. „Nú eru komin sex ár síðan dómurinn féll og maður getur ekki burðast með svona hluti í farteskinu alla ævi. Ég ætla ekki að gera það.“Sjá viðtalið við Geir í heild sinni hér fyrir neðan.
Landsdómur Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira