Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2018 13:31 Annie Lööf er formaður Miðflokksins. Vísir/EPA Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. Lööf vonast til að nýr forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, muni sem fyrst veita einhverjum umboð til að mynda stjórn og þannig þvinga menn til viðræðna. Jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann fyrrverandi, Stefan Löfven, í forystu, hafa sagt það vera nauðsynlegt að leiðtogar ræði saman við leiðtoga flokka í andstæðri blokki í sænskum stjórnmálum. Lööf segist opin fyrir slíkum samtölum, en að þau geti ekki einungis gengið út á að tryggja að Jafnaðarmenn verði við völd.Opnar á stjórn með Jafnaðarmönnum Lööf sagði að loknum fundi með Norlén í morgun að hún vilji helst sjá fjögurra flokka stjórn bandalags borgaralegu flokkanna (Alliansen). Takist það ekki vilji hún sjá samsteypustjórn eins eða fleiri borgaralegu flokkanna og Jafnaðarmannaflokkins. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar 9. september síðastliðinn þar sem rauðgrænu flokkarnir hlutu 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 143. Svíþjóðardemókratar hlutu 62 þingsæti. „Bjóði Löfven mig á til fundar þá mun ég koma, en ég verð með Allianshattinn minn á mér,“ segir Lööf. Löfven hefur talað fyrir því að Jafnaðarmenn myndi stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna.Vill að Kristersson fái umboðið Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segir að hún telji að þingforsetinn eigi að veita Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hún segir borgaralegu flokkana fjóra saman reiðubúna til viðræðna við Löfven. Löfven segist þó ekki hafa áhuga á slíkum viðræðum. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir flokk sinn reiðubúinn að styðja við tveggja flokka stjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata eða þá eins flokks stjórn Moderaterna. Það er þingforseta að veita einhverjum umboð til stjórnarmyndunar eftir viðræður við leiðtoga flokkanna. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi. Nái þingið ekki að samþykkja þann sem þingforseti hefur tilnefnt í fjórum tilraunum skal boða til nýrra kosninga í landinu. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu. Lööf vonast til að nýr forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, muni sem fyrst veita einhverjum umboð til að mynda stjórn og þannig þvinga menn til viðræðna. Jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann fyrrverandi, Stefan Löfven, í forystu, hafa sagt það vera nauðsynlegt að leiðtogar ræði saman við leiðtoga flokka í andstæðri blokki í sænskum stjórnmálum. Lööf segist opin fyrir slíkum samtölum, en að þau geti ekki einungis gengið út á að tryggja að Jafnaðarmenn verði við völd.Opnar á stjórn með Jafnaðarmönnum Lööf sagði að loknum fundi með Norlén í morgun að hún vilji helst sjá fjögurra flokka stjórn bandalags borgaralegu flokkanna (Alliansen). Takist það ekki vilji hún sjá samsteypustjórn eins eða fleiri borgaralegu flokkanna og Jafnaðarmannaflokkins. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar 9. september síðastliðinn þar sem rauðgrænu flokkarnir hlutu 144 þingsæti, en bandalag borgaralegu flokkanna 143. Svíþjóðardemókratar hlutu 62 þingsæti. „Bjóði Löfven mig á til fundar þá mun ég koma, en ég verð með Allianshattinn minn á mér,“ segir Lööf. Löfven hefur talað fyrir því að Jafnaðarmenn myndi stjórn með Miðflokknum og Frjálslyndum, sem báðir tilheyra bandalagi borgaralegu flokkanna.Vill að Kristersson fái umboðið Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segir að hún telji að þingforsetinn eigi að veita Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hún segir borgaralegu flokkana fjóra saman reiðubúna til viðræðna við Löfven. Löfven segist þó ekki hafa áhuga á slíkum viðræðum. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir flokk sinn reiðubúinn að styðja við tveggja flokka stjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata eða þá eins flokks stjórn Moderaterna. Það er þingforseta að veita einhverjum umboð til stjórnarmyndunar eftir viðræður við leiðtoga flokkanna. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi. Nái þingið ekki að samþykkja þann sem þingforseti hefur tilnefnt í fjórum tilraunum skal boða til nýrra kosninga í landinu.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37 Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn. 25. september 2018 13:37
Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03