Bólivía dæmd til að vera áfram landlukin Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 23:09 Evó Morales, forseta Bólivíu, var ekki skemmt þegar úrskurður dómstólsins var kveðinn upp. Vísir/EPA Alþjóðasakamáladómstóllinn batt enda á rúmlega aldargamla deilu Síle og Bólivíu um hluta Kyrrahafsstrandarinnar sem Bólivíumenn töpuðu í stríði ríkjanna á 19. öld. Niðurstaðan þýðir að Bólivía verður áfram landlukt ríki. Síle sigraði Bólivíu í stríði ríkjanna árið 1884 og lagði þá undir sig um 120.000 ferkílómetra lands, þar á meðal um 400 kílómetra af strandlengju sem hafði verið eini hluti Bólivíu sem lá að sjó. Bólivíumenn hafa æ síðan gert tilkall til þess að Sílemenn veiti þeim aðgang að hafinu. Halda þeir því meðal annars fram að það hamli efnahagslegum vexti að vera upp á Síle komnir með vöruflutninga sjóleiðina. Bólivísk stjórnvöld fóru með deiluna fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn í Haag árið 2013 og kvað hann upp úrskurð sinn í gær. Samkvæmt dómnum ber Sílemönnum engin skylda til að semja við Bólivíumenn um aðgang að sjó. Úrskurðurinn er endanlegur og bindandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evó Morales, forseti Bólivíu, er engu að síður ekki af baki dottinn og heitir því að Bólivía muni aldrei gefast upp í deilunni. Sebastián Piñera, forseti Síle, fagnaði hins vegar úrskurðinum og lagði áherslu á að landi hans bæri engin skylda til að semja við nágrannana. Dómarinn í málinu sagðist hins vegar vona að ríkin gæti náð einhvers konar samkomulagi með vilja beggja. Þrátt fyrir fjarlægðina frá hafinu heldur Bólivía út litlum sjóher og fagnar degi hafsins á hverju ári. Bólivía Chile Suður-Ameríka Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Alþjóðasakamáladómstóllinn batt enda á rúmlega aldargamla deilu Síle og Bólivíu um hluta Kyrrahafsstrandarinnar sem Bólivíumenn töpuðu í stríði ríkjanna á 19. öld. Niðurstaðan þýðir að Bólivía verður áfram landlukt ríki. Síle sigraði Bólivíu í stríði ríkjanna árið 1884 og lagði þá undir sig um 120.000 ferkílómetra lands, þar á meðal um 400 kílómetra af strandlengju sem hafði verið eini hluti Bólivíu sem lá að sjó. Bólivíumenn hafa æ síðan gert tilkall til þess að Sílemenn veiti þeim aðgang að hafinu. Halda þeir því meðal annars fram að það hamli efnahagslegum vexti að vera upp á Síle komnir með vöruflutninga sjóleiðina. Bólivísk stjórnvöld fóru með deiluna fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn í Haag árið 2013 og kvað hann upp úrskurð sinn í gær. Samkvæmt dómnum ber Sílemönnum engin skylda til að semja við Bólivíumenn um aðgang að sjó. Úrskurðurinn er endanlegur og bindandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evó Morales, forseti Bólivíu, er engu að síður ekki af baki dottinn og heitir því að Bólivía muni aldrei gefast upp í deilunni. Sebastián Piñera, forseti Síle, fagnaði hins vegar úrskurðinum og lagði áherslu á að landi hans bæri engin skylda til að semja við nágrannana. Dómarinn í málinu sagðist hins vegar vona að ríkin gæti náð einhvers konar samkomulagi með vilja beggja. Þrátt fyrir fjarlægðina frá hafinu heldur Bólivía út litlum sjóher og fagnar degi hafsins á hverju ári.
Bólivía Chile Suður-Ameríka Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira