Jóhann Þór: Veit ekki hvort ég haldi áfram hérna Smári Jökull Jónsson skrifar 18. október 2018 21:16 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. vísir/ernir Það var ekki laust við ákveðið vonleysi hjá Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir 97-62 tapið gegn Keflavík á heimavelli í kvöld og hann íhugar að hætta þjálfun liðsins. „Liðið mitt er eins og það sé enn júní og við í einhverjum leik, í einhverjum pick-up bolta. Mig langar að segja svo margt en ég ætla að láta það ógert. Það eina jákvæða er hvernig fólkið mætir hérna og ég vona að það sé komið til að vera. Það eru sjálfsagt fleiri hér í kvöld en mættu á alla 11 leikina hér í Pepsi-deildinni í sumar,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Keflavík tók yfirhöndina strax í upphafi og Jóhann sagði að hann sæi enga ástæðu fyrir því af hverju hans menn mættu jafn illa til leiks. „Ég er algjörlega mát. Við erum rúnir öllu sjálfstrausti, það er alveg sama hver það er í mínu liði. Það eru allir í mínu liði eins og þeir séu að sjá körfubolta í fyrsta skipti. Það er alvega sama hvað við gerum, hvað við reynum. Þetta er eins og lélegur pick-up bolti það sem við erum að bjóða uppá hérna.“ „Þetta eru svipuð gæði og við buðum uppá gegn Breiðablik og Skallagrími. Hér mætum við hörkugóðu liði Keflavíkur og ef Sverrir hefði spilað á sínu sterkasta liði hefðu þeir farið í 150 stig. Eins og ég segi þá langar mig að segja svo margt en ég bara get það ekki.“ Grindavík sendi Grikkjann Michael Liapis frá sér í síðustu viku og búast við að bæta við sig Bosman-leikmanni áður en langt um líður. „Það var farið af stað en eins og staðan er núna hef ég mikilvægari hluti að hugsa um, hvort ég ætli að halda yfirhöfuð áfram hérna. Þetta er hræðilegt.“ Ertu að íhuga það að hætta með liðið? „Já, ég verð að viðurkenna það.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sjá meira
Það var ekki laust við ákveðið vonleysi hjá Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir 97-62 tapið gegn Keflavík á heimavelli í kvöld og hann íhugar að hætta þjálfun liðsins. „Liðið mitt er eins og það sé enn júní og við í einhverjum leik, í einhverjum pick-up bolta. Mig langar að segja svo margt en ég ætla að láta það ógert. Það eina jákvæða er hvernig fólkið mætir hérna og ég vona að það sé komið til að vera. Það eru sjálfsagt fleiri hér í kvöld en mættu á alla 11 leikina hér í Pepsi-deildinni í sumar,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. Keflavík tók yfirhöndina strax í upphafi og Jóhann sagði að hann sæi enga ástæðu fyrir því af hverju hans menn mættu jafn illa til leiks. „Ég er algjörlega mát. Við erum rúnir öllu sjálfstrausti, það er alveg sama hver það er í mínu liði. Það eru allir í mínu liði eins og þeir séu að sjá körfubolta í fyrsta skipti. Það er alvega sama hvað við gerum, hvað við reynum. Þetta er eins og lélegur pick-up bolti það sem við erum að bjóða uppá hérna.“ „Þetta eru svipuð gæði og við buðum uppá gegn Breiðablik og Skallagrími. Hér mætum við hörkugóðu liði Keflavíkur og ef Sverrir hefði spilað á sínu sterkasta liði hefðu þeir farið í 150 stig. Eins og ég segi þá langar mig að segja svo margt en ég bara get það ekki.“ Grindavík sendi Grikkjann Michael Liapis frá sér í síðustu viku og búast við að bæta við sig Bosman-leikmanni áður en langt um líður. „Það var farið af stað en eins og staðan er núna hef ég mikilvægari hluti að hugsa um, hvort ég ætli að halda yfirhöfuð áfram hérna. Þetta er hræðilegt.“ Ertu að íhuga það að hætta með liðið? „Já, ég verð að viðurkenna það.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00