Segir að málað hafi verið á ræðisskrifstofu Sáda Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 11:15 Orð Tyrklandsforseta benda til þess að reynt hafi verið að fela verksummerki á ræðisskrifstofunni þar sem Khashoggi á að hafa verið myrtur. Vísir/EPA Recep Erdogan, forseti Tyrklands, segir að merki séu um að málað hafi verið yfir hluti á ræðismannskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl þar sem talið er að Jamal Khashoggi, blaða- og andófsmaður, hafi verið myrtur fyrir tveimur vikum. Tyrkneska lögreglan fékk loks að fara inn á skrifstofuna í gær. Síðast spurðist til Khashoggi þegar hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa upptöku sem bendi til þess að hann hafi verið pyntaður og myrtur þar. Lík hans hafi jafnvel verið bútað niður í flutt af skrifstofunni. Sádar hafa þvertekið fyrir það en nýjustu fregnir herma að þeir undirbúi nú skýrslu þar sem komi fram að Khashoggi hafi látist við yfirheyrslu. Ætlunin hafi verið að taka hann höndum og flytja til Sádí-Arabíu. Erdogan segist vonast til þess að niðurstöður rannsóknarinnar á ræðismannsskrifstofunni liggi fyrir sem fyrst. Rannsóknin beinist meðal annars að eiturefnum og hlutum sem hafi verið látnir hverfa með því að mála yfir þá, að því er segir í frétt Reuters. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar með konungi Sádí-Arabíu vegna hvarfs Khashoggi í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við konunginn í síma í gær og sagði eftir símtalið að konungurinn hefði neitað því algerlega að Sádar hefðu komið nálægt því. Ýjaði Trump að því að einhvers konar stigamenn hefðu getað ráðið Khashoggi bana. Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var með dvalarleyfi. Þar skrifaði hann pistla fyrir Washington Post þar sem hann lýsti gagnrýni á stefnu stjórnvalda í Sádí-Arabíu. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 16. október 2018 07:30 Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20 Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Recep Erdogan, forseti Tyrklands, segir að merki séu um að málað hafi verið yfir hluti á ræðismannskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl þar sem talið er að Jamal Khashoggi, blaða- og andófsmaður, hafi verið myrtur fyrir tveimur vikum. Tyrkneska lögreglan fékk loks að fara inn á skrifstofuna í gær. Síðast spurðist til Khashoggi þegar hann fór inn á ræðismannsskrifstofuna. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa upptöku sem bendi til þess að hann hafi verið pyntaður og myrtur þar. Lík hans hafi jafnvel verið bútað niður í flutt af skrifstofunni. Sádar hafa þvertekið fyrir það en nýjustu fregnir herma að þeir undirbúi nú skýrslu þar sem komi fram að Khashoggi hafi látist við yfirheyrslu. Ætlunin hafi verið að taka hann höndum og flytja til Sádí-Arabíu. Erdogan segist vonast til þess að niðurstöður rannsóknarinnar á ræðismannsskrifstofunni liggi fyrir sem fyrst. Rannsóknin beinist meðal annars að eiturefnum og hlutum sem hafi verið látnir hverfa með því að mála yfir þá, að því er segir í frétt Reuters. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar með konungi Sádí-Arabíu vegna hvarfs Khashoggi í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við konunginn í síma í gær og sagði eftir símtalið að konungurinn hefði neitað því algerlega að Sádar hefðu komið nálægt því. Ýjaði Trump að því að einhvers konar stigamenn hefðu getað ráðið Khashoggi bana. Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum þar sem hann var með dvalarleyfi. Þar skrifaði hann pistla fyrir Washington Post þar sem hann lýsti gagnrýni á stefnu stjórnvalda í Sádí-Arabíu.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 16. október 2018 07:30 Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20 Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26
Gerðu rassíu saman vegna Khashoggi Hópur rannsakenda fór í gær inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 16. október 2018 07:30
Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20
Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Bandaríkjaforseti hafði talað um strangar refsingar ef í ljós kemur að Sádar beri ábyrgð á hvarfi sádiarabísks blaða- og andófsmanns. 14. október 2018 14:23