„Við vissum að þetta yrði erfiðara í kvöld og þetta var erfiðara," sagði Shaqiri í leikslok.
„Við unnum og það var það mikilvægasta," en hver var helsti munurinn á íslenska landsliðinu í kvöld og síðast þegar liðin mættust?
„Þetta annar völlur, annar leikvangur. Hitastigið er annað og leikskipulagið var öðruvísi. Það er erfitt að spila hér og við vitum það."
„Þetta var erfitt og að endingu erum við sáttir að koma hingað og taka þrjú sig."
Sviss á enn möguleika á að vinna riðilinn en sigurvegarar hvers riðils fara í undanúrslit um að vinna Þjóðadeildina.
„Við viljum vinna riðilinn og við eigum eftir að spila gegn Belgum og það verður spennandi," sagði Shaqiri.