Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 23:24 Assange telur illa með sig farið í sendiráðinu í London. Vísir/EPA Julian Assange, stofnandi uppljóstranavefsins Wikileaks, sakar ríkisstjórn Ekvadors um að reyna að losna við sig úr sendiráðinu í London þar sem hann hefur hafst við undanfarin sex ár. Ekvadorar veittu Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 til að forða honum því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um nauðgun. Dvölin í sendiráðinu hefur dregist á langinn því Assange óttast að vera fangelsaður í Bretlandi og framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur stefnt stjórnvöldum í Quito vegna aðstæðna sinna í sendiráðinu. Þau krefjast þess að hann greiði fyrir lækniskostnað, símtöl og hirðu um kött hans. Þegar málið var tekið fyrir í dag sakaði Assange ríkisstjórnina um að reyna að bola sér úr sendiráðinu. Lenin Moreno, forseti landsins, væri þegar búinn að ákveða að svipta hann hælinu án þess að vera búinn að tilkynna það formlega, að því er segir í frétt Reuters. Inigo Salvador, dómsmálaráðherra Ekvadors, segir þvert á móti að Assange sé frjálst að vera um kyrrt eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum þrátt fyrir að vera hans í sendiráðinu hafi þegar kostað landið um sex milljónir dollara. Máli Assange var vísað frá dómi á þeim forsendum að það væri utanríkisráðuneytið sem hefði umsjón með aðstæðum hans í sendiráðinu. Lögmenn Assange kærðu frávísunina. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange aftur kominn með aðgang að netinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. 14. október 2018 23:26 Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Julian Assange, stofnandi uppljóstranavefsins Wikileaks, sakar ríkisstjórn Ekvadors um að reyna að losna við sig úr sendiráðinu í London þar sem hann hefur hafst við undanfarin sex ár. Ekvadorar veittu Assange hæli í sendiráðinu árið 2012 til að forða honum því að vera framseldur til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um nauðgun. Dvölin í sendiráðinu hefur dregist á langinn því Assange óttast að vera fangelsaður í Bretlandi og framseldur til Bandaríkjanna. Assange hefur stefnt stjórnvöldum í Quito vegna aðstæðna sinna í sendiráðinu. Þau krefjast þess að hann greiði fyrir lækniskostnað, símtöl og hirðu um kött hans. Þegar málið var tekið fyrir í dag sakaði Assange ríkisstjórnina um að reyna að bola sér úr sendiráðinu. Lenin Moreno, forseti landsins, væri þegar búinn að ákveða að svipta hann hælinu án þess að vera búinn að tilkynna það formlega, að því er segir í frétt Reuters. Inigo Salvador, dómsmálaráðherra Ekvadors, segir þvert á móti að Assange sé frjálst að vera um kyrrt eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum þrátt fyrir að vera hans í sendiráðinu hafi þegar kostað landið um sex milljónir dollara. Máli Assange var vísað frá dómi á þeim forsendum að það væri utanríkisráðuneytið sem hefði umsjón með aðstæðum hans í sendiráðinu. Lögmenn Assange kærðu frávísunina.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange aftur kominn með aðgang að netinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. 14. október 2018 23:26 Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Assange aftur kominn með aðgang að netinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið aðgang að internetinu að nýju en þó með ákveðnum takmörkunum. 14. október 2018 23:26
Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44