Kostnaður borgarinnar við móttökur kominn í tíu milljónir Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2018 15:08 Kolbrún vill minna á að meðan gert er vel við útvalda í ýmsum veislum sé fólk í borginni sem á vart til hnífs né skeiðar. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að á fáum mánuðum séu dæmi um að borgin hafi boðið til á annan tug móttaka. „Sem ætlaðar eru skilgreindum, stundum þröngum, jafnvel elítuhópum. Allt er þetta greitt af almannafé.“ Kolbrúnu tekur það fram að sjálf hafi hún aldrei sótt slíka viðburði. Henni hefur nú borist svar við fyrirspurn sinni sem lýtur að kostnaði borgarinnar við móttökur og aðra hátíðarviðburði á vegum borgarinnar.Kostnaðurinn sundurliðaður2017Veitingar kr. 8.764.319,00 Vínföng kr. 2.484.462,00 Listafólk kr. 994.500,00 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 4.293.072,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 1.506.636 Annar tilfallandi kostnaður kr. 1.868.155Samtals kr. 19.911.144 Það sem af er 2018Veitingar kr. 5.205.546,00 Vínföng kr. 1.060.879,00 Listafólk kr. 711.638 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 2.574.546,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 428.214,00 Annar tilfallandi kostnaður kr. 105.154Samtals kr. 10.085.977Kolbrún segir að af þessu megi sjá að á síðasta ári hafi 20 milljónir króna varið í alls kyns viðburði, veislur og móttökur. Tæpum 9 milljónum var varið í veitingar og 2.5 milljónum í vínföng. Önnur aðkeypt þjónusta eru rúma 4 milljónir. Börn búa við fátækt meðan mulið er undir útvalda Kolbrún segist vissulega gera sér grein fyrir því að mikilvægt sé að borgin komi að ýmsum viðburðum og hátíðum svo sem Barnamenningarhátíð, hátíðum og viðburðum ætlaða borgarbúum og hinum almenna starfsmanni borgarinnar. „Hins vegar er ljóst að hér er um mikla peninga að ræða sem að hluta til er að fara í móttökur ætlaðar þröngum hópi, einhverjum útvöldum,“ segir Kolbrún. Hún vill minna á, í því samhengi, að í borginni býr fólk sem á vart til hnífs og skeiðar. „Í borginni eru um 500 börn sem samkvæmt skilgreiningu eru fátæk. Þessi hópur sem oft er ekki háværasti hópurinn í borginni, honum er ekki boðið í fínar móttökur á vegum borgarstjóra sem greiddar eru af almannafé. Þegar kemur að kostnaði sem þessum hlýtur það að vera skylda borgarmeirihlutans að velta við hverjum steini.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að á fáum mánuðum séu dæmi um að borgin hafi boðið til á annan tug móttaka. „Sem ætlaðar eru skilgreindum, stundum þröngum, jafnvel elítuhópum. Allt er þetta greitt af almannafé.“ Kolbrúnu tekur það fram að sjálf hafi hún aldrei sótt slíka viðburði. Henni hefur nú borist svar við fyrirspurn sinni sem lýtur að kostnaði borgarinnar við móttökur og aðra hátíðarviðburði á vegum borgarinnar.Kostnaðurinn sundurliðaður2017Veitingar kr. 8.764.319,00 Vínföng kr. 2.484.462,00 Listafólk kr. 994.500,00 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 4.293.072,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 1.506.636 Annar tilfallandi kostnaður kr. 1.868.155Samtals kr. 19.911.144 Það sem af er 2018Veitingar kr. 5.205.546,00 Vínföng kr. 1.060.879,00 Listafólk kr. 711.638 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 2.574.546,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 428.214,00 Annar tilfallandi kostnaður kr. 105.154Samtals kr. 10.085.977Kolbrún segir að af þessu megi sjá að á síðasta ári hafi 20 milljónir króna varið í alls kyns viðburði, veislur og móttökur. Tæpum 9 milljónum var varið í veitingar og 2.5 milljónum í vínföng. Önnur aðkeypt þjónusta eru rúma 4 milljónir. Börn búa við fátækt meðan mulið er undir útvalda Kolbrún segist vissulega gera sér grein fyrir því að mikilvægt sé að borgin komi að ýmsum viðburðum og hátíðum svo sem Barnamenningarhátíð, hátíðum og viðburðum ætlaða borgarbúum og hinum almenna starfsmanni borgarinnar. „Hins vegar er ljóst að hér er um mikla peninga að ræða sem að hluta til er að fara í móttökur ætlaðar þröngum hópi, einhverjum útvöldum,“ segir Kolbrún. Hún vill minna á, í því samhengi, að í borginni býr fólk sem á vart til hnífs og skeiðar. „Í borginni eru um 500 börn sem samkvæmt skilgreiningu eru fátæk. Þessi hópur sem oft er ekki háværasti hópurinn í borginni, honum er ekki boðið í fínar móttökur á vegum borgarstjóra sem greiddar eru af almannafé. Þegar kemur að kostnaði sem þessum hlýtur það að vera skylda borgarmeirihlutans að velta við hverjum steini.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00