Mögulega nægjanlegt súrefni á Mars fyrir örverur og svampa Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 22:00 Vatn flæddi um yfirborð Mars á árum áður og þar voru jafnvel höf en þegar plánetan tapaði mestu af andrúmslofti sínu og breyttist í þá köldu og þurru plánetu sem við þekkjum í dag. Getty/NASA Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. Slíkar örverur og jafnvel svampar gætu lifað af á yfirborði plánetunnar rauðu, samkvæmt nýrri rannsókn. AFP fréttaveitan ræddi við forsvarsmann rannsóknarinnar, Vlada Stamenkovic, sem segir að niðurstöður rannsóknar vísindamannanna gerbreyti skilningi manna á möguleikum lífs, bæði nú og áður, á Mars.Þar til nú hefur verið talið að hið litla magns súrefnis sem finna má á Mars gæti ekki stutt líf. Súrefni er um 0,14 prósent af andrúmslofti Mars, samanborið við 21 prósent hér á jörðinni. Vatn flæddi um yfirborð Mars á árum áður og þar voru jafnvel höf en þegar plánetan tapaði mestu af andrúmslofti sínu og breyttist í þá köldu og þurru plánetu sem við þekkjum í dag. Það hefur þó verið talið mögulegt að finna megi vatn, og jafnvel mikið vatn, undir yfirborði plánetunnar. Vísindamenn opinberuðu í sumar að fljótandi vatn hefði fundist undir yfirborði suðurskauts Mars. Það hefur ekki frosið né gufað upp vegna þess hve mikið salt er í því. Þá var talið ólíklegt að líf gæti fundist í vatninu. Þessi nýja rannsókn hófst eftir að Curiosity, vélmennið sem ekið er um Mars, vann efnasambönd sem þurfa mikið magn súrefnis til að verða til. Það er þó til mikið af lífverum hér á jörðinni sem þurfa ekki súrefni. Þó vísindamennirnir gefi ekki í skyn að niðurstöður þeirra séu til marks um að líf megi finna á Mars þykja þær til marks um að það sé líklegra en áður. Frekari upplýsingar má finna í umfjöllun Space.com. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. Slíkar örverur og jafnvel svampar gætu lifað af á yfirborði plánetunnar rauðu, samkvæmt nýrri rannsókn. AFP fréttaveitan ræddi við forsvarsmann rannsóknarinnar, Vlada Stamenkovic, sem segir að niðurstöður rannsóknar vísindamannanna gerbreyti skilningi manna á möguleikum lífs, bæði nú og áður, á Mars.Þar til nú hefur verið talið að hið litla magns súrefnis sem finna má á Mars gæti ekki stutt líf. Súrefni er um 0,14 prósent af andrúmslofti Mars, samanborið við 21 prósent hér á jörðinni. Vatn flæddi um yfirborð Mars á árum áður og þar voru jafnvel höf en þegar plánetan tapaði mestu af andrúmslofti sínu og breyttist í þá köldu og þurru plánetu sem við þekkjum í dag. Það hefur þó verið talið mögulegt að finna megi vatn, og jafnvel mikið vatn, undir yfirborði plánetunnar. Vísindamenn opinberuðu í sumar að fljótandi vatn hefði fundist undir yfirborði suðurskauts Mars. Það hefur ekki frosið né gufað upp vegna þess hve mikið salt er í því. Þá var talið ólíklegt að líf gæti fundist í vatninu. Þessi nýja rannsókn hófst eftir að Curiosity, vélmennið sem ekið er um Mars, vann efnasambönd sem þurfa mikið magn súrefnis til að verða til. Það er þó til mikið af lífverum hér á jörðinni sem þurfa ekki súrefni. Þó vísindamennirnir gefi ekki í skyn að niðurstöður þeirra séu til marks um að líf megi finna á Mars þykja þær til marks um að það sé líklegra en áður. Frekari upplýsingar má finna í umfjöllun Space.com.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07
Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58
Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17