Ekki hægt að yfirheyra fólkið sökum ástands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. október 2018 22:09 Tilkynnt var um eldinn skömmu fyrir klukkan 16 í dag. Vísir/Egill Aðalsteinsson Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi var handtekið á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á svæðið.Annar þeirra sem er í haldi er húsráðandi hússins og en hinn kona sem var gestkomandi í húsinu. Þau eru vistuð í fangageymslu og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ekki reynst unnt að yfirheyra þau vegna ástands. Ekki er búist við að það verði gert í kvöld eða nótt. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, verður tekin ákvörðun um það á morgun hvort krafist verði gæsluvarðhalds. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara.Gert ráð fyrir að tveir hafi verið í húsinu Oddur segir að slökkvistarf standi enn yfir þó mesti eldurinn hafi verið slökktur. Gengið er út frá því að tveir einstaklingar hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og að þeir hafi ekki komist út. Aðstandendum þeirra hefur verið kynnt staða málsins. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 var húsið þær alelda þegar slökkvilið koma á vettvang. Ástæða þess að slökkvistarf hefur gengið hægt nú undir kvöld er vegna þeirra rannsóknarhagsmuna sem þarf að gæta og er reynt eftir fremsta megni að halda vettvangi eins heilum og kostur er.Fara inn í húsið á morgun Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á vettvangi í dag og kvöld og fylgst með slökkvistarfi. Líklegt er að ekki verði farið inn í húsið fyrr en á morgun. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði fyrr í kvöld að brunavakt yrði við húsið í kvöld en auk þess mun lögregla vakta vettvang. Klukkan 22:36 sendi lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa að neðan:Ennþá er unnið að slökkvistarfi í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi en tilkynning um eld í húsinu barst lögreglu skömmu fyrir kl. 16:00 í dag. Húsið er gamallt, hæð og ris og einangrað með frauðplasti, a.m.k. að hluta. Talið er að karlmaður og kona sem voru á efri hæðinni þegar eldurinn kom upp hafi látist í brunanum. Ekki er unnt að staðreyna það með óyggjandi hætti fyrr en slökkvistarfi er lokið, húsið kólnað og vettvangur hefur verið tryggður vegna hrunhættu og mun vinna við það að líkindum hefjast í fyrramálið.Aðstandendum þeirra sem saknað er hefur verið kynnt staða málsins.Tveir einstaklingar sem handteknir voru á vettvangi í þágu rannsóknar málsins eru í haldi lögreglu. Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra. Eldsupptök eru ókunn.Fréttin var síðast uppfærð 22:44. ---Að neðan má sjá fréttina úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Fólkið sem er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans í húsinu við Kirkjuveg á Selfossi var handtekið á vettvangi skömmu eftir að lögreglan kom á svæðið.Annar þeirra sem er í haldi er húsráðandi hússins og en hinn kona sem var gestkomandi í húsinu. Þau eru vistuð í fangageymslu og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur ekki reynst unnt að yfirheyra þau vegna ástands. Ekki er búist við að það verði gert í kvöld eða nótt. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, verður tekin ákvörðun um það á morgun hvort krafist verði gæsluvarðhalds. Lögregla má halda fólki í sólarhring án þess að til þurfi úrskurð dómara.Gert ráð fyrir að tveir hafi verið í húsinu Oddur segir að slökkvistarf standi enn yfir þó mesti eldurinn hafi verið slökktur. Gengið er út frá því að tveir einstaklingar hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp og að þeir hafi ekki komist út. Aðstandendum þeirra hefur verið kynnt staða málsins. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 var húsið þær alelda þegar slökkvilið koma á vettvang. Ástæða þess að slökkvistarf hefur gengið hægt nú undir kvöld er vegna þeirra rannsóknarhagsmuna sem þarf að gæta og er reynt eftir fremsta megni að halda vettvangi eins heilum og kostur er.Fara inn í húsið á morgun Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið á vettvangi í dag og kvöld og fylgst með slökkvistarfi. Líklegt er að ekki verði farið inn í húsið fyrr en á morgun. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, sagði fyrr í kvöld að brunavakt yrði við húsið í kvöld en auk þess mun lögregla vakta vettvang. Klukkan 22:36 sendi lögreglan á Suðurlandi frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa að neðan:Ennþá er unnið að slökkvistarfi í einbýlishúsi við Kirkjuveg á Selfossi en tilkynning um eld í húsinu barst lögreglu skömmu fyrir kl. 16:00 í dag. Húsið er gamallt, hæð og ris og einangrað með frauðplasti, a.m.k. að hluta. Talið er að karlmaður og kona sem voru á efri hæðinni þegar eldurinn kom upp hafi látist í brunanum. Ekki er unnt að staðreyna það með óyggjandi hætti fyrr en slökkvistarfi er lokið, húsið kólnað og vettvangur hefur verið tryggður vegna hrunhættu og mun vinna við það að líkindum hefjast í fyrramálið.Aðstandendum þeirra sem saknað er hefur verið kynnt staða málsins.Tveir einstaklingar sem handteknir voru á vettvangi í þágu rannsóknar málsins eru í haldi lögreglu. Ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra. Eldsupptök eru ókunn.Fréttin var síðast uppfærð 22:44. ---Að neðan má sjá fréttina úr kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37 Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Tveir í haldi vegna brunans á Selfossi: Grunur að karl og kona hafi verið á efri hæð hússins Húsráðandi og gestkomandi kona eru í haldi lögreglunnar. 31. október 2018 18:37
Einbýlishús alelda á Selfossi Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 16 í dag vegna mikils elds sem kviknað hefur í einbýlishúsi á Selfossi. 31. október 2018 16:09