Kjartan Steinbach látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2018 19:19 Kjartan Steinbach var í lykilhlutverki í handboltahreyfingunni í áratugi. Kjartan K. Steinbach er fallinn frá 68 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein sem hann greindist með fyrir fyrir tveimur og hálfu ári. Frá andlátinu er greint á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands. Kjartan starfaði í handknattleikshreyfingunni í áratugi, fyrst sem dómari og síðan sem stjórnarmaður til margra ára. Kjartan spilaði knattspyrnu og handknattleik á yngri árum með Þrótti. Eftir að ferlinum lauk fór hann að sinna dómgæslu í handknattleik. Hann varð alþjóðlegur eftirlitsmaður og starfaði á helstu stórmótum í áratugi. Er dómara ferlinum lauk vann hann áfram að þróun leikreglna og dómgæslu. Hann sat í stjórn HSÍ til margra ára og hafði yfirumsjón með dómaramálum. Einnig var hann varaformaður HSÍ um tíma. Kjartan naut mikillar virðingar fyrir störf sín bæði hér heima og erlendis og til marks um það var hann formaður dómaranefndar Alþjóða handknattleikssambandsins á árunum 1996 til 2004. Kjartan sat í ýmsum ráðum og nefndum á vegum HSÍ og var m.a í heiðursmerkjanefnd er hann lést. Kjartan var alltaf boðinn og búinn að leggja starfi HSÍ lið og var gott til hans að leita. Kjartan hlaut æðstu viðurkenningu fyrir störf sín á vegum HSÍ og síðast liðið vor fékk hann Heiðurskross ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar. Hann var einnig heiðursfélagi Alþjóða handknattleikssambandsins. HSÍ þakkar Kjartani fyrir ómetanlegt framlag til handknattleikshreyfingarinnar og sendir eiginkonu og fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Andlát Íslenski handboltinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Kjartan K. Steinbach er fallinn frá 68 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein sem hann greindist með fyrir fyrir tveimur og hálfu ári. Frá andlátinu er greint á heimasíðu Handknattleikssambands Íslands. Kjartan starfaði í handknattleikshreyfingunni í áratugi, fyrst sem dómari og síðan sem stjórnarmaður til margra ára. Kjartan spilaði knattspyrnu og handknattleik á yngri árum með Þrótti. Eftir að ferlinum lauk fór hann að sinna dómgæslu í handknattleik. Hann varð alþjóðlegur eftirlitsmaður og starfaði á helstu stórmótum í áratugi. Er dómara ferlinum lauk vann hann áfram að þróun leikreglna og dómgæslu. Hann sat í stjórn HSÍ til margra ára og hafði yfirumsjón með dómaramálum. Einnig var hann varaformaður HSÍ um tíma. Kjartan naut mikillar virðingar fyrir störf sín bæði hér heima og erlendis og til marks um það var hann formaður dómaranefndar Alþjóða handknattleikssambandsins á árunum 1996 til 2004. Kjartan sat í ýmsum ráðum og nefndum á vegum HSÍ og var m.a í heiðursmerkjanefnd er hann lést. Kjartan var alltaf boðinn og búinn að leggja starfi HSÍ lið og var gott til hans að leita. Kjartan hlaut æðstu viðurkenningu fyrir störf sín á vegum HSÍ og síðast liðið vor fékk hann Heiðurskross ÍSÍ fyrir störf sín í þágu íþróttahreyfingarinnar. Hann var einnig heiðursfélagi Alþjóða handknattleikssambandsins. HSÍ þakkar Kjartani fyrir ómetanlegt framlag til handknattleikshreyfingarinnar og sendir eiginkonu og fjölskyldu hans samúðarkveðjur.
Andlát Íslenski handboltinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira