Viðurkennir að hafa orðið um hundrað sjúklingum að bana Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2018 12:28 Búist er við að réttarhöldin standi fram í maí á næsta ári. Getty/David Hecker Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi hefur viðurkennt að hafa orðið hundrað sjúklingum sínum að bana. Réttarhöld í máli mannsins hófust í þýsku borginni Oldenburg í morgun. Saksóknarar segja hinn 41 árs Niels Högel hafa gefið sjúklingunum banvæna lyfjaskammta, en hann gerði þetta á tveimur sjúkrahúsum í norðurhluta Þýskalands þar sem hann starfaði. Saksóknarar segja ástæðu mannsins fyrir að gefa sjúklingum lyfjaskammtana, hafi verið að gangast í augun á samstarfsfólki með því að endurlífga sjúklinga sem hann hafði eitrað fyrir.Afplánar nú þegar lífstíðardóm Högel afplánar nú þegar lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sjúklungum að bana. Talið er að hann hafi banað alls 36 sjúklingum í Oldenburg og 64 í Delmenhorst á árunum 1999 til 2005. Þegar dómari spurði Högel í morgun hvort það sem fram kæmi í ákæru væri satt sagði Högel svo „nokkurn veginn“ vera.Mesti raðmorðingi eftirstríðsáranna Játningin gerir Högel að mesta raðmorðingja Þýskalands eftir síðari heimsstyrjöld. Talið er að hann kunni að hafa orðið fleirum að bana, en lík fjölda mögulegra fórnarlamba voru brennd og því ekki hægt að taka sýni úr líkamsleifum viðkomandi. Upp komst um Högel árið 2005 þegar hann hafði sprautað lyfjum, sem ekki höfðu verið skrifuð út, í sjúkling í Delmenhorst. Árið 2008 var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk svo lífstíðardóm árið 2015 eftir að hafa verið fundinn sekur um tvö manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Í kjölfarið var ákveðið að taka sýni úr líkamsleifum um 130 sjúklinga sem höfðu verið í hans umsjá. Búist er við að réttarhöldin standi fram í maí á næsta ári. Þýskaland Tengdar fréttir Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið mun fleiri sjúklinga. 28. ágúst 2017 10:36 Kann að hafa banað á annað hundrað sjúklinga sinna Saksóknarar í Þýskalandi segja að þýski hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel kunni að hafa drepið fjölda sjúklinga sinna. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi hefur viðurkennt að hafa orðið hundrað sjúklingum sínum að bana. Réttarhöld í máli mannsins hófust í þýsku borginni Oldenburg í morgun. Saksóknarar segja hinn 41 árs Niels Högel hafa gefið sjúklingunum banvæna lyfjaskammta, en hann gerði þetta á tveimur sjúkrahúsum í norðurhluta Þýskalands þar sem hann starfaði. Saksóknarar segja ástæðu mannsins fyrir að gefa sjúklingum lyfjaskammtana, hafi verið að gangast í augun á samstarfsfólki með því að endurlífga sjúklinga sem hann hafði eitrað fyrir.Afplánar nú þegar lífstíðardóm Högel afplánar nú þegar lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sjúklungum að bana. Talið er að hann hafi banað alls 36 sjúklingum í Oldenburg og 64 í Delmenhorst á árunum 1999 til 2005. Þegar dómari spurði Högel í morgun hvort það sem fram kæmi í ákæru væri satt sagði Högel svo „nokkurn veginn“ vera.Mesti raðmorðingi eftirstríðsáranna Játningin gerir Högel að mesta raðmorðingja Þýskalands eftir síðari heimsstyrjöld. Talið er að hann kunni að hafa orðið fleirum að bana, en lík fjölda mögulegra fórnarlamba voru brennd og því ekki hægt að taka sýni úr líkamsleifum viðkomandi. Upp komst um Högel árið 2005 þegar hann hafði sprautað lyfjum, sem ekki höfðu verið skrifuð út, í sjúkling í Delmenhorst. Árið 2008 var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk svo lífstíðardóm árið 2015 eftir að hafa verið fundinn sekur um tvö manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Í kjölfarið var ákveðið að taka sýni úr líkamsleifum um 130 sjúklinga sem höfðu verið í hans umsjá. Búist er við að réttarhöldin standi fram í maí á næsta ári.
Þýskaland Tengdar fréttir Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið mun fleiri sjúklinga. 28. ágúst 2017 10:36 Kann að hafa banað á annað hundrað sjúklinga sinna Saksóknarar í Þýskalandi segja að þýski hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel kunni að hafa drepið fjölda sjúklinga sinna. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið mun fleiri sjúklinga. 28. ágúst 2017 10:36
Kann að hafa banað á annað hundrað sjúklinga sinna Saksóknarar í Þýskalandi segja að þýski hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel kunni að hafa drepið fjölda sjúklinga sinna. 9. nóvember 2017 13:00