Sannfærður um velgengni í Japan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. október 2018 07:30 „Ég stjórna nær aldrei flutningi á verkum sem mér líka ekki,“ segir Ashkenazy. Fréttablaðið/Ernir Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin ferðast til Asíu og verða haldnir tónleikar í öllum helstu borgum Japans, m.a. í Tókýó, Kyoto, Sapporo og Hamamatsu. Nær uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Japan. Stjórnandi í ferðinni er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann segir æ meiri áhuga í Japan á Íslandi. Ashkenazy hefur ótal sinnum komið fram í Japan, sjálfur segist hann ekki hafa tölu á því. „Klassísk tónlist er ekki alls staðar í hávegum höfð en hefur sterkan sess í Japan,“ segir hann og hrósar japönskum áheyrendum.Dásamlegur Þorkell Á efnisskrá hljómsveitarinnar verða píanókonsertar nr. 2 eftir Rakhmanínov og Chopin, og sinfóníur nr. 2 eftir Sibelius og Rakhmanínov og Jökulljóð eftir Þorkel Sigurbjörnsson. „Þar sem hljómsveitin kemur frá Íslandi fannst mér mikilvægt að flytja að minnsta kosti eitt verk eftir eitt dásamlegasta tónskáld sem Íslendingar hafa átt,“ segir Ashkenazy. Þegar blaðamaður spyr hvort hann haldi að japanskir áheyrendur muni hrífast af verki Þorkels segist hann vona það og bætir við: „Ef ég væri ekki hrifinn af þessu verki myndi ég ekki stjórna flutningi á því. Ég stjórna nær aldrei flutningi á verkum sem mér líka ekki.“ Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja hvaða verk honum líki ekki og fær svarið: „Ég get ekki svarað því núna, ég myndi þurfa að hugsa mig um í tíu mínútur.“ Hann segist trúa því að góð tónlist geti komist nálægt því að hafa lækningamátt. „Í hugum sumra er tónlist bara skemmtun og fyrir öðrum mikilvæg tilfinningaleg upplifun. Þetta fer eftir fólki en ég held að í sumum tilvikum komist hún nálægt því að hafa lækningamátt.“Snilldar píanóleikur Einleikari á tónleikunum í Japan er japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii (Nobu) sem er einn vinsælasti einleikari þar í landi. Hann er blindur. „Það eru nokkur dæmi um að blint fólk nái að þróa hæfileika sína þannig að það nær snilldartökum á hljóðfæraleik. Nobu er dæmi um það. Við höfum unnið saman áður og hann er kær vinur, ákaflega hlýr og greindur maður. Samvinna er aldrei auðveld en það er mun auðveldara að vinna með honum en mörgum öðrum sem ég gæti nefnt,“ segir Ashkenazy.Frábær hljómsveit Hann segir Sinfóníuhljómsveit Íslands vera frábæra. „Þegar ég kom fyrst til Íslands fyrir fjörutíu árum var þetta lítil hljómsveit með nánast enga reynslu af erlendu samstarfi. Ég naut þess samt mjög að starfa með hljómsveitinni og var snortinn vegna þess hversu vel allt þetta dásamlega fólk á Íslandi tók á móti mér. Mér fannst ég tilheyra Íslandi, konan mín er íslensk og við komum hingað til lands með reglulegu millibili. Svo kom að því að sinfónían var efld og þar lagði ríkisstjórnin sitt af mörkum. Nú er Sinfóníuhljómsveitin í háum gæðaflokki, eins og unnendur klassískrar tónlistar um allan heim vita. Hljómsveitin er mjög vel undirbúin fyrir þessa Japansferð og ég er alveg viss um að henni mun takast vel upp. Japanar vita ekki við hverju er að búast af sinfóníuhljómsveit frá Íslandi en ég er sannfærður um að þeir eiga eftir að verða stórhrifnir.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin ferðast til Asíu og verða haldnir tónleikar í öllum helstu borgum Japans, m.a. í Tókýó, Kyoto, Sapporo og Hamamatsu. Nær uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Japan. Stjórnandi í ferðinni er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann segir æ meiri áhuga í Japan á Íslandi. Ashkenazy hefur ótal sinnum komið fram í Japan, sjálfur segist hann ekki hafa tölu á því. „Klassísk tónlist er ekki alls staðar í hávegum höfð en hefur sterkan sess í Japan,“ segir hann og hrósar japönskum áheyrendum.Dásamlegur Þorkell Á efnisskrá hljómsveitarinnar verða píanókonsertar nr. 2 eftir Rakhmanínov og Chopin, og sinfóníur nr. 2 eftir Sibelius og Rakhmanínov og Jökulljóð eftir Þorkel Sigurbjörnsson. „Þar sem hljómsveitin kemur frá Íslandi fannst mér mikilvægt að flytja að minnsta kosti eitt verk eftir eitt dásamlegasta tónskáld sem Íslendingar hafa átt,“ segir Ashkenazy. Þegar blaðamaður spyr hvort hann haldi að japanskir áheyrendur muni hrífast af verki Þorkels segist hann vona það og bætir við: „Ef ég væri ekki hrifinn af þessu verki myndi ég ekki stjórna flutningi á því. Ég stjórna nær aldrei flutningi á verkum sem mér líka ekki.“ Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja hvaða verk honum líki ekki og fær svarið: „Ég get ekki svarað því núna, ég myndi þurfa að hugsa mig um í tíu mínútur.“ Hann segist trúa því að góð tónlist geti komist nálægt því að hafa lækningamátt. „Í hugum sumra er tónlist bara skemmtun og fyrir öðrum mikilvæg tilfinningaleg upplifun. Þetta fer eftir fólki en ég held að í sumum tilvikum komist hún nálægt því að hafa lækningamátt.“Snilldar píanóleikur Einleikari á tónleikunum í Japan er japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii (Nobu) sem er einn vinsælasti einleikari þar í landi. Hann er blindur. „Það eru nokkur dæmi um að blint fólk nái að þróa hæfileika sína þannig að það nær snilldartökum á hljóðfæraleik. Nobu er dæmi um það. Við höfum unnið saman áður og hann er kær vinur, ákaflega hlýr og greindur maður. Samvinna er aldrei auðveld en það er mun auðveldara að vinna með honum en mörgum öðrum sem ég gæti nefnt,“ segir Ashkenazy.Frábær hljómsveit Hann segir Sinfóníuhljómsveit Íslands vera frábæra. „Þegar ég kom fyrst til Íslands fyrir fjörutíu árum var þetta lítil hljómsveit með nánast enga reynslu af erlendu samstarfi. Ég naut þess samt mjög að starfa með hljómsveitinni og var snortinn vegna þess hversu vel allt þetta dásamlega fólk á Íslandi tók á móti mér. Mér fannst ég tilheyra Íslandi, konan mín er íslensk og við komum hingað til lands með reglulegu millibili. Svo kom að því að sinfónían var efld og þar lagði ríkisstjórnin sitt af mörkum. Nú er Sinfóníuhljómsveitin í háum gæðaflokki, eins og unnendur klassískrar tónlistar um allan heim vita. Hljómsveitin er mjög vel undirbúin fyrir þessa Japansferð og ég er alveg viss um að henni mun takast vel upp. Japanar vita ekki við hverju er að búast af sinfóníuhljómsveit frá Íslandi en ég er sannfærður um að þeir eiga eftir að verða stórhrifnir.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira