Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2018 11:38 Magnus Carlsen og Fabiano Caruana. Getty/Tristan Fewings Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. Þetta er í fyrsta skipti frá því Bobby Fischer mætti Boris Spassky í Reykjavík sem Bandaríkjamaður keppir um heimsmeistaratitilinn. Undrabarnið Magnús Carlsen varð heimsmeistari í skák árið 2013 þegar hann vann þáverandi heimsmeistara Viswanathan Anand í heimalandi hins síðarnefnda Indlandi. Þá var Carlsen aðeins 23 ára en hann varð stórmeistari þrettán ára en enginn hefur náð jafn mörgum ELO stigum og hann eða 2.882 stigum sem hann náði árið 2014. Tefldar verða tólf skákir á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum og ber sá sigur úr bítum sem fyrstur nær sex og hálfum vinningi. Skákmeistararnir tefldu í New Jersey árið 2016.Getty/Paul Zimmerman Áberandi næst bestur Það er margt sögulegt við einvígið í Lundúnum. Það þarf að fara aftur til þess tíma þegar Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov voru að keppa um titilinn að tveir stigahæstu skákmenn heims etja kappi um titilinn. Aldrei hafa meðalstigin verið hærri í heimsmeistaraeinvígi en Carlsen er nú með 2.835 ELO stig og áskorandinn Caruana með 2.832 stig. Þá hefur Bandaríkjamaður ekki teflt um heimsmeistaratitilinn frá því Bobby Fischer varð heimsmeistari eftir einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir að hinn 26 ára gamli Caruana sé sá skákmaður í heiminum sem helst geti velkt hinum 28 ára gamla norska heimsmeistara undir uggum. „Já, hann er náttúrlega sá sem er áberandi næst bestur í dag að flestir telja.hann er fæddur í Bandaríkjunum og flutti svo til Evrópu og var á tímabili með ítalskan ríkisborgararétt en er snúinn aftur til Bandaríkjanna. Hann er mikil ógn fyrir Carlsen og sannarlega sá sem flestir telja að geti veitt honum mesta samkeppni,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir Teflt í tvo daga og hvílt á þeim þriðja Caruana eigi glæstan feril og hafi unnið hvert mótið á fætur öðru að undanförnu og á síðustu mánuðum hafi hann teflt betur en Carlsen. Þeir séu þó ekki ólíkir skákmenn. „Nei, ég myndi segja að þeir væru frekar líkir. Styrkleikar Carlesen liggja hins vegar í því að hann er ótrúlega taugalaus. Caruana reyndar líka en Carlsen er ótrúlega góður í styttri skákum. Þannig að ef það verður jafnt í einvíginu held ég að flestir telji að Carlsen vinni framlenginguna, eða bráðabanann,” segir Gunnar. En ef jafnt verður á með Carlsen og Caruana að loknum tólf skákum tefla þeir bráðabana þar sem umhugsunarfresturinn verður styttri. Allar skákirnar hefjast klukkan þrjú og teflt í tvo daga og hvílt á þriðja degi. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sendir út beint frá einvíginu. Ísland kemur örlítið við sögu í einvíginu í gegnum Jóhann Hjartarson stórmeistara, sem flestir vona þó að muni hafa lítið að gera. „Hann er í áfrýjunarnefnd mótsins. Sú nefnd tekur á því ef men kæra einhverja ákvörðun skákstjóra eða ef eitthvað gerist. Þá þarf Jóhann að grípa inn í. Gott að hafa stórmeistara sem hefur komist jafn langt og Jóhann og hann er auðvitað lögfræðingur líka,“ segir Gunnar Björnsson. Bandaríkin Noregur Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. Þetta er í fyrsta skipti frá því Bobby Fischer mætti Boris Spassky í Reykjavík sem Bandaríkjamaður keppir um heimsmeistaratitilinn. Undrabarnið Magnús Carlsen varð heimsmeistari í skák árið 2013 þegar hann vann þáverandi heimsmeistara Viswanathan Anand í heimalandi hins síðarnefnda Indlandi. Þá var Carlsen aðeins 23 ára en hann varð stórmeistari þrettán ára en enginn hefur náð jafn mörgum ELO stigum og hann eða 2.882 stigum sem hann náði árið 2014. Tefldar verða tólf skákir á heimsmeistaraeinvíginu í Lundúnum og ber sá sigur úr bítum sem fyrstur nær sex og hálfum vinningi. Skákmeistararnir tefldu í New Jersey árið 2016.Getty/Paul Zimmerman Áberandi næst bestur Það er margt sögulegt við einvígið í Lundúnum. Það þarf að fara aftur til þess tíma þegar Sovétmennirnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov voru að keppa um titilinn að tveir stigahæstu skákmenn heims etja kappi um titilinn. Aldrei hafa meðalstigin verið hærri í heimsmeistaraeinvígi en Carlsen er nú með 2.835 ELO stig og áskorandinn Caruana með 2.832 stig. Þá hefur Bandaríkjamaður ekki teflt um heimsmeistaratitilinn frá því Bobby Fischer varð heimsmeistari eftir einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir að hinn 26 ára gamli Caruana sé sá skákmaður í heiminum sem helst geti velkt hinum 28 ára gamla norska heimsmeistara undir uggum. „Já, hann er náttúrlega sá sem er áberandi næst bestur í dag að flestir telja.hann er fæddur í Bandaríkjunum og flutti svo til Evrópu og var á tímabili með ítalskan ríkisborgararétt en er snúinn aftur til Bandaríkjanna. Hann er mikil ógn fyrir Carlsen og sannarlega sá sem flestir telja að geti veitt honum mesta samkeppni,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir Teflt í tvo daga og hvílt á þeim þriðja Caruana eigi glæstan feril og hafi unnið hvert mótið á fætur öðru að undanförnu og á síðustu mánuðum hafi hann teflt betur en Carlsen. Þeir séu þó ekki ólíkir skákmenn. „Nei, ég myndi segja að þeir væru frekar líkir. Styrkleikar Carlesen liggja hins vegar í því að hann er ótrúlega taugalaus. Caruana reyndar líka en Carlsen er ótrúlega góður í styttri skákum. Þannig að ef það verður jafnt í einvíginu held ég að flestir telji að Carlsen vinni framlenginguna, eða bráðabanann,” segir Gunnar. En ef jafnt verður á með Carlsen og Caruana að loknum tólf skákum tefla þeir bráðabana þar sem umhugsunarfresturinn verður styttri. Allar skákirnar hefjast klukkan þrjú og teflt í tvo daga og hvílt á þriðja degi. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sendir út beint frá einvíginu. Ísland kemur örlítið við sögu í einvíginu í gegnum Jóhann Hjartarson stórmeistara, sem flestir vona þó að muni hafa lítið að gera. „Hann er í áfrýjunarnefnd mótsins. Sú nefnd tekur á því ef men kæra einhverja ákvörðun skákstjóra eða ef eitthvað gerist. Þá þarf Jóhann að grípa inn í. Gott að hafa stórmeistara sem hefur komist jafn langt og Jóhann og hann er auðvitað lögfræðingur líka,“ segir Gunnar Björnsson.
Bandaríkin Noregur Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira