Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 09:56 Kaupin á WOW verða í forgrunni á hlutahafafundi Icelandair í lok mánaðarins. Vísir/vilhelm Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. Fundurinn mun fara fram þann 30. nóvember næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica og verða þrjú mál á efnisskránni, sem fela meðal annars í sér heimild til að auka hlutafé Icelandair um næstum milljarð króna að nafnvirði til að fjármagna kaupin. Í tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallarinnar í gærkvöldi er fyrirhuguð dagskrá hluthafafundarins kynnt í þremur liðum: Sú fyrsta er tillaga um samþykki hluthafafundar á kaupum félagsins á öllu hlutafé WOW air hf. Þrátt fyrir að Icelandair hafi undirritað kaupsamning eru viðskiptin háð samþykki hluthafafundar félagsins. Eðli málsins samkvæmt verður því lögð fram tillaga á fundinum um samþykki hluthafanna. Annað mál á dagskrá er tillaga um að stjórn Icelandair Group fái heimild til að auka hlutafé í félaginu um næstum 335 milljónir króna að nafnvirði „með áskrift nýrra hluta“ í félaginu. Útboðsgengið mun koma til með að ráðast af kaupsamningi WOW og Icelandair. Þriðji og síðasti dagskrárliðurinn lýtur að því að veita stjórn Icelandair Group heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 625 milljónir króna og selja í útboði. Stefnt er að því að hlutirnir, að hluta eða öllu leyti, verði boðnir þeim aðilum til kaups sem eru hluthafar í félaginu í dagslok 30. nóvember næstkomandi, daginn sem hluthafafundurinn fer fram. Fallist hluthafafundurinn á tillögurnar þrjár mun hlutafjáraukningin vegna kaupa Icelandair á WOW því nema um 960 milljónum króna. Ef og þegar samþykki fundarins liggur fyrir þarf eftir sem áður samþykki Samkeppniseftirlitsins sem og niðurstöðu úr áreiðanleikakönnun til að kaupin gangi í gegn. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. Fundurinn mun fara fram þann 30. nóvember næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica og verða þrjú mál á efnisskránni, sem fela meðal annars í sér heimild til að auka hlutafé Icelandair um næstum milljarð króna að nafnvirði til að fjármagna kaupin. Í tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallarinnar í gærkvöldi er fyrirhuguð dagskrá hluthafafundarins kynnt í þremur liðum: Sú fyrsta er tillaga um samþykki hluthafafundar á kaupum félagsins á öllu hlutafé WOW air hf. Þrátt fyrir að Icelandair hafi undirritað kaupsamning eru viðskiptin háð samþykki hluthafafundar félagsins. Eðli málsins samkvæmt verður því lögð fram tillaga á fundinum um samþykki hluthafanna. Annað mál á dagskrá er tillaga um að stjórn Icelandair Group fái heimild til að auka hlutafé í félaginu um næstum 335 milljónir króna að nafnvirði „með áskrift nýrra hluta“ í félaginu. Útboðsgengið mun koma til með að ráðast af kaupsamningi WOW og Icelandair. Þriðji og síðasti dagskrárliðurinn lýtur að því að veita stjórn Icelandair Group heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 625 milljónir króna og selja í útboði. Stefnt er að því að hlutirnir, að hluta eða öllu leyti, verði boðnir þeim aðilum til kaups sem eru hluthafar í félaginu í dagslok 30. nóvember næstkomandi, daginn sem hluthafafundurinn fer fram. Fallist hluthafafundurinn á tillögurnar þrjár mun hlutafjáraukningin vegna kaupa Icelandair á WOW því nema um 960 milljónum króna. Ef og þegar samþykki fundarins liggur fyrir þarf eftir sem áður samþykki Samkeppniseftirlitsins sem og niðurstöðu úr áreiðanleikakönnun til að kaupin gangi í gegn.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15
Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30