Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2018 20:30 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúar Árneshrepps á Ströndum þurfa að aka lengst allra landsmanna á malarvegi til að komast heim til sín og lokast auk þessi inni mánuðum saman yfir veturinn vegna ófærðar. Oddvitinn segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Árneshreppsbúar gætu átt þann vafasama heiður, kannski ásamt íbúum Mjóafjarðar fyrir austan, að búa við verstu vegasamgöngur á Íslandi. Og engir þurfa að aka jafn langan malarveg heim til sín eins og þeir á Ströndum, eða 62 kílómetra milli Bjarnarfjarðar og Norðurfjarðar. Verstur er þó kaflinn um Veiðileysuháls. Þar snýst málið um að rjúfa vetrareinangrun enda búa íbúar hreppsins við þá fáheyrðu stöðu að geta lokast inni í allt að þrjá mánuði á ári.Frá veginum um Veiðileysuháls.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn Eva Sigurbjörnsdóttir rifjar upp að ítrekað hafi verið lofað úrbótum. „Veiðileysuhálsinn er búinn að vera eitthvert olnbogabarn sem aldrei hefur fengið það sem til átti að taka. 2008 var búið að leggja fyrir ákveðna upphæð sem átti að nota og svo átti að koma samskonar upphæð 2009, og þá átti að vinna úr því. 2009, sko! En þá kom hrunið og allt var skorið niður við trog,” segir Eva. Svo kom næsta loforð, í samgönguáætlun 2015-2018 var gert ráð fyrir 700 milljónum króna í Veiðileysuháls árið 2016, en þá gerðist heldur ekki neitt. Og núna er komin samgönguáætlun sem boðar að framkvæmdir hefjist árið 2022. „Þetta er sko blaut tuska í andlitið á öllu þessu fólki. Alltaf erum við að vona. Við misstum frá okkur unga fólkið í stórum stíl árið 2016, bara út af samgöngunum. Það er alveg pottþétt. Það fóru þrír ungir bændur héðan árið 2016 og tveir þeirra voru með börn. Það var bara sorgarferli sem við erum ekkert búin að vinna úr ennþá,“ segir Eva.Fjárflutningabíll ekur í átt að Djúpuvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rifja má upp ákall þriggja barna móður um betri veg í fréttum okkar fyrir sex árum, Elísu Aspar Valgeirsdóttur, skólastjóra Finnbogastaðaskóla. Þessi fimm manna fjölskylda er núna flutt burt og búið að loka skólanum. „Þetta er bara ömurlegt. Það liggur við að maður missi svolítið kjarkinn. Þetta eru algerlega ömurleg skilaboð frá yfirvöldum,“ segir oddviti Árneshrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Tengdar fréttir Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Íbúar Árneshrepps á Ströndum þurfa að aka lengst allra landsmanna á malarvegi til að komast heim til sín og lokast auk þessi inni mánuðum saman yfir veturinn vegna ófærðar. Oddvitinn segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Árneshreppsbúar gætu átt þann vafasama heiður, kannski ásamt íbúum Mjóafjarðar fyrir austan, að búa við verstu vegasamgöngur á Íslandi. Og engir þurfa að aka jafn langan malarveg heim til sín eins og þeir á Ströndum, eða 62 kílómetra milli Bjarnarfjarðar og Norðurfjarðar. Verstur er þó kaflinn um Veiðileysuháls. Þar snýst málið um að rjúfa vetrareinangrun enda búa íbúar hreppsins við þá fáheyrðu stöðu að geta lokast inni í allt að þrjá mánuði á ári.Frá veginum um Veiðileysuháls.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn Eva Sigurbjörnsdóttir rifjar upp að ítrekað hafi verið lofað úrbótum. „Veiðileysuhálsinn er búinn að vera eitthvert olnbogabarn sem aldrei hefur fengið það sem til átti að taka. 2008 var búið að leggja fyrir ákveðna upphæð sem átti að nota og svo átti að koma samskonar upphæð 2009, og þá átti að vinna úr því. 2009, sko! En þá kom hrunið og allt var skorið niður við trog,” segir Eva. Svo kom næsta loforð, í samgönguáætlun 2015-2018 var gert ráð fyrir 700 milljónum króna í Veiðileysuháls árið 2016, en þá gerðist heldur ekki neitt. Og núna er komin samgönguáætlun sem boðar að framkvæmdir hefjist árið 2022. „Þetta er sko blaut tuska í andlitið á öllu þessu fólki. Alltaf erum við að vona. Við misstum frá okkur unga fólkið í stórum stíl árið 2016, bara út af samgöngunum. Það er alveg pottþétt. Það fóru þrír ungir bændur héðan árið 2016 og tveir þeirra voru með börn. Það var bara sorgarferli sem við erum ekkert búin að vinna úr ennþá,“ segir Eva.Fjárflutningabíll ekur í átt að Djúpuvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rifja má upp ákall þriggja barna móður um betri veg í fréttum okkar fyrir sex árum, Elísu Aspar Valgeirsdóttur, skólastjóra Finnbogastaðaskóla. Þessi fimm manna fjölskylda er núna flutt burt og búið að loka skólanum. „Þetta er bara ömurlegt. Það liggur við að maður missi svolítið kjarkinn. Þetta eru algerlega ömurleg skilaboð frá yfirvöldum,“ segir oddviti Árneshrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Tengdar fréttir Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32 Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lokuð inni í þrjá mánuði - ekki réttlátt Íbúar Árneshrepps mega búast við að vera innilokaðir í þrjá mánuði í vetur þar sem stjórnvöld ætla ekki að kosta snjómokstur. Ung móðir sem nýlega flutti í hreppinn segir bættar vegasamgöngur númer eitt, tvö og þrjú. 25. nóvember 2012 19:32
Finnst dásamlegt að vera í Árneshreppi Kynslóðaskipti á tveimur bæjum í Trékyllisvík og fjölgun barna í skólanum á Finnbogastöðum hafa kveikt vonarneista um framtíð byggðar í Árneshreppi á Ströndum. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 18. nóvember 2012 21:07