Vaxandi vandi Repúblikanaflokksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. nóvember 2018 12:15 Frá kjörstað. vísir/getty Kosningarnanar í Bandaríkjunum, þar sem Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins, Repúblikanar héldu öldungadeildinni og flokkarnir fengu báðir stóra ríkisstjórastóla, sýna að Repúblikanaflokkurinn á við lýðfræðilegan vanda að stríða. Repúblikanar töluðu sjálfir um þennan vanda á árunum sem liðu frá því Mitt Romney tapaði forsetakosningum gegn Obama 2012 og fram að sigri Donalds Trump árið 2016 að flokkurinn þyrfti að bregðast við fjölgun rómanskættaðra kjósenda. En það sem stóð einna helst upp úr á kosninganóttinni er að nú hafa Demókratar skapað sér sterka stöðu í úthverfum bandarískra borga. Demókratar unnu fulltrúadeildarsæti í úthverfum víða um land. Ekki bara í kjördæmum sem Repúblikanar höfðu áhyggjur af og vissu trúlega að myndu tapast heldur meira að segja náði flokkurinn að sigra óvænt í erfiðari kjördæmum.Eins og sjá má á meðfylgjandi töflum, sem byggðar eru á útgönguspám gerðum á þriðjudag, eru Repúblikanar bara með yfirhöndina í dreifbýli. Þaðan koma mun færri kjósendur en frá borgum og bilið fer breikkandi. Þá eru Repúblikanar einnig sterkir á meðal hvítra kjósenda. Þótt sigur Trumps hafi létt á áhyggjum Repúblikana af þróun bandarísks samfélags mega þeir ekki við því að hundsa vandann. Konur eru að fjarlægjast Repúblikana. Í umfjöllun Cook Political Report frá því í vor segir að konum sem aðhyllast Demókrata hafi fjölgað um fjögur prósentustig frá árinu 2015. Manntalsstofnun Bandaríkjanna birti greiningu á framtíðarhorfum í vor. Þar mátti sjá að miðað við þróun undanfarinna áratuga mun hlutfall hvítra af heildaríbúafjölda minnka úr 61,3 prósentum árið 2016 í 55,8 prósent árið 2030 og svo 44,3 prósent árið 2060. Rómönskum mun á móti fjölga úr 17,8 prósentum í 21,1 prósent árið 2030 og 27,5 prósent árið 2060. Svörtum Bandaríkjamönnum, asískættuðum og öðrum mun sömuleiðis fjölga. Þótt útgönguspár séu ófullkomnar er vert að hafa í huga að miðað við þær, og greiningu manntalsstofnunarinnar, virðist nauðsynlegt fyrir Repúblikana að aðlaga sig breyttum tímum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Kosningarnanar í Bandaríkjunum, þar sem Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild þingsins, Repúblikanar héldu öldungadeildinni og flokkarnir fengu báðir stóra ríkisstjórastóla, sýna að Repúblikanaflokkurinn á við lýðfræðilegan vanda að stríða. Repúblikanar töluðu sjálfir um þennan vanda á árunum sem liðu frá því Mitt Romney tapaði forsetakosningum gegn Obama 2012 og fram að sigri Donalds Trump árið 2016 að flokkurinn þyrfti að bregðast við fjölgun rómanskættaðra kjósenda. En það sem stóð einna helst upp úr á kosninganóttinni er að nú hafa Demókratar skapað sér sterka stöðu í úthverfum bandarískra borga. Demókratar unnu fulltrúadeildarsæti í úthverfum víða um land. Ekki bara í kjördæmum sem Repúblikanar höfðu áhyggjur af og vissu trúlega að myndu tapast heldur meira að segja náði flokkurinn að sigra óvænt í erfiðari kjördæmum.Eins og sjá má á meðfylgjandi töflum, sem byggðar eru á útgönguspám gerðum á þriðjudag, eru Repúblikanar bara með yfirhöndina í dreifbýli. Þaðan koma mun færri kjósendur en frá borgum og bilið fer breikkandi. Þá eru Repúblikanar einnig sterkir á meðal hvítra kjósenda. Þótt sigur Trumps hafi létt á áhyggjum Repúblikana af þróun bandarísks samfélags mega þeir ekki við því að hundsa vandann. Konur eru að fjarlægjast Repúblikana. Í umfjöllun Cook Political Report frá því í vor segir að konum sem aðhyllast Demókrata hafi fjölgað um fjögur prósentustig frá árinu 2015. Manntalsstofnun Bandaríkjanna birti greiningu á framtíðarhorfum í vor. Þar mátti sjá að miðað við þróun undanfarinna áratuga mun hlutfall hvítra af heildaríbúafjölda minnka úr 61,3 prósentum árið 2016 í 55,8 prósent árið 2030 og svo 44,3 prósent árið 2060. Rómönskum mun á móti fjölga úr 17,8 prósentum í 21,1 prósent árið 2030 og 27,5 prósent árið 2060. Svörtum Bandaríkjamönnum, asískættuðum og öðrum mun sömuleiðis fjölga. Þótt útgönguspár séu ófullkomnar er vert að hafa í huga að miðað við þær, og greiningu manntalsstofnunarinnar, virðist nauðsynlegt fyrir Repúblikana að aðlaga sig breyttum tímum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36