Með flóknari samrunamálum hér á landi Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 6. nóvember 2018 07:15 Tilkynnt var um kaup Icelandair á WOW air í gær en kaupin eru meðal annars háð skilyrði Samkeppniseftirlitsins. vísir/vilhelm „Þetta er með flóknari samrunum til þess að eiga við,“ segir Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, um kaup Icelandair Group á WOW air. Því sé spurning hvort Samkeppniseftirlitið vísi málinu til eftirlitsstofnunar EFTA sem taki það til ítarlegrar skoðunar í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Það væri einfaldast að gera það af því að það eru svo margir markaðir í Evrópu sem koma við sögu í málinu. Hver flugleið – borg til borgar – er sérstakur markaður sem þarf að rannsaka nánar,“ nefnir Eggert. Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. Samkeppniseftirlitið hefur í nokkrum tilfellum fallist á slík sjónarmið.Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti.Eggert segir að jafnvel þótt Icelandair byggi á því að WOW sé félag á fallanda fæti í skilningi samkeppnisréttar þá verði samkeppnisyfirvöld samt sem áður að kanna hvort önnur félög séu tilbúin til þess að taka yfir flugleiðir eða flugvélastæði WOW áður en kaupin verði samþykkt. Ekki sé sjálfgefið að Icelandair fái að eignast að fullu leiðir eða stæði WOW. Í því sambandi bendir Eggert á að Lufthansa hafi í fyrra þurft að gefa nokkur stæði eftir til þess að kaup félagsins á eignum Air Berlin hlytu náð fyrir augum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, bendir á að samanlögð markaðshlutdeild flugfélaganna tveggja sé um 80 prósent á Keflavíkurflugvelli og „undir venjulegum kringumstæðum hefði maður haldið að eftirlitið legði ekki blessun sína yfir slíkt,“ nefnir hann. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
„Þetta er með flóknari samrunum til þess að eiga við,“ segir Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, um kaup Icelandair Group á WOW air. Því sé spurning hvort Samkeppniseftirlitið vísi málinu til eftirlitsstofnunar EFTA sem taki það til ítarlegrar skoðunar í samráði við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. „Það væri einfaldast að gera það af því að það eru svo margir markaðir í Evrópu sem koma við sögu í málinu. Hver flugleið – borg til borgar – er sérstakur markaður sem þarf að rannsaka nánar,“ nefnir Eggert. Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. Samkeppniseftirlitið hefur í nokkrum tilfellum fallist á slík sjónarmið.Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti.Eggert segir að jafnvel þótt Icelandair byggi á því að WOW sé félag á fallanda fæti í skilningi samkeppnisréttar þá verði samkeppnisyfirvöld samt sem áður að kanna hvort önnur félög séu tilbúin til þess að taka yfir flugleiðir eða flugvélastæði WOW áður en kaupin verði samþykkt. Ekki sé sjálfgefið að Icelandair fái að eignast að fullu leiðir eða stæði WOW. Í því sambandi bendir Eggert á að Lufthansa hafi í fyrra þurft að gefa nokkur stæði eftir til þess að kaup félagsins á eignum Air Berlin hlytu náð fyrir augum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, bendir á að samanlögð markaðshlutdeild flugfélaganna tveggja sé um 80 prósent á Keflavíkurflugvelli og „undir venjulegum kringumstæðum hefði maður haldið að eftirlitið legði ekki blessun sína yfir slíkt,“ nefnir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30
Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15
Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30