Landsliðsframherjinn var ekki í landsliðshópnum fyrir leikina tvo í október vegna meiðsla og hann tók ekki þátt í sigri Reading á Bristol City í gær.
Hann sagði frá því á Twitter í dag að hann væri beinbrotinn.
„Ég spilaði í gegnum mikinn sársauka síðustu vikur. Ég fór til sérfræðings sem fann út úr því að það var brotið bein neðarlega í bakinu,“ sagði Selfyssingurinn.
„Ég veit ekki hvað það er með mig og meiðsli undanfarið. Ég er mjög vonsvikinn en þetta er víst erfiði hluti íþróttarinnar. Ég kem til baka sterkari.“
Ekki kom fram í færslu Jóns Daða hversu lengi hann verður frá en þessi tíðindi þýða að litlar líkur eru á því að hann verði í íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni og vináttuleikinn við Katar um miðjan mánuðinn. Hópurinn ætti venju samkvæmt að vera tilkynntur í næstu viku.
Been playing with alot of pain in the last couple of weeks. After seeing a specialist. We found out that I have broken a bone in my lower back.
Don’t know what it is with me and injuries lately.. Really dissapointed. It’s a harsh part of the sport I guess. I’ll come back better.
— Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) November 4, 2018