Margir standa í þakkarskuld við hina "sönnu drottningu Norðurlands“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2018 16:45 Stúlla með vini sínum Sigga Hlö. Sigurður Hlöðversson Þjóðþekktir Íslendingar minnast Ingibjargar Bjarnadóttur, betur þekkt sem hinn þjóðþekkti ráðgjafi og spámiðill Stúlla, sem lést eftir erfið veikindi í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi þann 4. nóvember. Útför hennar fór fram í Akureyrarkirkju í gær og var mikið fjölmenni viðstatt. Enda var Stúlla vinamörg og hafði hjálpað mörgum á lífsleiðinni. Stúlla Bjarna ólst upp á Brekkugötunni í miðbæ Akureyrar og sleit þar barnsskónum. Hún hóf búskap snemma, fyrst í Reykjavík en flutti svo aftur á heimaslóðir til Akureyrar. Þar stundaði hún verkamannavinnu og verslunarstörf auk þess að læra smurbrauðsgerð. Í áratug bjó Stúlla á Ítalíu þar sem hún kynnti sér menningu og matargerð Ítala og hóf ráðgjafarstörf fyrir einstaklinga, íþróttafólkog félög sem hún sinnti til dauðadags. Stúlla hafði vetursetu á Kanaríeyjum hin seinni ár ásamt því að búa á Akureyri.Stúlla var alltaf glæsileg til fara, með rauðan varalit og með pakka af filterslausum Camel.Rauður varalitur og filterslaus Camel Stúllu er minnst í minningargreinum í fjölmiðlum sem samfélagsmiðlum. Fer ekki fram hjá neinum að þar fór kona sem snerti hjörtu margra. Vinamörg og vinur vina sinna, jákvæð, heimshornakona með fágðan smekk, andans kona sem trúði á framhaldslíf og með fágæta skyggnigáfu sem hún gaf ómælt af. Hún var alltaf á tveimur stöðum, hérna megin og hinum megin. Með rauðan varalit og reykti filterslausan Camel. Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður á Bylgjunni, er einn þeirra sem minnist yndislegrar vinkonu. „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga margar góðar konur í mínu lífi en Stúlla var einstök og sönn Drottning. Hún er ein af þeim konum sem hefur lesið mig algerlega sem opna bók og hefur hjálpað mér mikið í þeim mótbárum sem ég hef lent í í lífinu. Stúlla var eftirtektarverð og útlitið skipti öllu máli. Með Stúllu í kringum sig var ekki hægt að drífa hlutina áfram, nei það þurfti bara að slaka á, anda rólega, stoppa á leiðinni og kaupa sígó, Camel filterslausar og nóg af þeim, kaupa sokkabuxur, jafnvel kaupa Lottóseðil, þá er ég að tala um á leiðinni á djammið! En svona eru bara sannar Drottningar, láta hafa fyrir sér og í kringum Stúllu þá hreinlega reyndi maður ekki að ýta henni áfram. Maður þurfti bara að styðja hana oft því hún var alltaf á háum hælum og á litlum göngutúr þurfti kannski að laga varalitinn tvisvar. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum saman og oftar en ekki var Valdís heitin Gunnarsdóttir útvarpsdrottning með okkur að fíflast og lifa lífinu til fulls,“ segir Siggi. Fjölskyldan sé sannarlega ríkari að hafa kynnast hinni sönnu Drottningu Norðurlands. Hrafn, sonur Valdísar heitinnar, minnist sömuleiðis Stúllu. „Vinátta hennar og mömmu var magnaður, og ég sé það í dag hversu mikill partur hún var í lífi mínu og mömmu, Þegar mamma dó þá var hún hjá mér og studdi við bakið á mér eins og klettur og hjálpaði mér í gegnum missir minn. Hún á stóran part í því hver ég er í dag og hvað ég hef náð langt.“Sævar Jónsson.Vísir/Anton BrinkSagði hlutina eins og þeir voru Stúlla ráðlagði mörgum íþróttamanninum og margir sem heiðruðu hana á fimmtugsafmælinu sem fram fór í félagsheimi Þórs í desember árið 2000. Knattspyrnukappinn og verslunarmaðurinn Sævar Jónsson minnist Stúllu. „Stúlla hafði hæfileika sem við fæst höfum og bar það ekkert sértaklega á torg, en þeir sem þekktu hana vissu af hennar hæfileikum, hún var kölluð miðill, spákona eða galdrakona í gamansömum tón. Fyrir okkur var hún bara Stúlla og vinur okkar sem var alltaf hægt að leita til. Hún hjálpaði mörgum í erfiðum aðstæðum sem tóku oft mjög á hana. Fjölmiðlar leituðu til hennar til að fá hana til viðtals en það þáði hún aldrei enda ekki í leit að neinum frama fyrir sjálfa sig í þessum málum frekar en öðrum, hún hafði frekar hljótt um sig þó að hún hefði verið áberandi persóna. Þetta kann að hljóma mótsagnakennt en engu að síður staðreynd,“ segir Sævar.Þórsvöllur í Þorpinu á Akureyri en margt íþróttafólk á Norðurlandi naut góðs af ráðgjöf Stúllu.vísir/auðunnGaf íþróttafólki góð ráð Stúlla hafi haft ákveðnar skoðanir að sögn Sævars og ekki farið ótroðnar slóðir í þeim efnum. Gaf lítið fyrir upphrópanir annarra sem höfðu litla innistæðu fyrir þeim, fór ekkert í kringum málefnin og sagði hlutina eins og þeir voru en ekki eins og fólk vildi heyra þá. „Ég minnist þess aldrei að hafa heyrt hana tala um þriðja aðila varðandi mál sem voru á hennar borði. Hún var mjög trygg viðmælendum sínum. Við Stúlla ræddum um öll málefni sem komu upp í daglegu lífi okkar, hvort sem það var fótbolti, viðskipti, þjóðmál eða ýmis önnur mál. Alltaf hafði hún innlegg í umræðuna sem maður tók eftir að var ekki bara innantómt hjal heldur var innistæða fyrir, hún vissi sínu viti.“ Þá er þekkt að þjálfarar leituðu stundum til Stúllu um ráð. Kristján Guðmundsson, sem í dag þjálfar kvennalið Stjörnunnar, var einn þeirra og nutu leikmenn knattspyrnuliðs Þórs á sínum tíma ráðgjafar frá Stúllu, ýmist símleiðis eða fóru í heimsókn til hennar. Og íþróttafólk í fleiri greinum naut aðstoðar Stúllu.Benedikt Einarsson lögmaður minnist yndislegrar vinkonu.Standa margir í þakkarskuld Benedikt Einarsson, lögmaður og fjárfestir, rifjar upp stuðning Stúllu þegar hann var efnilegur dansari á árum áður. „Stúlla aðstoðaði okkur þá við andlegan undirbúning, bæði fyrir og á keppnismótum. Við náðum miklum árangri á þeim vettvangi og Stúlla átti sinn þátt í því. Ég hélt sambandi við Stúllu fram til dauðadags. Það var alltaf gott að leita ráða hjá henni ef mikið lá við – þá var hægt að fara yfir málin og fá aðra sýn á hlutina.“ Hann segir Stúllu skilja eftir fingraför víða í samfélaginu. „Í áratugi aðstoðaði hún af fórnfýsi fólk á öllum sviðum lífsins til að ná árangri og markmiðum sínum. Hún vann mikið með afreksfólki í íþróttum, stjórnendum fyrirtækja og hverjum þeim sem þarfnaðist stuðnings eða sáluhjálpar vegna veikinda eða áfalla. Það standa margir í þakkarskuld við Stúllu.“Bjarni Ákason kallar Stúllu norðlensku drottninguna.Alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd Bjarni Ákason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Apple á Íslandi, segir Stúllu alltaf hafa verið á tveimur stöðum. Hérna megin og hinum megin. Nú sé hún hinum megin og fari væntanlega að vinna þaðan fljótlega þekki hann Stúllu rétt. „Stúllu kynntist ég í kringum aldamótin þegar einhver vildi endilega að ég hitti þennan mikla sjáanda að norðan sem hún vissulega var. Ég hafði nú gaman af að fá fréttir af mér að handan og þegar hún hringdi í mig spurði ég hana oft í gríni hvað væri eiginlega að frétta af mér. Strax frá fyrstu kynnum urðum við góðir vinir og óx sú vinátta með árunum. Við gátum hjálpað hvort öðru þótt hjálpin kæmi úr sitthvorri áttinni. Við áttum margar ógleymanlegar stundir enda Stúlla ótrúlega litskrúðug persóna sem sagði endalausar óborganlegar sögur sem varla eru prenthæfar. Stúlla fór ekki fram hjá neinum.“ Bjarni lýsir skemmtilega heimsókn Stúllu til Kaupmannahafnar fyrir rúmum áratug þar sem hann bjó. Hún hafi komið með tvær töskur. Köbentöskuna og Barcelonatöskuna en þangað var förinni heitið í framhaldinu. „Ég bjó steinsnar frá Café Viktor þar sem ég var búinn að panta borð fyrir mig, hana og konuna mína, en hún á sínum háu hælum gat nú alls ekki labbað þessa fáu metra því steinarnir gætu skemmt skóna. Að sjálfsögðu var pantaður taxi þessa stuttu ferð sem líklega hefur aldrei verið gert í kóngsins Köben, enda norðlenska drottningin sjálf þarna á ferð.“ Bjarni segir Stúllu hafa kunnað að lifa lífinu og alltaf tilbúin að rétta þeim hjálparhönd sem áttu um sárt að binda. „Ég gleymi ekki þegar ég stóð úti í miðri Miðfjarðará og hafði ekki séð fisk stökkva þá vaktina, viti menn hringir ekki Stúlla og spyr hvað ég sé að gera. Ég geri henni grein fyrir því og ber mig aumlega, hún segist nú geta reddað því, hún ætli að hafa samband við látinn frænda sinn, hann Skúla, sem hafði alltaf veitt í Hrútafjarðará hér á árum áður. Ég gerði henni grein fyrir því að Hrútafjarðarveiðimaður gæti ekki leiðbeint að handan í Miðfjarðará, hún hélt nú það ... Og viti menn; þegar símtalinu lauk var hann kominn.“Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA, kynntist föðurfjölskyldu sinni fyrir tilstillan Stúllu.Takk Stúlla Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir Stúllu hafa verið mikinn áhrifavald í lífi sínu. Þær voru náfrænkur en kynntust ekki fyrr en Rakel var við þrítugsaldur og nýflutt heim til Íslands út námi erlendis. „Ég fékk skilaboð frá Valdísi heitinni Gunnarsdóttur útvarpskonu um að Stúlla vildi hitta mig. Þetta voru eins og einhvers konar boð frá drottningu. Enda var það svo á þessum tíma að ef þú varst frægur þá þekktir þú Stúllu. Sumum fannst ég meira að segja svolítið merkilegri fyrir það eitt að vera náfrænka hennar. Ég lét samt ekki tilleiðast strax en auðvitað kom að því að við mæltum okkur mót. Svona eins og hún vissi að yrði. Á þessum tíma var ég upptekin af því að fanga lífið og verða fullorðin. Ég var alin upp af mömmu og fósturpabba fyrir vestan og fannst ekkert vanta þótt ég þekkti lítið föðurfjölskylduna. Þessir hlutir voru líka öðruvísi þá. “ Stúlla hafi sagt henni á sinn yfirvegaða hátt að sá tími kæmi að hún þyrfti að vita hver hún væri og hvaða. „Hún fór ekkert of hratt í þetta en smátt og smátt var hún búin að teikna upp mynd af ömmum og öfum, frændum og frænkum og fullt af öðru fólki sem hún vildi að ég vissi um. Hún lagði líka áherslu á að ég myndi hitta langafa minn á Svalbarðseyri áður en hann yrði allur. Sem fyrr lét ég ekki tilleiðast strax því þannig er það með ungt fólk á meðan því vanhagar ekki um neitt. En það kom að því að ég fór. Bankaði. Gamall maður opnaði. Við féllumst í faðma og grétum.“ Í framhaldinu hafi Rakel kynnst fleirum úr föðurfjölskyldunni, Stúllu þó mest. „Hún var enn millistykkið, öryggisventillinn og vinkonan. Við áttum margar góðar stundir, fyrir sunnan og fyrir norðan. Meira að segja á Marbella á Spáni rétt áður en hún varð fimmtug. Ég eins og allir fór milljón sinnum á trúnó með Stúllu. Þegar lífið mitt hófst síðan fyrir alvöru fór ég samt að hugsa öðruvísi. Svona eins og Stúlla hafði vitað að ég myndi gera. Allt í einu skipti það mig máli að vera í tengslum við pabba.“ Hún hafi þurft einhverja fullvissu um að börn hennar myndu kynnast fjölskyldunni í föðurleggnum. „Vita að í föðurlegg væri mamma þeirra að norðan. Það sem Stúlla hafði fyrir löngu sagt að myndi skipta mig máli síðar var nú farið að skipta máli. Lífið er nefnilega eins og eitt stórt púsluspil og á meðan við ekki skiljum upp á hár hver við erum eða hvaðan við erum, vantar einhver púsl. Og Stúlla vissi sem var að fyrstu týndu púslin mín þyrfti hún að taka með mér. Í dag kveðjum við þessa mögnuðu konu sem við vitum reyndar öll að var stærri en lífið sjálft. Við grátum minningarnar en huggum okkur við fullvissuna um að nú líði henni vel. Ég kveð með sömu orðum og ég veit að svo mörg ykkar munu grípa til í huganum í dag. Þetta eru ekki mörg orð en þau segja allt sem segja þarf:Takk Stúlla. Andlát Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
Þjóðþekktir Íslendingar minnast Ingibjargar Bjarnadóttur, betur þekkt sem hinn þjóðþekkti ráðgjafi og spámiðill Stúlla, sem lést eftir erfið veikindi í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi þann 4. nóvember. Útför hennar fór fram í Akureyrarkirkju í gær og var mikið fjölmenni viðstatt. Enda var Stúlla vinamörg og hafði hjálpað mörgum á lífsleiðinni. Stúlla Bjarna ólst upp á Brekkugötunni í miðbæ Akureyrar og sleit þar barnsskónum. Hún hóf búskap snemma, fyrst í Reykjavík en flutti svo aftur á heimaslóðir til Akureyrar. Þar stundaði hún verkamannavinnu og verslunarstörf auk þess að læra smurbrauðsgerð. Í áratug bjó Stúlla á Ítalíu þar sem hún kynnti sér menningu og matargerð Ítala og hóf ráðgjafarstörf fyrir einstaklinga, íþróttafólkog félög sem hún sinnti til dauðadags. Stúlla hafði vetursetu á Kanaríeyjum hin seinni ár ásamt því að búa á Akureyri.Stúlla var alltaf glæsileg til fara, með rauðan varalit og með pakka af filterslausum Camel.Rauður varalitur og filterslaus Camel Stúllu er minnst í minningargreinum í fjölmiðlum sem samfélagsmiðlum. Fer ekki fram hjá neinum að þar fór kona sem snerti hjörtu margra. Vinamörg og vinur vina sinna, jákvæð, heimshornakona með fágðan smekk, andans kona sem trúði á framhaldslíf og með fágæta skyggnigáfu sem hún gaf ómælt af. Hún var alltaf á tveimur stöðum, hérna megin og hinum megin. Með rauðan varalit og reykti filterslausan Camel. Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður á Bylgjunni, er einn þeirra sem minnist yndislegrar vinkonu. „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga margar góðar konur í mínu lífi en Stúlla var einstök og sönn Drottning. Hún er ein af þeim konum sem hefur lesið mig algerlega sem opna bók og hefur hjálpað mér mikið í þeim mótbárum sem ég hef lent í í lífinu. Stúlla var eftirtektarverð og útlitið skipti öllu máli. Með Stúllu í kringum sig var ekki hægt að drífa hlutina áfram, nei það þurfti bara að slaka á, anda rólega, stoppa á leiðinni og kaupa sígó, Camel filterslausar og nóg af þeim, kaupa sokkabuxur, jafnvel kaupa Lottóseðil, þá er ég að tala um á leiðinni á djammið! En svona eru bara sannar Drottningar, láta hafa fyrir sér og í kringum Stúllu þá hreinlega reyndi maður ekki að ýta henni áfram. Maður þurfti bara að styðja hana oft því hún var alltaf á háum hælum og á litlum göngutúr þurfti kannski að laga varalitinn tvisvar. Það voru ófáar stundirnar sem við áttum saman og oftar en ekki var Valdís heitin Gunnarsdóttir útvarpsdrottning með okkur að fíflast og lifa lífinu til fulls,“ segir Siggi. Fjölskyldan sé sannarlega ríkari að hafa kynnast hinni sönnu Drottningu Norðurlands. Hrafn, sonur Valdísar heitinnar, minnist sömuleiðis Stúllu. „Vinátta hennar og mömmu var magnaður, og ég sé það í dag hversu mikill partur hún var í lífi mínu og mömmu, Þegar mamma dó þá var hún hjá mér og studdi við bakið á mér eins og klettur og hjálpaði mér í gegnum missir minn. Hún á stóran part í því hver ég er í dag og hvað ég hef náð langt.“Sævar Jónsson.Vísir/Anton BrinkSagði hlutina eins og þeir voru Stúlla ráðlagði mörgum íþróttamanninum og margir sem heiðruðu hana á fimmtugsafmælinu sem fram fór í félagsheimi Þórs í desember árið 2000. Knattspyrnukappinn og verslunarmaðurinn Sævar Jónsson minnist Stúllu. „Stúlla hafði hæfileika sem við fæst höfum og bar það ekkert sértaklega á torg, en þeir sem þekktu hana vissu af hennar hæfileikum, hún var kölluð miðill, spákona eða galdrakona í gamansömum tón. Fyrir okkur var hún bara Stúlla og vinur okkar sem var alltaf hægt að leita til. Hún hjálpaði mörgum í erfiðum aðstæðum sem tóku oft mjög á hana. Fjölmiðlar leituðu til hennar til að fá hana til viðtals en það þáði hún aldrei enda ekki í leit að neinum frama fyrir sjálfa sig í þessum málum frekar en öðrum, hún hafði frekar hljótt um sig þó að hún hefði verið áberandi persóna. Þetta kann að hljóma mótsagnakennt en engu að síður staðreynd,“ segir Sævar.Þórsvöllur í Þorpinu á Akureyri en margt íþróttafólk á Norðurlandi naut góðs af ráðgjöf Stúllu.vísir/auðunnGaf íþróttafólki góð ráð Stúlla hafi haft ákveðnar skoðanir að sögn Sævars og ekki farið ótroðnar slóðir í þeim efnum. Gaf lítið fyrir upphrópanir annarra sem höfðu litla innistæðu fyrir þeim, fór ekkert í kringum málefnin og sagði hlutina eins og þeir voru en ekki eins og fólk vildi heyra þá. „Ég minnist þess aldrei að hafa heyrt hana tala um þriðja aðila varðandi mál sem voru á hennar borði. Hún var mjög trygg viðmælendum sínum. Við Stúlla ræddum um öll málefni sem komu upp í daglegu lífi okkar, hvort sem það var fótbolti, viðskipti, þjóðmál eða ýmis önnur mál. Alltaf hafði hún innlegg í umræðuna sem maður tók eftir að var ekki bara innantómt hjal heldur var innistæða fyrir, hún vissi sínu viti.“ Þá er þekkt að þjálfarar leituðu stundum til Stúllu um ráð. Kristján Guðmundsson, sem í dag þjálfar kvennalið Stjörnunnar, var einn þeirra og nutu leikmenn knattspyrnuliðs Þórs á sínum tíma ráðgjafar frá Stúllu, ýmist símleiðis eða fóru í heimsókn til hennar. Og íþróttafólk í fleiri greinum naut aðstoðar Stúllu.Benedikt Einarsson lögmaður minnist yndislegrar vinkonu.Standa margir í þakkarskuld Benedikt Einarsson, lögmaður og fjárfestir, rifjar upp stuðning Stúllu þegar hann var efnilegur dansari á árum áður. „Stúlla aðstoðaði okkur þá við andlegan undirbúning, bæði fyrir og á keppnismótum. Við náðum miklum árangri á þeim vettvangi og Stúlla átti sinn þátt í því. Ég hélt sambandi við Stúllu fram til dauðadags. Það var alltaf gott að leita ráða hjá henni ef mikið lá við – þá var hægt að fara yfir málin og fá aðra sýn á hlutina.“ Hann segir Stúllu skilja eftir fingraför víða í samfélaginu. „Í áratugi aðstoðaði hún af fórnfýsi fólk á öllum sviðum lífsins til að ná árangri og markmiðum sínum. Hún vann mikið með afreksfólki í íþróttum, stjórnendum fyrirtækja og hverjum þeim sem þarfnaðist stuðnings eða sáluhjálpar vegna veikinda eða áfalla. Það standa margir í þakkarskuld við Stúllu.“Bjarni Ákason kallar Stúllu norðlensku drottninguna.Alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd Bjarni Ákason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Apple á Íslandi, segir Stúllu alltaf hafa verið á tveimur stöðum. Hérna megin og hinum megin. Nú sé hún hinum megin og fari væntanlega að vinna þaðan fljótlega þekki hann Stúllu rétt. „Stúllu kynntist ég í kringum aldamótin þegar einhver vildi endilega að ég hitti þennan mikla sjáanda að norðan sem hún vissulega var. Ég hafði nú gaman af að fá fréttir af mér að handan og þegar hún hringdi í mig spurði ég hana oft í gríni hvað væri eiginlega að frétta af mér. Strax frá fyrstu kynnum urðum við góðir vinir og óx sú vinátta með árunum. Við gátum hjálpað hvort öðru þótt hjálpin kæmi úr sitthvorri áttinni. Við áttum margar ógleymanlegar stundir enda Stúlla ótrúlega litskrúðug persóna sem sagði endalausar óborganlegar sögur sem varla eru prenthæfar. Stúlla fór ekki fram hjá neinum.“ Bjarni lýsir skemmtilega heimsókn Stúllu til Kaupmannahafnar fyrir rúmum áratug þar sem hann bjó. Hún hafi komið með tvær töskur. Köbentöskuna og Barcelonatöskuna en þangað var förinni heitið í framhaldinu. „Ég bjó steinsnar frá Café Viktor þar sem ég var búinn að panta borð fyrir mig, hana og konuna mína, en hún á sínum háu hælum gat nú alls ekki labbað þessa fáu metra því steinarnir gætu skemmt skóna. Að sjálfsögðu var pantaður taxi þessa stuttu ferð sem líklega hefur aldrei verið gert í kóngsins Köben, enda norðlenska drottningin sjálf þarna á ferð.“ Bjarni segir Stúllu hafa kunnað að lifa lífinu og alltaf tilbúin að rétta þeim hjálparhönd sem áttu um sárt að binda. „Ég gleymi ekki þegar ég stóð úti í miðri Miðfjarðará og hafði ekki séð fisk stökkva þá vaktina, viti menn hringir ekki Stúlla og spyr hvað ég sé að gera. Ég geri henni grein fyrir því og ber mig aumlega, hún segist nú geta reddað því, hún ætli að hafa samband við látinn frænda sinn, hann Skúla, sem hafði alltaf veitt í Hrútafjarðará hér á árum áður. Ég gerði henni grein fyrir því að Hrútafjarðarveiðimaður gæti ekki leiðbeint að handan í Miðfjarðará, hún hélt nú það ... Og viti menn; þegar símtalinu lauk var hann kominn.“Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA, kynntist föðurfjölskyldu sinni fyrir tilstillan Stúllu.Takk Stúlla Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, segir Stúllu hafa verið mikinn áhrifavald í lífi sínu. Þær voru náfrænkur en kynntust ekki fyrr en Rakel var við þrítugsaldur og nýflutt heim til Íslands út námi erlendis. „Ég fékk skilaboð frá Valdísi heitinni Gunnarsdóttur útvarpskonu um að Stúlla vildi hitta mig. Þetta voru eins og einhvers konar boð frá drottningu. Enda var það svo á þessum tíma að ef þú varst frægur þá þekktir þú Stúllu. Sumum fannst ég meira að segja svolítið merkilegri fyrir það eitt að vera náfrænka hennar. Ég lét samt ekki tilleiðast strax en auðvitað kom að því að við mæltum okkur mót. Svona eins og hún vissi að yrði. Á þessum tíma var ég upptekin af því að fanga lífið og verða fullorðin. Ég var alin upp af mömmu og fósturpabba fyrir vestan og fannst ekkert vanta þótt ég þekkti lítið föðurfjölskylduna. Þessir hlutir voru líka öðruvísi þá. “ Stúlla hafi sagt henni á sinn yfirvegaða hátt að sá tími kæmi að hún þyrfti að vita hver hún væri og hvaða. „Hún fór ekkert of hratt í þetta en smátt og smátt var hún búin að teikna upp mynd af ömmum og öfum, frændum og frænkum og fullt af öðru fólki sem hún vildi að ég vissi um. Hún lagði líka áherslu á að ég myndi hitta langafa minn á Svalbarðseyri áður en hann yrði allur. Sem fyrr lét ég ekki tilleiðast strax því þannig er það með ungt fólk á meðan því vanhagar ekki um neitt. En það kom að því að ég fór. Bankaði. Gamall maður opnaði. Við féllumst í faðma og grétum.“ Í framhaldinu hafi Rakel kynnst fleirum úr föðurfjölskyldunni, Stúllu þó mest. „Hún var enn millistykkið, öryggisventillinn og vinkonan. Við áttum margar góðar stundir, fyrir sunnan og fyrir norðan. Meira að segja á Marbella á Spáni rétt áður en hún varð fimmtug. Ég eins og allir fór milljón sinnum á trúnó með Stúllu. Þegar lífið mitt hófst síðan fyrir alvöru fór ég samt að hugsa öðruvísi. Svona eins og Stúlla hafði vitað að ég myndi gera. Allt í einu skipti það mig máli að vera í tengslum við pabba.“ Hún hafi þurft einhverja fullvissu um að börn hennar myndu kynnast fjölskyldunni í föðurleggnum. „Vita að í föðurlegg væri mamma þeirra að norðan. Það sem Stúlla hafði fyrir löngu sagt að myndi skipta mig máli síðar var nú farið að skipta máli. Lífið er nefnilega eins og eitt stórt púsluspil og á meðan við ekki skiljum upp á hár hver við erum eða hvaðan við erum, vantar einhver púsl. Og Stúlla vissi sem var að fyrstu týndu púslin mín þyrfti hún að taka með mér. Í dag kveðjum við þessa mögnuðu konu sem við vitum reyndar öll að var stærri en lífið sjálft. Við grátum minningarnar en huggum okkur við fullvissuna um að nú líði henni vel. Ég kveð með sömu orðum og ég veit að svo mörg ykkar munu grípa til í huganum í dag. Þetta eru ekki mörg orð en þau segja allt sem segja þarf:Takk Stúlla.
Andlát Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira