Þriðjungur ungs fólks ekki lesið bók til gamans síðasta árið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2018 14:44 Jólin eru framundan en þá grípa margir Íslendingar í bækur. vísir/getty Rúmlega tveir af hverjum þremur (68%) hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en nær helmingur landsmanna (42%) sagðist að jafnaði lesa bækur í hverri viku. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR á lestrarvenjum landsmanna sem framkvæmd var dagana 8.-12. nóvember. Athygli vekur að tæplega þriðjungur ungs fólks hefur ekki lesið sér til gamans undanfarið ár. Kváðust 41% svarenda eingöngu hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, 27% kváðust hafa lesið bækur á bæði íslensku og öðrum tungumálum og 7% kváðust einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum. Þá kváðust 25% svarenda ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði.Konur líklegri en karlar Alls kváðust 16% landsmanna að jafnaði lesa sér til skemmtunar daglega en 19% kváðust lesa 2-6 sinnum í viku og 7% vikulega. Þá kváðust önnur 7% að meðaltali lesa sér til gamans 2-3 sinnum í mánuði, 7% einu sinni í mánuði og 19% sjaldnar en mánaðarlega. Konur (74%) reyndust líklegri en karlar (62%) til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en karlar (31%) voru líklegri en konur (18%) til að segjast ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir sama tímabil. Þá jókst lestur í takt við hækkandi aldur en af þeim 68 ára og eldri kváðust 84% hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, samanborið við einungis 55% þeirra á aldrinum 18-29 ára. Svarendur í yngsta aldurshópi voru þó líklegust allra aldurshópa til að segjast einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum en íslensku (14%). Þá kváðust 31% þeirra á aldrinum 18-29 ára og 28% þeirra á aldrinum 30-39 ára ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum, samanborið við 21% þeirra á aldrinum 50-67 ára og 11% þeirra 68 ára og eldri.Meira lesið úti á landi Svarendur á landsbyggðinni (70%) reyndust líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins (66%) til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en 10% svarenda sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu kváðust eingöngu hafa lesið bækur á öðrum tungumálum sér til skemmtunar yfir síðastliðið ár, samanborið við 3% þeirra af landsbyggðinni. Lestur til skemmtunar, bæði á bókum á íslensku og á öðrum tungumálum, jókst með aukinni menntun sem og með auknum heimilistekjum. Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Vinstri grænna (88%) reyndist líklegast til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en stuðningsfólk Pírata (14%) og Framsóknarflokks (12%) reyndust líklegust til að segjast eingöngu hafa lesið bækur á öðrum tungumálum en íslensku. Hlutfall þeirra sem sögðust ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði reyndist hæst hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (37%) og Miðflokks (31%) en lægst hjá stuðningsfólki Vinstri grænna (5%). Konur (48%) voru einnig líklegri en karlar (36%) til að segjast að jafnaði lesa bækur vikulega eða oftar en karlar (50%) voru líklegri en konur (59%) til að segjast lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei. Fjöldi þeirra sem kváðust lesa vikulega eða oftar jókst með aldri en 73% svarenda í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) kváðust lesa vikulega eða oftar, samanborið við einungis 27% þeirra yngstu (18-29 ára). Þá kváðust 55% svarenda 18-29 ára og 50% þeirra 30-49 ára lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei. Fjöldi þeirra sem kváðust lesa sér til skemmtunar að jafnaði í hverri viku eða oftar jókst með aukinni menntun og heimilistekjum en lítinn mun var að sjá á tíðni lesturs eftir búsetu.Vinstri græn lesa mest Stuðningsfólk Vinstri grænna (52%) og Framsóknarflokks (49%) voru líklegust til að segjast að jafnaði lesa sér til skemmtunar í hverri viku eða oftar en stuðningsfólk Miðflokks (33%) og Flokks fólksins (35%) reyndust ólíklegust. Þá reyndist stuðningsfólk Miðflokks líklegast til að segjast að jafnaði lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei (56%).Könnunin fór fram dagana 8. til 12. nóvember og náði til 1048 einstaklinga sem valdir voru handhófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Bókmenntir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Rúmlega tveir af hverjum þremur (68%) hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en nær helmingur landsmanna (42%) sagðist að jafnaði lesa bækur í hverri viku. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR á lestrarvenjum landsmanna sem framkvæmd var dagana 8.-12. nóvember. Athygli vekur að tæplega þriðjungur ungs fólks hefur ekki lesið sér til gamans undanfarið ár. Kváðust 41% svarenda eingöngu hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, 27% kváðust hafa lesið bækur á bæði íslensku og öðrum tungumálum og 7% kváðust einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum. Þá kváðust 25% svarenda ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði.Konur líklegri en karlar Alls kváðust 16% landsmanna að jafnaði lesa sér til skemmtunar daglega en 19% kváðust lesa 2-6 sinnum í viku og 7% vikulega. Þá kváðust önnur 7% að meðaltali lesa sér til gamans 2-3 sinnum í mánuði, 7% einu sinni í mánuði og 19% sjaldnar en mánaðarlega. Konur (74%) reyndust líklegri en karlar (62%) til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en karlar (31%) voru líklegri en konur (18%) til að segjast ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir sama tímabil. Þá jókst lestur í takt við hækkandi aldur en af þeim 68 ára og eldri kváðust 84% hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, samanborið við einungis 55% þeirra á aldrinum 18-29 ára. Svarendur í yngsta aldurshópi voru þó líklegust allra aldurshópa til að segjast einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum en íslensku (14%). Þá kváðust 31% þeirra á aldrinum 18-29 ára og 28% þeirra á aldrinum 30-39 ára ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum, samanborið við 21% þeirra á aldrinum 50-67 ára og 11% þeirra 68 ára og eldri.Meira lesið úti á landi Svarendur á landsbyggðinni (70%) reyndust líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins (66%) til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en 10% svarenda sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu kváðust eingöngu hafa lesið bækur á öðrum tungumálum sér til skemmtunar yfir síðastliðið ár, samanborið við 3% þeirra af landsbyggðinni. Lestur til skemmtunar, bæði á bókum á íslensku og á öðrum tungumálum, jókst með aukinni menntun sem og með auknum heimilistekjum. Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Vinstri grænna (88%) reyndist líklegast til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en stuðningsfólk Pírata (14%) og Framsóknarflokks (12%) reyndust líklegust til að segjast eingöngu hafa lesið bækur á öðrum tungumálum en íslensku. Hlutfall þeirra sem sögðust ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði reyndist hæst hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (37%) og Miðflokks (31%) en lægst hjá stuðningsfólki Vinstri grænna (5%). Konur (48%) voru einnig líklegri en karlar (36%) til að segjast að jafnaði lesa bækur vikulega eða oftar en karlar (50%) voru líklegri en konur (59%) til að segjast lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei. Fjöldi þeirra sem kváðust lesa vikulega eða oftar jókst með aldri en 73% svarenda í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) kváðust lesa vikulega eða oftar, samanborið við einungis 27% þeirra yngstu (18-29 ára). Þá kváðust 55% svarenda 18-29 ára og 50% þeirra 30-49 ára lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei. Fjöldi þeirra sem kváðust lesa sér til skemmtunar að jafnaði í hverri viku eða oftar jókst með aukinni menntun og heimilistekjum en lítinn mun var að sjá á tíðni lesturs eftir búsetu.Vinstri græn lesa mest Stuðningsfólk Vinstri grænna (52%) og Framsóknarflokks (49%) voru líklegust til að segjast að jafnaði lesa sér til skemmtunar í hverri viku eða oftar en stuðningsfólk Miðflokks (33%) og Flokks fólksins (35%) reyndust ólíklegust. Þá reyndist stuðningsfólk Miðflokks líklegast til að segjast að jafnaði lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei (56%).Könnunin fór fram dagana 8. til 12. nóvember og náði til 1048 einstaklinga sem valdir voru handhófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Bókmenntir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira