Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 11:30 Eggert Gunnþór í baráttunni á móti Sviss á EM U21 2011. vísir/getty Austfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er mættur aftur í íslenska landsliðið í fótbolta eftir sex ára fjarveru. Meiðslavandræðin í íslenska hópnum eru svo mikil að hann er allt eins líklegur til að byrja á móti Belgíu í kvöld. Eggert Gunnþór spilaði síðasta landsleik á móti Sviss árið 2012 en hefur síðan þá ekki komið inn á í bláu treyjunni. Hann spilar nú með SönderjyskE í Danmörku og segist aldrei hafa misst trúna á endurkomu. „Ég hafði alltaf trú á þessu þó langt væri um liðið. Ég alltaf tilbúinn og það er ánægjulegt að fá tækifæri aftur,“ segir Eggert Gunnþór, en fannst honum framhjá sér gangið á einhverjum tímapunkti? „Maður getur ekki verið að svekkja sig á svona hlutum. Maður vill alltaf fá tækifæri en að sama skapi hefur liðinu gengið vel undanfarin ár og ekki verið mikið um meiðsli.“Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í gær.vísr/tomVerð að nýta tækifærið Meiðslavandræðin eru svo svakaleg hjá íslenska liðinu að Eggert gæti farið úr því að vera ekki í liðinu í sex ár í það að byrja leikinn í kvöld. „Maður vonast alltaf til þess að fá að spila en við sjáum hvað gerist í þessum leik. Ef ég fæ tækifæri þá verð ég að reyna að nýta það. Ég hef spilað marga landsleiki og er með reynslu. Þetta er ekkert nýtt fyrir mig en það er langt síðan að ég var hér síðast,“ segir Eggert sem vonar að þetta kall á hann núna gæti komið landsliðsferlinum af stað. „Ef við horfum bara á Kára Árna þá kom hann inn aftur í landsliðið um þrítugt og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins síðan þá. Hann er hvatning og fyrirmynd fyrir mann eins og mig. Þetta hefur verið gert áður.“ Eggert er hluti af gullkynslóðinni en hann var með Gylfa, Aroni og félögum á EM U21 í Danmörku fyrir sjö árum og þekkir því marga mjög vel í liðinu. „Margir þessir strákar eru mjög góðir vinir mínir. Þetta eru strákar sem ég hef eytt miklum tíma með frá því við vorum 16 ára. Það breytist ekkert og það er alltaf gaman að hitta þessa stráka. Það er gaman að vera kominn aftur og hitta þá,“ segir Eggert sem er meðvitaður um að kvöldið í kvöld gæti orðið stórt fyrir hann. „Ég er búinn að vera það lengi í fótbolta að ég veit alveg að það getur borgað sig að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Maður hefur séð mörg dæmi um það. Það er mjög stutt á milli í þessu. Ég verð bara að nýta tækifærið ef það gefst,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Austfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson er mættur aftur í íslenska landsliðið í fótbolta eftir sex ára fjarveru. Meiðslavandræðin í íslenska hópnum eru svo mikil að hann er allt eins líklegur til að byrja á móti Belgíu í kvöld. Eggert Gunnþór spilaði síðasta landsleik á móti Sviss árið 2012 en hefur síðan þá ekki komið inn á í bláu treyjunni. Hann spilar nú með SönderjyskE í Danmörku og segist aldrei hafa misst trúna á endurkomu. „Ég hafði alltaf trú á þessu þó langt væri um liðið. Ég alltaf tilbúinn og það er ánægjulegt að fá tækifæri aftur,“ segir Eggert Gunnþór, en fannst honum framhjá sér gangið á einhverjum tímapunkti? „Maður getur ekki verið að svekkja sig á svona hlutum. Maður vill alltaf fá tækifæri en að sama skapi hefur liðinu gengið vel undanfarin ár og ekki verið mikið um meiðsli.“Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í gær.vísr/tomVerð að nýta tækifærið Meiðslavandræðin eru svo svakaleg hjá íslenska liðinu að Eggert gæti farið úr því að vera ekki í liðinu í sex ár í það að byrja leikinn í kvöld. „Maður vonast alltaf til þess að fá að spila en við sjáum hvað gerist í þessum leik. Ef ég fæ tækifæri þá verð ég að reyna að nýta það. Ég hef spilað marga landsleiki og er með reynslu. Þetta er ekkert nýtt fyrir mig en það er langt síðan að ég var hér síðast,“ segir Eggert sem vonar að þetta kall á hann núna gæti komið landsliðsferlinum af stað. „Ef við horfum bara á Kára Árna þá kom hann inn aftur í landsliðið um þrítugt og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins síðan þá. Hann er hvatning og fyrirmynd fyrir mann eins og mig. Þetta hefur verið gert áður.“ Eggert er hluti af gullkynslóðinni en hann var með Gylfa, Aroni og félögum á EM U21 í Danmörku fyrir sjö árum og þekkir því marga mjög vel í liðinu. „Margir þessir strákar eru mjög góðir vinir mínir. Þetta eru strákar sem ég hef eytt miklum tíma með frá því við vorum 16 ára. Það breytist ekkert og það er alltaf gaman að hitta þessa stráka. Það er gaman að vera kominn aftur og hitta þá,“ segir Eggert sem er meðvitaður um að kvöldið í kvöld gæti orðið stórt fyrir hann. „Ég er búinn að vera það lengi í fótbolta að ég veit alveg að það getur borgað sig að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Maður hefur séð mörg dæmi um það. Það er mjög stutt á milli í þessu. Ég verð bara að nýta tækifærið ef það gefst,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00