Segir umræðuna um tillögur fjárlaganefndar afvegaleidda Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Við erum með gott fjárlagafrumvarp segir Willum Þór Þórsson. Vísir/Vilhelm Þær breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið eru til að mæta breytingum á hagvaxtarspá Hagstofu Íslands. Hagvöxtur næsta árs er talinn verða um 2,7 prósent en ekki 2,9 prósent eins og ráð var fyrir gert í forsendum fjárlaga fyrir næsta ár. Því þarf að minnka þá útgjaldahækkun sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Í lögum um ríkisfjármálaáætlun er kveðið á um að hið opinbera þurfi að skila afgangi sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Hingað til hefur það verið nokkuð auðsótt í örum vexti hagkerfisins. Nú kveður hins vegar við nýjan tón; kólnun hagkerfisins er í aðsigi og því þarf að gera ráðstafanir. Í umræðu síðustu daga hefur mátt skilja sem svo að ríkisstjórnin ætli sér að skera niður í ríkisrekstrinum á næsta ári. Þegar breytingartillögur eru hins vegar skoðaðar í samanburði við fjárlög þessa árs og hins næsta kemur í ljós að enn er verið að auka ríkisútgjöld til ýmissa fjárlagaliða.Grafik/Fréttablaðið„Við erum með gott fjárlagafrumvarp. Ríkisstjórnin er að standa við það sem hún hefur sagt í stjórnarsáttmála um uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjárfesta í menntun, velferð og loftslagsmálum. Núverandi breytingar á milli umræðna eru ekki stórvægilegar og eru gerðar til að ríma við að hagvöxtur verði 2,7 prósent,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Einnig hefur komið fram í umræðunni að hækkun til öryrkja, sem átti að nema fjórum milljörðum króna, sé aðeins 2,9 milljarðar. Willum telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við skoðum örorkubætur þá erum við að setja 47 milljarða þangað. Örorkubætur eru að hækka, í samræmi við lög um almannatryggingar, um verðlagsbætur og launaþróun. Þessi hækkun um 2,9 milljarða en ekki fjóra eins og að var stefnt í upphafi snýst um breytingar á almannatryggingakerfinu sem við viljum enn sjá. Hins vegar er ekki búið að klára tillögurnar og því bíðum við átekta.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, eins og það leit út þegar það kom fram í september var áætlað að afkoma ríkissjóðs yrði yfir 1 prósenti af vergri landsframleiðslu á þessu ári og áætlað að hún verði það líka á næsta ári. Breytt hagspá gerir hins vegar þá kröfu á ríkið að það bregðist við og dragi úr útgjaldaaukningunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Þær breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið eru til að mæta breytingum á hagvaxtarspá Hagstofu Íslands. Hagvöxtur næsta árs er talinn verða um 2,7 prósent en ekki 2,9 prósent eins og ráð var fyrir gert í forsendum fjárlaga fyrir næsta ár. Því þarf að minnka þá útgjaldahækkun sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Í lögum um ríkisfjármálaáætlun er kveðið á um að hið opinbera þurfi að skila afgangi sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Hingað til hefur það verið nokkuð auðsótt í örum vexti hagkerfisins. Nú kveður hins vegar við nýjan tón; kólnun hagkerfisins er í aðsigi og því þarf að gera ráðstafanir. Í umræðu síðustu daga hefur mátt skilja sem svo að ríkisstjórnin ætli sér að skera niður í ríkisrekstrinum á næsta ári. Þegar breytingartillögur eru hins vegar skoðaðar í samanburði við fjárlög þessa árs og hins næsta kemur í ljós að enn er verið að auka ríkisútgjöld til ýmissa fjárlagaliða.Grafik/Fréttablaðið„Við erum með gott fjárlagafrumvarp. Ríkisstjórnin er að standa við það sem hún hefur sagt í stjórnarsáttmála um uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjárfesta í menntun, velferð og loftslagsmálum. Núverandi breytingar á milli umræðna eru ekki stórvægilegar og eru gerðar til að ríma við að hagvöxtur verði 2,7 prósent,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Einnig hefur komið fram í umræðunni að hækkun til öryrkja, sem átti að nema fjórum milljörðum króna, sé aðeins 2,9 milljarðar. Willum telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við skoðum örorkubætur þá erum við að setja 47 milljarða þangað. Örorkubætur eru að hækka, í samræmi við lög um almannatryggingar, um verðlagsbætur og launaþróun. Þessi hækkun um 2,9 milljarða en ekki fjóra eins og að var stefnt í upphafi snýst um breytingar á almannatryggingakerfinu sem við viljum enn sjá. Hins vegar er ekki búið að klára tillögurnar og því bíðum við átekta.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, eins og það leit út þegar það kom fram í september var áætlað að afkoma ríkissjóðs yrði yfir 1 prósenti af vergri landsframleiðslu á þessu ári og áætlað að hún verði það líka á næsta ári. Breytt hagspá gerir hins vegar þá kröfu á ríkið að það bregðist við og dragi úr útgjaldaaukningunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira