Óskar eftir því að Seðlabankinn krefji Kaupþing um svör um Kaupþingslánið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 16:04 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski eftir svörum frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. Þetta kemur fram í svari Katrínar við skriflegri fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, um Kaupþingslánið. Þingmaðurinn spurði hver hefði tekið ákvörðunina um lánið, hvernig Kaupþing hefði ráðstafað fjármununum og hverjar innheimtur Seðlabankans hafa verið af láninu. Forsætisráðherra beindi spurningum þingmannsins til bankans sjálfs sem koma svo fram í svari ráðherrans. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÍ svari Seðlabankans kemur fram að bankastjórn hafi tekið ákvörðunina um að veita lánið. Þá segir að bankinn hafi ekki heildstæðar eða áreiðanlegar upplýsingar um hvernig Kaupþing ráðstafaði fénu og segir að slíkri fyrirspurn verði því að beina til Kaupþings. Þá eru innheimtur lánsins í dag tæplega tveir milljarðar danskra króna. „Það samsvarar um 260 milljónum evra eða 52% af upphaflegu láni. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um endurheimtur og líklegt að eitthvað innheimtist í viðbót. Það eru hins vegar mjög ólíklegt að það verði í þeim mæli að endurheimtuhlutfallið hækki umtalsvert. Þess skal að lokum getið að Seðlabankinn hefur um nokkra hríð unnið að skýrslu um tildrög og eftirmál þrautavaralánveitingar til Kaupþings hf. og er vonast til að svigrúm verði til að ljúka því verki á þessu ári,“ segir í svörum Seðlabankans. Geir H. Haarde og Davíð Oddsson.Vísir/Anton BrinkLán Seðlabankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett hefur löngum verið umdeilt. Þannig sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að hann teldi sig hafa verið blekktan til þess að veita lánið. Féð hefði farið í eitthvað annað en til stóð. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, furðaði sig á þeim ummælum Geirs og benti á grein Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, þar sem hann lýsti því að allt féð hefði verið nýtt til þess „að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu.“ Alþingi Hrunið Tengdar fréttir Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski eftir svörum frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. Þetta kemur fram í svari Katrínar við skriflegri fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, um Kaupþingslánið. Þingmaðurinn spurði hver hefði tekið ákvörðunina um lánið, hvernig Kaupþing hefði ráðstafað fjármununum og hverjar innheimtur Seðlabankans hafa verið af láninu. Forsætisráðherra beindi spurningum þingmannsins til bankans sjálfs sem koma svo fram í svari ráðherrans. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÍ svari Seðlabankans kemur fram að bankastjórn hafi tekið ákvörðunina um að veita lánið. Þá segir að bankinn hafi ekki heildstæðar eða áreiðanlegar upplýsingar um hvernig Kaupþing ráðstafaði fénu og segir að slíkri fyrirspurn verði því að beina til Kaupþings. Þá eru innheimtur lánsins í dag tæplega tveir milljarðar danskra króna. „Það samsvarar um 260 milljónum evra eða 52% af upphaflegu láni. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um endurheimtur og líklegt að eitthvað innheimtist í viðbót. Það eru hins vegar mjög ólíklegt að það verði í þeim mæli að endurheimtuhlutfallið hækki umtalsvert. Þess skal að lokum getið að Seðlabankinn hefur um nokkra hríð unnið að skýrslu um tildrög og eftirmál þrautavaralánveitingar til Kaupþings hf. og er vonast til að svigrúm verði til að ljúka því verki á þessu ári,“ segir í svörum Seðlabankans. Geir H. Haarde og Davíð Oddsson.Vísir/Anton BrinkLán Seðlabankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett hefur löngum verið umdeilt. Þannig sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að hann teldi sig hafa verið blekktan til þess að veita lánið. Féð hefði farið í eitthvað annað en til stóð. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, furðaði sig á þeim ummælum Geirs og benti á grein Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, þar sem hann lýsti því að allt féð hefði verið nýtt til þess „að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu.“
Alþingi Hrunið Tengdar fréttir Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30
Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16