Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 16:30 Alfreð Finnbogason S2 Sport Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. Alfreð kemur í frábæru formi inn í landsliðshóp Íslands sem spilar við Belgíu og Katar á næstu dögum. Guðmundur Benediktsson hitti Alfreð á æfingu liðsins í Belgíu í dag og var fyrsta spurning hvort þýska deildin væri hreinlega of auðveld? „Ég held það væri hrokafullt að segja það,“ sagði Alfreð og brosti. „Það hefur gengið mjög vel hingað til síðan ég kom úr meiðslunum. Ég veit líka hvernig fótboltinn virkar og þetta er fljótt að breytast, ég ætla að njóta þess núna á meðan þetta gengur.“ Alfreð byrjaði tímabilið meiddur og var ekki með íslenska landsliðinu í fyrsta verkefni haustsins þegar liðið fékk skell úti í Sviss og mætti Belgíu á Laugardalsvelli. Hvernig er standið á honum í dag? „Nokkuð góður. Ég þurfti að fara varlega af stað eftir þessi meiðsl og þarf ennþá að fara smá varlega þegar það koma vikur með þremur leikjum eða stutt á milli leikja, þá finn ég stundum til í hnénu.“ „Í grunninn er ég góður og þetta truflar mig ekkert í leikjum.“Belgar fóru illa með Íslendinga á Laugardalsvelli í septembervísir/vilhelmBelgar eru efsta lið heimslistans um þessar mundir og er verkefnið sem fram undan er ærið. „Það er engin spurning. Sama hvenær við spilum á móti Frakklandi, Belgíu eða topp liðum, það er alltaf erfitt og við gerum okkur fulla grein fyrir því.“ „En við þurfum að finna ellefu leikmenn sem trúa á það að við getum farið inn á völlinn og náð í úrslit,“ sagði Alfreð en hann er einn af fáum byrjunarliðsmönnum síðustu ára sem ekki er meiddur. „Auðvitað er svekkjandi að missa leikmenn, við misstum held ég átta leikmenn sem hafa verið í kringum byrjunarliðið síðustu fjögur, fimm ár. Við getum alveg búið til afsakanir fyrir því en þetta er bara tækifæri fyrir aðra.“ „Ef ég væri ungur leikmaður þá myndi ég ekkert vilja neitt meira en að spila á móti bestu leikmönnum í heimi og þeir fá núna tækifæri til að sýna hvort þeir séu klárir í það eða ekki.“ „Annað hvort verður þetta þannig leikur að ungir leikmenn stimpla sig inn og sýna að þeir séu klárir á þetta level eða þá að þetta verður reynsla fyrir þá sem þeir taka með sér næstu árin.“Alfreð hefur verið heitur efitr að hann kom til baka úr meiðslumvísir/gettyLeikurinn við Belga er sá síðasti í Þjóðadeild UEFA í bili hjá íslenska liðinu. Hvernig hefur þessi nýja keppni UEFA hitt Alfreð? „Ömurlega,“ sagði framherjinn einfaldlega en glotti þó, Ísland steinlá fyrir Sviss ytra og tapaði svo fyrir bæði Belgíu og Sviss á heimavelli og er liðið fallið í B-deild keppninnar. „Ég held enginn Íslendingur sé mikill aðdáandi Þjóðadeildarinnar í grunninn. Við erum ennþá að átta okkur á þessari keppni og ég held við verðum sterkari næst.“ „Vorum gríðarlega óheppnir með meiðsl og gátum aldrei stillt upp okkar besta liði. Það er svekkjandi þegar við þurfum á því að halda í þessum gríðarlega sterka riðli. Við verðum að sætta okkur við fall í þetta skiptið og vonandi verðum við tilbúnir næst þegar Þjóðadeildin fer af stað.“ En er enn trú fyrir fimmtudeginum? „Ekki spurning. Eins og ég sé þetta höfum við ekki miklu að tapa. Við endum neðstir í riðlinum en góð frammistaða getur gefið okkur mikið þegar alvaran hefst í mars.“ Leikur Belgíu og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudaginn 15. nóvember. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun á slaginu 19:00.Klippa: Alfreð: Þurfum ellefu leikmenn sem trúa að við náum í úrslit Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. Alfreð kemur í frábæru formi inn í landsliðshóp Íslands sem spilar við Belgíu og Katar á næstu dögum. Guðmundur Benediktsson hitti Alfreð á æfingu liðsins í Belgíu í dag og var fyrsta spurning hvort þýska deildin væri hreinlega of auðveld? „Ég held það væri hrokafullt að segja það,“ sagði Alfreð og brosti. „Það hefur gengið mjög vel hingað til síðan ég kom úr meiðslunum. Ég veit líka hvernig fótboltinn virkar og þetta er fljótt að breytast, ég ætla að njóta þess núna á meðan þetta gengur.“ Alfreð byrjaði tímabilið meiddur og var ekki með íslenska landsliðinu í fyrsta verkefni haustsins þegar liðið fékk skell úti í Sviss og mætti Belgíu á Laugardalsvelli. Hvernig er standið á honum í dag? „Nokkuð góður. Ég þurfti að fara varlega af stað eftir þessi meiðsl og þarf ennþá að fara smá varlega þegar það koma vikur með þremur leikjum eða stutt á milli leikja, þá finn ég stundum til í hnénu.“ „Í grunninn er ég góður og þetta truflar mig ekkert í leikjum.“Belgar fóru illa með Íslendinga á Laugardalsvelli í septembervísir/vilhelmBelgar eru efsta lið heimslistans um þessar mundir og er verkefnið sem fram undan er ærið. „Það er engin spurning. Sama hvenær við spilum á móti Frakklandi, Belgíu eða topp liðum, það er alltaf erfitt og við gerum okkur fulla grein fyrir því.“ „En við þurfum að finna ellefu leikmenn sem trúa á það að við getum farið inn á völlinn og náð í úrslit,“ sagði Alfreð en hann er einn af fáum byrjunarliðsmönnum síðustu ára sem ekki er meiddur. „Auðvitað er svekkjandi að missa leikmenn, við misstum held ég átta leikmenn sem hafa verið í kringum byrjunarliðið síðustu fjögur, fimm ár. Við getum alveg búið til afsakanir fyrir því en þetta er bara tækifæri fyrir aðra.“ „Ef ég væri ungur leikmaður þá myndi ég ekkert vilja neitt meira en að spila á móti bestu leikmönnum í heimi og þeir fá núna tækifæri til að sýna hvort þeir séu klárir í það eða ekki.“ „Annað hvort verður þetta þannig leikur að ungir leikmenn stimpla sig inn og sýna að þeir séu klárir á þetta level eða þá að þetta verður reynsla fyrir þá sem þeir taka með sér næstu árin.“Alfreð hefur verið heitur efitr að hann kom til baka úr meiðslumvísir/gettyLeikurinn við Belga er sá síðasti í Þjóðadeild UEFA í bili hjá íslenska liðinu. Hvernig hefur þessi nýja keppni UEFA hitt Alfreð? „Ömurlega,“ sagði framherjinn einfaldlega en glotti þó, Ísland steinlá fyrir Sviss ytra og tapaði svo fyrir bæði Belgíu og Sviss á heimavelli og er liðið fallið í B-deild keppninnar. „Ég held enginn Íslendingur sé mikill aðdáandi Þjóðadeildarinnar í grunninn. Við erum ennþá að átta okkur á þessari keppni og ég held við verðum sterkari næst.“ „Vorum gríðarlega óheppnir með meiðsl og gátum aldrei stillt upp okkar besta liði. Það er svekkjandi þegar við þurfum á því að halda í þessum gríðarlega sterka riðli. Við verðum að sætta okkur við fall í þetta skiptið og vonandi verðum við tilbúnir næst þegar Þjóðadeildin fer af stað.“ En er enn trú fyrir fimmtudeginum? „Ekki spurning. Eins og ég sé þetta höfum við ekki miklu að tapa. Við endum neðstir í riðlinum en góð frammistaða getur gefið okkur mikið þegar alvaran hefst í mars.“ Leikur Belgíu og Íslands hefst klukkan 19:45 á fimmtudaginn 15. nóvember. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun á slaginu 19:00.Klippa: Alfreð: Þurfum ellefu leikmenn sem trúa að við náum í úrslit
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn