Ekkert saknæmt við andlát Dante Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 15:28 Dante var tólf ára gamall og búsettur í Falkenberg. Sænska lögreglan telur að hinn 12 ára gamli Dante, sem fannst látinn í vesturhluta landsins á föstudag, hafi drukknað. Lík hans fannst við orkuver í austanverðum Falkenberg eftir um þriggja sólarhringa leit. Hvarf hans var upphaflega rannsakað sem mannrán og þegar lík hans fannst grunaði lögreglu að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Niðurstöður réttarmeinafræðinga, sem sænskir fjölmiðlar greindu frá í dag, benda þó til að svo hafi ekki verið. Dánarorsök Dante var drukknun - hræðilegar slysfarir. Haft er eftir Ulla Brehm, talsmanni lögreglunnar í vestanverðri Svíþjóð, að búið sé að útiloka að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Sænskir miðlar greina að sama skapi frá því að aðstandendum Dante hafi verið gert viðvart þegar niðurstöður réttarmeinarfræðinganna lágu fyrir.Nærsveitungar Dante hafa minnst hans á torgi í Falkenberg síðustu daga.TTDrengurinn hvarf í heimabæ sínum Falkenberg á vesturströnd Svíþjóðar á þriðjudag. Lýst var eftir honum þegar drengurinn skilað sér ekki heim eftir að hafa farið út að ganga með fjölskylduhundinn. Hundurinn skilaði sér hins vegar einn heim. Blásið var til umfangsmikillar leitar að Dante í kjölfarið þar sem lögregla, herinn, strandgæslan og fjölmargir sjálfboðaliðar, um þrjú þúsund talsins, tóku þátt. Það var svo á föstudag sem tekin var ákvörðun um að minnka vatnsflæðið úr Herting-orkuverinu, með það fyrir augum að auðvelda leitina á árbökkum Ätran. Það bar sorglegan árangur síðdegis þegar leitarmenn gengu fram á lík Dante. Faðir Dante skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann lýsti hinni miklu sorg sem fylgdi andláti sonar síns. Hann nýtti jafnframt tækifærið og þakkaði þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu við leitina. Gríðarmikill samhugur er sagður hafa gripið heimabæ Dante, sem kveikt hafa á kertum til minningar um drenginn á aðaltorgi bæjarins.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um minningarstundina þar sem rætt var við Íslending sem tók þátt í leitinni að Dante. Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið lík drengsins sem leitað var að Lögregla í Svíþjóð telur sig hafa fundið lík Dante, tólf ára drengs með Downs-heilkenni, sem leitað hefur verið að í þrjá sólarhringa. 9. nóvember 2018 16:41 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Sænska lögreglan telur að hinn 12 ára gamli Dante, sem fannst látinn í vesturhluta landsins á föstudag, hafi drukknað. Lík hans fannst við orkuver í austanverðum Falkenberg eftir um þriggja sólarhringa leit. Hvarf hans var upphaflega rannsakað sem mannrán og þegar lík hans fannst grunaði lögreglu að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Niðurstöður réttarmeinafræðinga, sem sænskir fjölmiðlar greindu frá í dag, benda þó til að svo hafi ekki verið. Dánarorsök Dante var drukknun - hræðilegar slysfarir. Haft er eftir Ulla Brehm, talsmanni lögreglunnar í vestanverðri Svíþjóð, að búið sé að útiloka að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Sænskir miðlar greina að sama skapi frá því að aðstandendum Dante hafi verið gert viðvart þegar niðurstöður réttarmeinarfræðinganna lágu fyrir.Nærsveitungar Dante hafa minnst hans á torgi í Falkenberg síðustu daga.TTDrengurinn hvarf í heimabæ sínum Falkenberg á vesturströnd Svíþjóðar á þriðjudag. Lýst var eftir honum þegar drengurinn skilað sér ekki heim eftir að hafa farið út að ganga með fjölskylduhundinn. Hundurinn skilaði sér hins vegar einn heim. Blásið var til umfangsmikillar leitar að Dante í kjölfarið þar sem lögregla, herinn, strandgæslan og fjölmargir sjálfboðaliðar, um þrjú þúsund talsins, tóku þátt. Það var svo á föstudag sem tekin var ákvörðun um að minnka vatnsflæðið úr Herting-orkuverinu, með það fyrir augum að auðvelda leitina á árbökkum Ätran. Það bar sorglegan árangur síðdegis þegar leitarmenn gengu fram á lík Dante. Faðir Dante skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann lýsti hinni miklu sorg sem fylgdi andláti sonar síns. Hann nýtti jafnframt tækifærið og þakkaði þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu við leitina. Gríðarmikill samhugur er sagður hafa gripið heimabæ Dante, sem kveikt hafa á kertum til minningar um drenginn á aðaltorgi bæjarins.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um minningarstundina þar sem rætt var við Íslending sem tók þátt í leitinni að Dante.
Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið lík drengsins sem leitað var að Lögregla í Svíþjóð telur sig hafa fundið lík Dante, tólf ára drengs með Downs-heilkenni, sem leitað hefur verið að í þrjá sólarhringa. 9. nóvember 2018 16:41 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Telja sig hafa fundið lík drengsins sem leitað var að Lögregla í Svíþjóð telur sig hafa fundið lík Dante, tólf ára drengs með Downs-heilkenni, sem leitað hefur verið að í þrjá sólarhringa. 9. nóvember 2018 16:41