Aftur markakóngur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 12:00 Andri Rúnar Bjarnason Mynd/Fésbókarsíða Helsingborgar Fyrsta tímabil Andra Rúnars Bjarnasonar í atvinnumennsku hefði vart getað gengið betur. Eftir 19 marka tímabilið með Grindavík í fyrra, þar sem Andri Rúnar jafnaði markametið í efstu deild og var valinn besti leikmaður hennar, gekk hann í raðir sænska B-deildarliðsins Helsingborg í vetur. Og Bolvíkingurinn sýndi með frammistöðu sinni á nýafstöðnu tímabili að hann er ekkert eins tímabils undur. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Helsingborg á Varbergs BoIs í lokaumferð sænsku B-deildarinnar á laugardaginn. Helsingborg vann deildina og tryggði sér þar með sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Andri Rúnar skoraði alls 16 mörk í 27 leikjum í sænsku B-deildinni í ár og var markakóngur hennar. Hann gaf einnig sex stoðsendingar og kom þannig með beinum hætti að 22 af 59 mörkum Helsingborg í deildinni. Svo fór að Andri Rúnar var valinn leikmaður ársins hjá Helsingborg. Þess má geta að ekki ómerkari leikmaður en Henrik Larsson fékk þessi verðlaun í þrígang (1992, 2007, 2009). Síðustu tvö tímabil hefur Andri Rúnar skorað samtals 35 mörk í 49 leikjum í Pepsi-deildinni og sænsku B-deildinni. Og hann er tveimur gullskóm ríkari. Ekki amaleg uppskera hjá framherjanum öfluga. Góð helgi varð enn betri fyrir Andra Rúnar þegar hann var valinn í íslenska landsliðið í gær. Hann kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur. Andri Rúnar hefur leikið tvo landsleiki, báða gegn Indónesíu í byrjun þessa árs, og skorað eitt mark. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira
Fyrsta tímabil Andra Rúnars Bjarnasonar í atvinnumennsku hefði vart getað gengið betur. Eftir 19 marka tímabilið með Grindavík í fyrra, þar sem Andri Rúnar jafnaði markametið í efstu deild og var valinn besti leikmaður hennar, gekk hann í raðir sænska B-deildarliðsins Helsingborg í vetur. Og Bolvíkingurinn sýndi með frammistöðu sinni á nýafstöðnu tímabili að hann er ekkert eins tímabils undur. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Helsingborg á Varbergs BoIs í lokaumferð sænsku B-deildarinnar á laugardaginn. Helsingborg vann deildina og tryggði sér þar með sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Andri Rúnar skoraði alls 16 mörk í 27 leikjum í sænsku B-deildinni í ár og var markakóngur hennar. Hann gaf einnig sex stoðsendingar og kom þannig með beinum hætti að 22 af 59 mörkum Helsingborg í deildinni. Svo fór að Andri Rúnar var valinn leikmaður ársins hjá Helsingborg. Þess má geta að ekki ómerkari leikmaður en Henrik Larsson fékk þessi verðlaun í þrígang (1992, 2007, 2009). Síðustu tvö tímabil hefur Andri Rúnar skorað samtals 35 mörk í 49 leikjum í Pepsi-deildinni og sænsku B-deildinni. Og hann er tveimur gullskóm ríkari. Ekki amaleg uppskera hjá framherjanum öfluga. Góð helgi varð enn betri fyrir Andra Rúnar þegar hann var valinn í íslenska landsliðið í gær. Hann kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur. Andri Rúnar hefur leikið tvo landsleiki, báða gegn Indónesíu í byrjun þessa árs, og skorað eitt mark.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira