Dómsmálaráðuneytið í Filippseyjum hefur ákært Rappler þarlendan fréttamiðil fyrir að skjóta undan skatti. Sumir líta á þetta sem lið í því að bæla niður frjálsa fjölmiðlun í landinu. Þetta kemur fram í frétt CNN um málið.
Á föstudaginn sagði dómsmálaráðuneytið að þeir hefðu fundið sennilega ástæðu fyrir því að ákæra miðilinn, framkvæmdastjóra og fréttastjóra hans fyrir skattaundanskot.
„Þessi ákvörðun kemur okkur ekki á óvart miðað við það hvernig ríkisstjórn Duterte hefur komið fram við miðilinn fyrir að skrifa óháðar og frjálsar fréttir,“ segir í tilkynningu frá Rappler.
Samkvæmt yfirvöldum eiga Rappler og fréttastjóri hans skotið þremur milljónum Bandaríkjadala undan skatti árið 2015 vegna fjárfestingar stofnanda eBay Pierre Omidayr.
Rappler hefur ekki hlíft sér við því að fjalla um Filippseyska forsetann, Rodrigo Duterte, og baráttu hans við eiturlyfjaneyslu í samfélaginu.
