Þingkonurnar krefjast þess að ummælin verði tekin upp í forsætisnefnd Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 12:02 Oddný, Silja Dögg og Inga fordæma ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. visir/vilhelm Nú fyrir stundu sendu þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkonur frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundar þeirra. Þær lásu yfirlýsinguna líka upp á Alþingi og má sjá upptöku frá því hér að neðan. Þar fordæma þær þau orð sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla á frægum Klaustur bar fundi 20. nóvember. Þær segja ummælin lýsa skammarlegum viðhorfum og þingmennirnir sem um ræðir hafi gerst sig seka um stæka kvenfyrirlitningu. Þingkonurnar gera þá kröfu að málið verði tekið upp í forsætisnefnd.Í samtali við Vísi sagðist Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, vera í áfalli vegna téðra ummæla og sagðist gera ráð fyrir því að þetta yrði til umfjöllunar í forsætisnefnd þegar á mánudag komandi, sem og á fundi þingflokksformanna. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Ummæli þau sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla 20. nóvember á Klaustri lýsa skammarlegum viðhorfum til kvenna og við lítum þau verulega alvarlegum augum. Það er algjörlega ólíðandi að karlar í valdastöðum sýni slíka kvenfyrirlitningu og tjái sig á jafn niðrandi hátt um konur og samkynhneigða. Þá skiptir einu hvort um er að ræða pólitíska andstæðinga eða samherja. Ummæli þessi opinbera viðkomandi þingmenn og dæma sig sjálf. Hegðun þeirra er ekki til þess fallin að auka virðingu almennings á Alþingi eða á stjórnmálamönnum og setur samstarf og trúnað í uppnám.Við fordæmum ummælin og munum óska eftir því að málið verði tekið upp í forsætisnefnd. Að lokum viljum við minna á eftirfarandi siðareglur sem við þingmenn höfum öll undirgengist: Meginreglur um hátterni. 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: a. rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika, b. taka ákvarðanir í almannaþágu, c. ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, d. nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, e. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra, f. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi, g. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. Hátternisskyldur. 7. gr. Þingmenn skulu í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stemmningin á Alþingi í morgun Þingmenn komu saman á Alþingi í morgun í skugga Klaustursupptakanna. 29. nóvember 2018 11:51 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Nú fyrir stundu sendu þingkonurnar Inga Sæland, Oddný Harðardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkonur frá sér yfirlýsingu í kjölfar fundar þeirra. Þær lásu yfirlýsinguna líka upp á Alþingi og má sjá upptöku frá því hér að neðan. Þar fordæma þær þau orð sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla á frægum Klaustur bar fundi 20. nóvember. Þær segja ummælin lýsa skammarlegum viðhorfum og þingmennirnir sem um ræðir hafi gerst sig seka um stæka kvenfyrirlitningu. Þingkonurnar gera þá kröfu að málið verði tekið upp í forsætisnefnd.Í samtali við Vísi sagðist Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, vera í áfalli vegna téðra ummæla og sagðist gera ráð fyrir því að þetta yrði til umfjöllunar í forsætisnefnd þegar á mánudag komandi, sem og á fundi þingflokksformanna. Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Ummæli þau sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla 20. nóvember á Klaustri lýsa skammarlegum viðhorfum til kvenna og við lítum þau verulega alvarlegum augum. Það er algjörlega ólíðandi að karlar í valdastöðum sýni slíka kvenfyrirlitningu og tjái sig á jafn niðrandi hátt um konur og samkynhneigða. Þá skiptir einu hvort um er að ræða pólitíska andstæðinga eða samherja. Ummæli þessi opinbera viðkomandi þingmenn og dæma sig sjálf. Hegðun þeirra er ekki til þess fallin að auka virðingu almennings á Alþingi eða á stjórnmálamönnum og setur samstarf og trúnað í uppnám.Við fordæmum ummælin og munum óska eftir því að málið verði tekið upp í forsætisnefnd. Að lokum viljum við minna á eftirfarandi siðareglur sem við þingmenn höfum öll undirgengist: Meginreglur um hátterni. 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: a. rækja störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika, b. taka ákvarðanir í almannaþágu, c. ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, d. nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, e. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra, f. greina frá öllum hagsmunum sem máli skipta og varða opinbert starf þeirra og leggja sig fram um að leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi, g. efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. Hátternisskyldur. 7. gr. Þingmenn skulu í öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stemmningin á Alþingi í morgun Þingmenn komu saman á Alþingi í morgun í skugga Klaustursupptakanna. 29. nóvember 2018 11:51 „Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Stemmningin á Alþingi í morgun Þingmenn komu saman á Alþingi í morgun í skugga Klaustursupptakanna. 29. nóvember 2018 11:51
„Í jafnmiklu áfalli og aðrir að sjá þetta skelfilega orðbragð“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar fyrr í mánuðinum sem fjölmiðlar hafa fjallað um síðastliðinn hálfa sólarhring verði ræddar á vettvangi þingsins. 29. nóvember 2018 11:42
Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56