Lars Lagerbäck búinn að minnka forskot Íslands á FIFA-listanum um 30 sæti á árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 11:00 Lars Lagerbäck rýkur enn á ný upp FIFA-listann með landslið sitt. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið niður í 37. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins og hefur íslenska liðið fallið niður um 19 sæti frá því í mars. Góðkunningi okkar er aftur á móti á uppleið. Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsisn, er á sama tíma á hraðri uppleið með norska karlalandsliðið á FIFA-listanum. Norðmenn fara upp um tvö sæti á nýjasta listanum og eru nú í 46. sæti. Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru þeir í 58. sætinu. Það munaði mest 39 sætum á íslenska og norska landsliðinu í marsmánuði en síðan þá hefur Lars Lagerbäck minnkað forskot íslenska landsliðsins um 30 sæti á FIFA-listanum. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum sínum á árinu á sama tíma og íslenska landsliðið náði ekki að vinna leik með sínu aðalliði. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var liðið í 104. sæti á FIFA-listanum. Liðið fór síðan niður í 131. sæti áður en Lars tókst að snúa við skútunni. Undir hans stjórn var liðið komið upp í 49. sæti í lok ársins 2013 og komst í 22. sæti áður en hann hætti með liðið eftir EM í Frakklandi 2016. Lars Lagerbäck þekkir það því vel að bruna upp FIFA-listann með sín landslið. Þegar hann tók við Norðmönnum í febrúar 2017 þá voru þeir í 83. sæti listans. Hann fór upp um 109 sæti með íslenska landsliðið og hefur nú þegar farið upp um tæp 40 sæti með norska landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á landsliðum Íslands og Noregs á FIFA-listanum í ár og þar má sjá hvernig þessi tvö landslið eru á leiðinni í sitthvora áttina á listanum.Ísland og Noregur á FIFA-listanum á árinu 2018:Nóvember: Ísland +9 (Ísland 37. sæti - Noregur 46. sæti)Október: Ísland +12 (Ísland 36. sæti - Noregur 48. sæti)September: Ísland +16 (Ísland 36. sæti - Noregur 52. sæti)Ágúst: Ísland +21 (Ísland 32. sæti - Noregur 53. sæti)Júní: Ísland +31 (Ísland 22. sæti - Noregur 53. sæti)Maí: Ísland +26 (Ísland 22. sæti - Noregur 48. sæti)Apríl: Ísland +27 (Ísland 22. sæti - Noregur 49. sæti)Mars: Ísland +39 (Ísland 18. sæti - Noregur 57. sæti)Febrúar: Ísland +38 (Ísland 18. sæti - Noregur 56. sæti)Janúar: Ísland +38 (Ísland 20. sæti - Noregur 58. sæti) EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið niður í 37. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins og hefur íslenska liðið fallið niður um 19 sæti frá því í mars. Góðkunningi okkar er aftur á móti á uppleið. Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsisn, er á sama tíma á hraðri uppleið með norska karlalandsliðið á FIFA-listanum. Norðmenn fara upp um tvö sæti á nýjasta listanum og eru nú í 46. sæti. Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru þeir í 58. sætinu. Það munaði mest 39 sætum á íslenska og norska landsliðinu í marsmánuði en síðan þá hefur Lars Lagerbäck minnkað forskot íslenska landsliðsins um 30 sæti á FIFA-listanum. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum sínum á árinu á sama tíma og íslenska landsliðið náði ekki að vinna leik með sínu aðalliði. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var liðið í 104. sæti á FIFA-listanum. Liðið fór síðan niður í 131. sæti áður en Lars tókst að snúa við skútunni. Undir hans stjórn var liðið komið upp í 49. sæti í lok ársins 2013 og komst í 22. sæti áður en hann hætti með liðið eftir EM í Frakklandi 2016. Lars Lagerbäck þekkir það því vel að bruna upp FIFA-listann með sín landslið. Þegar hann tók við Norðmönnum í febrúar 2017 þá voru þeir í 83. sæti listans. Hann fór upp um 109 sæti með íslenska landsliðið og hefur nú þegar farið upp um tæp 40 sæti með norska landsliðinu. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á landsliðum Íslands og Noregs á FIFA-listanum í ár og þar má sjá hvernig þessi tvö landslið eru á leiðinni í sitthvora áttina á listanum.Ísland og Noregur á FIFA-listanum á árinu 2018:Nóvember: Ísland +9 (Ísland 37. sæti - Noregur 46. sæti)Október: Ísland +12 (Ísland 36. sæti - Noregur 48. sæti)September: Ísland +16 (Ísland 36. sæti - Noregur 52. sæti)Ágúst: Ísland +21 (Ísland 32. sæti - Noregur 53. sæti)Júní: Ísland +31 (Ísland 22. sæti - Noregur 53. sæti)Maí: Ísland +26 (Ísland 22. sæti - Noregur 48. sæti)Apríl: Ísland +27 (Ísland 22. sæti - Noregur 49. sæti)Mars: Ísland +39 (Ísland 18. sæti - Noregur 57. sæti)Febrúar: Ísland +38 (Ísland 18. sæti - Noregur 56. sæti)Janúar: Ísland +38 (Ísland 20. sæti - Noregur 58. sæti)
EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira