Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 06:15 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að nefndarmenn hefðu átt að segja sig frá málinu. Fréttablaðið/Ernir Stjórnmál Ekkert er fram komið sem gefur til kynna að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið gegn siðareglum alþingismanna Alþingis. Því sé ekki skilyrði fyrir því að verða við beiðni Björns Leví Gunnarssonar um að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum sem þingmenn hafa fengið vegna ferðakostnaðar. Vildi Björn Leví láta athuga hvort samræmi væri milli reikninga sem þingmenn hafa skilað inn vegna kostnaðar og ferðanna sem þeir fóru. Í erindi sínu til forsætisnefndar óskaði Björn Leví sérstaklega eftir því að kannaðar yrðu ferðir Ásmundar ef ekki yrði hægt að fara í almenna rannsókn. Ásmundur fékk 4,6 milljónir króna í akstursgreiðslur í fyrra, líkt og greint hefur verið frá, mest allra þingmanna. Ásmundur viðurkennir í svari sínu til nefndarinnar að greiðslur sem hann fékk vegna ferða sinna sem tengjast sjónvarpsþáttagerð fyrir ÍNN hafi orkað tvímælis. Hann hafi litið svo á að hann væri að slá tvær flugur í einu höggi með því að nýta ferðina til þingstarfa í kjördæmi sínu. Hann hafi því endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur vegna ferða sem hann hafði fengið endurgreiddar. „Enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram.“ Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að málinu sé hvergi nærri lokið þrátt fyrir þetta. „Það getur ekki verið miðað við að það á að kalla saman siðanefndina en var ekki gert. Það var undarlegt að forseti slaufi fram hjá þeirri skyldu sinni. Forsætisnefnd er bara milligönguaðili í þessu. Erindi mitt snýr mikið að endurgreiðslu í kringum kosningabaráttu. Þar undir eru ansi margir þingmenn og þeir þingmenn sem voru í forsætisnefnd og hafa kannski fengið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar sem frambjóðendur en ekki sem þingmenn í kosningabaráttu hefðu átt að segja sig frá málinu.“ Björn segir að hann muni nú skoða hvaða vegir séu færir til að halda lífi í málinu sem hann telur mikilvægt. Hann sé hvergi nærri hættur. Hart tekist á um málsmeðferðina Þingmenn Pírata gagnrýndu málsmeðferð forsætisnefndar harðlega á þingfundi í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði að Birni Leví hefði verið hótað því í nefndinni að hann sjálfur yrði mögulega látinn sæta ábyrgð samkvæmt siðareglum fyrir að hafa sent erindið. Það væri ólíðandi og ótrúlegt að slíkt hefði komið fram. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að þótt niðurstaðan kynni að vera önnur en sumir hefðu viljað sjá hefði verið full samstaða um afgreiðslu málsins í forsætisnefnd fyrir utan fulltrúa Pírata. Niðurstaðan hefði verið vel rökstudd og málið vel unnið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það yfirgengilegt að hlusta á málflutning Pírata. „Háttvirtum þingmönnum væri sæmra að skammast sín, biðjast afsökunar á röngum sakargiftum og þjófkenningum heldur en að halda klifinu áfram eftir að niðurstaða er komin.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að almenningur gerði þá kröfu til þingmanna að þeir færu vel með fé og þegar það væri ekki gert væri öxluð á því ábyrgð. „Þetta sem gerðist í dag er birtingarmynd þess að Alþingi annaðhvort geti það ekki eða vilji það ekki. Hvort tveggja fullkomlega óásættanleg niðurstaða. Það ætti að vera lexía dagsins, ekki síst fyrir virðulegan forseta.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Stjórnmál Ekkert er fram komið sem gefur til kynna að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið gegn siðareglum alþingismanna Alþingis. Því sé ekki skilyrði fyrir því að verða við beiðni Björns Leví Gunnarssonar um að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum sem þingmenn hafa fengið vegna ferðakostnaðar. Vildi Björn Leví láta athuga hvort samræmi væri milli reikninga sem þingmenn hafa skilað inn vegna kostnaðar og ferðanna sem þeir fóru. Í erindi sínu til forsætisnefndar óskaði Björn Leví sérstaklega eftir því að kannaðar yrðu ferðir Ásmundar ef ekki yrði hægt að fara í almenna rannsókn. Ásmundur fékk 4,6 milljónir króna í akstursgreiðslur í fyrra, líkt og greint hefur verið frá, mest allra þingmanna. Ásmundur viðurkennir í svari sínu til nefndarinnar að greiðslur sem hann fékk vegna ferða sinna sem tengjast sjónvarpsþáttagerð fyrir ÍNN hafi orkað tvímælis. Hann hafi litið svo á að hann væri að slá tvær flugur í einu höggi með því að nýta ferðina til þingstarfa í kjördæmi sínu. Hann hafi því endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur vegna ferða sem hann hafði fengið endurgreiddar. „Enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram.“ Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að málinu sé hvergi nærri lokið þrátt fyrir þetta. „Það getur ekki verið miðað við að það á að kalla saman siðanefndina en var ekki gert. Það var undarlegt að forseti slaufi fram hjá þeirri skyldu sinni. Forsætisnefnd er bara milligönguaðili í þessu. Erindi mitt snýr mikið að endurgreiðslu í kringum kosningabaráttu. Þar undir eru ansi margir þingmenn og þeir þingmenn sem voru í forsætisnefnd og hafa kannski fengið endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar sem frambjóðendur en ekki sem þingmenn í kosningabaráttu hefðu átt að segja sig frá málinu.“ Björn segir að hann muni nú skoða hvaða vegir séu færir til að halda lífi í málinu sem hann telur mikilvægt. Hann sé hvergi nærri hættur. Hart tekist á um málsmeðferðina Þingmenn Pírata gagnrýndu málsmeðferð forsætisnefndar harðlega á þingfundi í gær. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði að Birni Leví hefði verið hótað því í nefndinni að hann sjálfur yrði mögulega látinn sæta ábyrgð samkvæmt siðareglum fyrir að hafa sent erindið. Það væri ólíðandi og ótrúlegt að slíkt hefði komið fram. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að þótt niðurstaðan kynni að vera önnur en sumir hefðu viljað sjá hefði verið full samstaða um afgreiðslu málsins í forsætisnefnd fyrir utan fulltrúa Pírata. Niðurstaðan hefði verið vel rökstudd og málið vel unnið. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það yfirgengilegt að hlusta á málflutning Pírata. „Háttvirtum þingmönnum væri sæmra að skammast sín, biðjast afsökunar á röngum sakargiftum og þjófkenningum heldur en að halda klifinu áfram eftir að niðurstaða er komin.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að almenningur gerði þá kröfu til þingmanna að þeir færu vel með fé og þegar það væri ekki gert væri öxluð á því ábyrgð. „Þetta sem gerðist í dag er birtingarmynd þess að Alþingi annaðhvort geti það ekki eða vilji það ekki. Hvort tveggja fullkomlega óásættanleg niðurstaða. Það ætti að vera lexía dagsins, ekki síst fyrir virðulegan forseta.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira