Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2018 21:00 Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur nú í einu vetfangi verið kippt inn í 21. öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þáttaskil urðu nýlega í samgöngumálum á Ströndum þegar malbikið náði alla leið í Bjarnarfjörð, sem er inn af Húnaflóa norðan Hólmavíkur. Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps, segir að áratuga draumur Bjarnfirðinga um uppbyggðan malbikaðan veg sé nú að rætast. „Þetta er nú alveg bara ótrúlegt hvað það eru miklar framfarir á stuttum tíma, á þessu litla svæði á hjara veraldar, eins og sumir segja,“ segir Finnur.Við Klúkuskóla, sem nú er Hótel Laugarhóll. Tæki Orkubús Vestfjarða, sem leggja strengina í jörð, má sjá vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er nefnilega fleira að koma í þessa litlu sveit. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru að leggja bæði ljósleiðara og rafstreng fyrir þriggja fasa rafmagn, sem er forsenda þess að hægt sé að nota öflugar rafvélar, eins og fyrir bændur og iðnaðarmenn. „Við erum bara að varpa okkur fram í 21. öldina og erum loksins að verða bara sambærilegur staður, og við viljum vera, miðað við aðra staði á Íslandi,“ segir oddvitinn. „Já, allir rosa jákvæðir og bara ánægðir með þetta framtak hjá okkur,“ svarar Júlíus Jónsson, verkstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, spurður um viðbrögð heimamanna við að fá strengina.Júlíus Jónsson verkstjóri ásamt öðrum starfsmönnum Orkubús Vestfjarða við bæinn Klúku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Júlíus kveðst halda að þetta breyti lífinu hjá fólki. „Ég held það, alveg. Miklu betra samband. Hér er ekkert samband, bara lélegt sjónvarp, bara slæmt samband á öllu. Þannig að ég held að þetta sé bara glæsileg þróun,“ segir Júlíus. Þótt jarðstrengirnir láti ekki mikið yfir sér eru þeir kannski með því sem skiptir mestu fyrir nútímasamfélag, ekki síst fyrir yngra fólk, sem sennilega gerir meiri kröfur um öflugar háhraðatengingar.Kirkjustaðurinn Kaldrananes, sem hreppurinn heitir eftir, stendur við mynni Bjarnarfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við gerum bara kröfur í dag og við sættum okkur ekkert við annars flokks þjónustu. Þetta er kannski liður í því hjá sveitarfélaginu að skapa sömu tækifæri um sveitir landsins, eins og þau bjóðast á höfuðborgarsvæðinu,“ segir oddvitinn. Fjallað var um mannlíf í þessari vestfirsku vin í þættinum „Um land allt”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Kaldrananeshreppur Um land allt Tengdar fréttir Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur nú í einu vetfangi verið kippt inn í 21. öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þáttaskil urðu nýlega í samgöngumálum á Ströndum þegar malbikið náði alla leið í Bjarnarfjörð, sem er inn af Húnaflóa norðan Hólmavíkur. Finnur Ólafsson frá Svanshóli, oddviti Kaldrananeshrepps, segir að áratuga draumur Bjarnfirðinga um uppbyggðan malbikaðan veg sé nú að rætast. „Þetta er nú alveg bara ótrúlegt hvað það eru miklar framfarir á stuttum tíma, á þessu litla svæði á hjara veraldar, eins og sumir segja,“ segir Finnur.Við Klúkuskóla, sem nú er Hótel Laugarhóll. Tæki Orkubús Vestfjarða, sem leggja strengina í jörð, má sjá vinstra megin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það er nefnilega fleira að koma í þessa litlu sveit. Starfsmenn Orkubús Vestfjarða eru að leggja bæði ljósleiðara og rafstreng fyrir þriggja fasa rafmagn, sem er forsenda þess að hægt sé að nota öflugar rafvélar, eins og fyrir bændur og iðnaðarmenn. „Við erum bara að varpa okkur fram í 21. öldina og erum loksins að verða bara sambærilegur staður, og við viljum vera, miðað við aðra staði á Íslandi,“ segir oddvitinn. „Já, allir rosa jákvæðir og bara ánægðir með þetta framtak hjá okkur,“ svarar Júlíus Jónsson, verkstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, spurður um viðbrögð heimamanna við að fá strengina.Júlíus Jónsson verkstjóri ásamt öðrum starfsmönnum Orkubús Vestfjarða við bæinn Klúku.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Júlíus kveðst halda að þetta breyti lífinu hjá fólki. „Ég held það, alveg. Miklu betra samband. Hér er ekkert samband, bara lélegt sjónvarp, bara slæmt samband á öllu. Þannig að ég held að þetta sé bara glæsileg þróun,“ segir Júlíus. Þótt jarðstrengirnir láti ekki mikið yfir sér eru þeir kannski með því sem skiptir mestu fyrir nútímasamfélag, ekki síst fyrir yngra fólk, sem sennilega gerir meiri kröfur um öflugar háhraðatengingar.Kirkjustaðurinn Kaldrananes, sem hreppurinn heitir eftir, stendur við mynni Bjarnarfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við gerum bara kröfur í dag og við sættum okkur ekkert við annars flokks þjónustu. Þetta er kannski liður í því hjá sveitarfélaginu að skapa sömu tækifæri um sveitir landsins, eins og þau bjóðast á höfuðborgarsvæðinu,“ segir oddvitinn. Fjallað var um mannlíf í þessari vestfirsku vin í þættinum „Um land allt”. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Kaldrananeshreppur Um land allt Tengdar fréttir Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Malbikið að koma til Drangsness Íbúar Drangsness sjá fram á að tengjast þjóðvegakerfinu með bundnu slitlagi. Síðasti malarkaflinn heim til þeirra heyrir brátt sögunni til. Vegagerðin er í botni Steingrímsfjarðar og hófst í fyrravetur með smíði 40 metra langrar brúar yfir Staðará, sem byggingarfélagið Eykt tók að sér fyrir 85 milljónir króna.Í haust hófst svo lagning þriggja kílómetra langs vegarkafla, sem Borgarverk annast fyrir um 160 milljónir króna. 8. nóvember 2012 19:15