Jón Arnór: Við erum greinilega svona heimskir körfuboltamenn Árni Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2018 21:30 Jón Arnór í leiknum í kvöld. vísir/bára Hann var stuttur í svörum Jón Arnór Stefánsson og virtist hann þurfa nokkur andartök til að ná saman hugsunum sínum þegar blaðamaður náði tali af honum eftir tap KR fyrir Grindavík fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvað væri að gerast hjá KR og hvort það væri sama upp á teningnum og á móti Njarðvík og komu tvö stutt svör. „Við erum eins og dauðyfli. Sama og var að gerast á móti Haukum,“ sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í leikslok. Hann var beðinn um útskýringu á því hvað væri að gerast. „Við erum greinilega svona illa þjálfaðir eða svona vitlausir og heimskir körfuboltamenn eða eitthvað. Þetta eru grundvallaratriði sem við erum að klikka á.“ „Eins og maðurinn sem þú ert að dekka, hvort vill hann fara til vinstri eða hægri, hvað finnst honum þægilegt að gera. Hvað ætlar þú þá að þvinga hann út í?“ „Væntanlega það sem hann vill ekki gera og það er greinilega ekki verið að hamra þessu nægjanlega vel inn í hausinn á mönnum eða menn eru ekki að móttaka það sem verið er að segja við þá. Það er nákvæmlega þannig.“ Jón Arnór var svo spurður að því hvort að landsleikjahléið kæmi á góðum eða slæmum tíma fyrir KR. „Það er ógeðslega slæmt. Það er leiðinlegt að fara með tap inn í það frí en við eigum að vera á betri stað núna en erum það ekki. Við verðum að nota fríið til að þjappa okkur saman og gera þetta betur.“ „Það þarf aðeins að skerpa á hlutunum og vera svona aðeins meiri karakter skilur þú, aðeins að horfa í spegilinn. Kannski erum við það ekki, kannski erum við bara að reyna að kreista fram eitthvað sem við erum ekki.“ „Við erum allavega komnir með mannskapinn til þess að gera eitthvað og við þurfum að fara að sýna eitthvað því annars skiptir þetta engu máli,“ sagði þessi mæti kappi að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Grindavík 84-95 | Grindavík kafsigldi KR í Vesturbænum Besti leikur Grindvíkinga hingað til þessa skilaði þeim dýrmætum og stórkostlegum sigri í kvöld. 22. nóvember 2018 22:00 Jón Arnór vill ekki sjá eftir neinu er hann hættir næsta vor KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson er að spila sitt síðasta tímabil á ferlinum og hann ætlar sér að njóta síðasta ársins. 22. nóvember 2018 09:30 Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Hann var stuttur í svörum Jón Arnór Stefánsson og virtist hann þurfa nokkur andartök til að ná saman hugsunum sínum þegar blaðamaður náði tali af honum eftir tap KR fyrir Grindavík fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvað væri að gerast hjá KR og hvort það væri sama upp á teningnum og á móti Njarðvík og komu tvö stutt svör. „Við erum eins og dauðyfli. Sama og var að gerast á móti Haukum,“ sagði Jón Arnór í samtali við Vísi í leikslok. Hann var beðinn um útskýringu á því hvað væri að gerast. „Við erum greinilega svona illa þjálfaðir eða svona vitlausir og heimskir körfuboltamenn eða eitthvað. Þetta eru grundvallaratriði sem við erum að klikka á.“ „Eins og maðurinn sem þú ert að dekka, hvort vill hann fara til vinstri eða hægri, hvað finnst honum þægilegt að gera. Hvað ætlar þú þá að þvinga hann út í?“ „Væntanlega það sem hann vill ekki gera og það er greinilega ekki verið að hamra þessu nægjanlega vel inn í hausinn á mönnum eða menn eru ekki að móttaka það sem verið er að segja við þá. Það er nákvæmlega þannig.“ Jón Arnór var svo spurður að því hvort að landsleikjahléið kæmi á góðum eða slæmum tíma fyrir KR. „Það er ógeðslega slæmt. Það er leiðinlegt að fara með tap inn í það frí en við eigum að vera á betri stað núna en erum það ekki. Við verðum að nota fríið til að þjappa okkur saman og gera þetta betur.“ „Það þarf aðeins að skerpa á hlutunum og vera svona aðeins meiri karakter skilur þú, aðeins að horfa í spegilinn. Kannski erum við það ekki, kannski erum við bara að reyna að kreista fram eitthvað sem við erum ekki.“ „Við erum allavega komnir með mannskapinn til þess að gera eitthvað og við þurfum að fara að sýna eitthvað því annars skiptir þetta engu máli,“ sagði þessi mæti kappi að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Grindavík 84-95 | Grindavík kafsigldi KR í Vesturbænum Besti leikur Grindvíkinga hingað til þessa skilaði þeim dýrmætum og stórkostlegum sigri í kvöld. 22. nóvember 2018 22:00 Jón Arnór vill ekki sjá eftir neinu er hann hættir næsta vor KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson er að spila sitt síðasta tímabil á ferlinum og hann ætlar sér að njóta síðasta ársins. 22. nóvember 2018 09:30 Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Grindavík 84-95 | Grindavík kafsigldi KR í Vesturbænum Besti leikur Grindvíkinga hingað til þessa skilaði þeim dýrmætum og stórkostlegum sigri í kvöld. 22. nóvember 2018 22:00
Jón Arnór vill ekki sjá eftir neinu er hann hættir næsta vor KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson er að spila sitt síðasta tímabil á ferlinum og hann ætlar sér að njóta síðasta ársins. 22. nóvember 2018 09:30