Ráðherra ræddi þriðja orkupakkann í Brussel Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, á fundi hjá ESB í Brussel í Belgíu gær. Nordicphotos/Getty „Ég fór yfir það að við hefðum frestað málinu til að gaumgæfa það enn frekar með þeim sérfræðingum sem best til þekkja. Við værum að skoða alla þá gagnrýni sem komið hefur fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann sem var meðal umræðuefna á fundum hans í Brussel síðustu daga. Guðlaugur Þór sat meðal annars fund EES-ráðsins auk þess að funda með þingmannanefnd og ráðgjafarnefnd EFTA. Í EES-ráðinu sitja utanríkisráðherrar EES-ríkjanna auk fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB. Ráðherrann segist hafa lagt áherslu á að hagsmunir Íslands í orkumálum yrðu áfram tryggðir. „Það komu fram spurningar í þingmannanefndinni frá norskum þingmönnum. Þeir spurðu út í stöðu málsins og það varð nokkur umræða um þetta og um EES-málin. Ég notaði tækifærið til þess að vekja athygli á því sem snýr að okkur og okkar hagsmunum. Það er tveggja stoða kerfið og það eru þessi mál sem eru í umræðunni og fleiri,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra kveðst hafa lagt áherslu á það að EES-samningurinn hafi gengið mjög vel og styrkt Íslendinga mikið en það skipti máli að framkvæmdin á honum sé eins góð og mögulegt er. „Við höfum verið að efla mjög hagsmunagæsluna í Brussel. Það er mjög mikilvægt að við gætum hagsmuna okkar og það er best gert á fyrstu stigum þegar kemur að þeim innleiðingum sem við þurfum að taka inn í EES-samninginn en það er alls ekki bundið bara við það.“ Utanríkisráðherrar EES-ríkjanna ræddu líka stöðuna í Brexit og voru sammála um að það væri fagnaðarefni að náðst hefði samkomulag um útgönguskilmála Bretlands úr ESB. „Það hefur farið mikil vinna af hálfu EFTA-ríkjanna í Brexit-málin, bæði sameiginlega og síðan hafa ríkin verið að undirbúa sig fyrir þær stöður sem geta komið upp. Málinu er ekki lokið en það eru komnir stórir áfangar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
„Ég fór yfir það að við hefðum frestað málinu til að gaumgæfa það enn frekar með þeim sérfræðingum sem best til þekkja. Við værum að skoða alla þá gagnrýni sem komið hefur fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann sem var meðal umræðuefna á fundum hans í Brussel síðustu daga. Guðlaugur Þór sat meðal annars fund EES-ráðsins auk þess að funda með þingmannanefnd og ráðgjafarnefnd EFTA. Í EES-ráðinu sitja utanríkisráðherrar EES-ríkjanna auk fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB. Ráðherrann segist hafa lagt áherslu á að hagsmunir Íslands í orkumálum yrðu áfram tryggðir. „Það komu fram spurningar í þingmannanefndinni frá norskum þingmönnum. Þeir spurðu út í stöðu málsins og það varð nokkur umræða um þetta og um EES-málin. Ég notaði tækifærið til þess að vekja athygli á því sem snýr að okkur og okkar hagsmunum. Það er tveggja stoða kerfið og það eru þessi mál sem eru í umræðunni og fleiri,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra kveðst hafa lagt áherslu á það að EES-samningurinn hafi gengið mjög vel og styrkt Íslendinga mikið en það skipti máli að framkvæmdin á honum sé eins góð og mögulegt er. „Við höfum verið að efla mjög hagsmunagæsluna í Brussel. Það er mjög mikilvægt að við gætum hagsmuna okkar og það er best gert á fyrstu stigum þegar kemur að þeim innleiðingum sem við þurfum að taka inn í EES-samninginn en það er alls ekki bundið bara við það.“ Utanríkisráðherrar EES-ríkjanna ræddu líka stöðuna í Brexit og voru sammála um að það væri fagnaðarefni að náðst hefði samkomulag um útgönguskilmála Bretlands úr ESB. „Það hefur farið mikil vinna af hálfu EFTA-ríkjanna í Brexit-málin, bæði sameiginlega og síðan hafa ríkin verið að undirbúa sig fyrir þær stöður sem geta komið upp. Málinu er ekki lokið en það eru komnir stórir áfangar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45