Nefndin hefur enn ekki hafið störf en hún hefur fundað einu sinni til að undirbúa vinnuna. Lagaskrifstofa Alþingis safnar nú gögnum vegna málsins og mun nefndin hefja störf þegar því er lokið.
Ekkert annað erindi borist forsætisnefnd
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustri, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ef Siðanefndin ætlaði að kalla eftir upptökum af samtalinu á Klaustri ætti að kalla eftir öllum upptökum af samtölum þingmanna sem til eru.Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi þyrfti forsætisnefnd þó sérstaklega að berast erindi þess efnis sem hún þyrfti þá að vísa til siðanefndar.
„Forsætisnefnd ákveður hvað hún felur siðanefndinni að gera. Siðanefndin tekur engar slíkar ákvarðanir,“ segir Ásta Ragnheiður í samtali við Vísi.
Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður Lagadeildar Alþingis, segir að undirbúningsvinna sé í fullum gangi og að einungis eitt mál sé á borði nefndarinnar. Hann segir að nú sé verði að afla gagna, bæði frumgagna sem og umfjöllunar úr fjölmiðlum. Síðan muni Alþingi einnig afla upplýsinga frá þingmönnum og segir að yfirleitt sé gert ráð fyrir skriflegri gagnaöflun.