Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. desember 2018 06:15 Frá Katowice í gær. Getty/The Asahi Shimbun Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fundinum var flýtt um einn dag sökum þeirra fjölmörgu úrlausnarefna sem greiða þarf úr á næstu dögum. Fundurinn í Póllandi þykir afar mikilvæg prófraun fyrir þjóðirnar en nær allar þjóðir heims sammæltust um það í París í desember 2015 að halda hnattrænni hlýnun vel innan 2 gráða. Er nú vonast til þess að ríkin láti kné fylgja kviði og útlisti hvernig þau muni framfylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Við erum samankomin hér til að hvetja heimsbyggðina til að taka höndum saman gegn loftslagsbreytingum,“ sagði umhverfisráðherra Póllands, Michal Kurtyka, sem stýrir fundarhöldunum. Ráðstefnan í Póllandi fékk öflugan meðbyr í formi yfirlýsingar 19 af 20 G20-ríkjanna á dögunum um að þau myndu freista þess að framfylgja markmiðum Parísarkomulagsins. Bandaríkin studdu ekki yfirlýsinguna. „Hin G20-löndin hafa ekki aðeins sýnt fram á að þau skilji vísindin sem búa að baki, heldur eru þau byrjuð að grípa til aðgerða til að stemma stigu við meiriháttar áhrifum loftslagsbreytinga og til að efla efnahag landa sinna,“ sagði Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Á meðal þess sem verður rætt í Katowice á næstu dögum er hvernig hægt verður að samrýna loftslagsbókhald ríkjanna og hvort markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði efld eftir árið 2020, auk þess verður ræddur fjárstuðningur við fátæk lönd sem eiga erfitt með að mæta breytingum á loftslagi og veðrakerfum einsömul. Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Loftslagsmál Pólland Suður-Ameríka Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fundinum var flýtt um einn dag sökum þeirra fjölmörgu úrlausnarefna sem greiða þarf úr á næstu dögum. Fundurinn í Póllandi þykir afar mikilvæg prófraun fyrir þjóðirnar en nær allar þjóðir heims sammæltust um það í París í desember 2015 að halda hnattrænni hlýnun vel innan 2 gráða. Er nú vonast til þess að ríkin láti kné fylgja kviði og útlisti hvernig þau muni framfylgja markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Við erum samankomin hér til að hvetja heimsbyggðina til að taka höndum saman gegn loftslagsbreytingum,“ sagði umhverfisráðherra Póllands, Michal Kurtyka, sem stýrir fundarhöldunum. Ráðstefnan í Póllandi fékk öflugan meðbyr í formi yfirlýsingar 19 af 20 G20-ríkjanna á dögunum um að þau myndu freista þess að framfylgja markmiðum Parísarkomulagsins. Bandaríkin studdu ekki yfirlýsinguna. „Hin G20-löndin hafa ekki aðeins sýnt fram á að þau skilji vísindin sem búa að baki, heldur eru þau byrjuð að grípa til aðgerða til að stemma stigu við meiriháttar áhrifum loftslagsbreytinga og til að efla efnahag landa sinna,“ sagði Christiana Figueres, fyrrverandi framkvæmdastýra rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Á meðal þess sem verður rætt í Katowice á næstu dögum er hvernig hægt verður að samrýna loftslagsbókhald ríkjanna og hvort markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda verði efld eftir árið 2020, auk þess verður ræddur fjárstuðningur við fátæk lönd sem eiga erfitt með að mæta breytingum á loftslagi og veðrakerfum einsömul.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Loftslagsmál Pólland Suður-Ameríka Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira