Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2018 12:00 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Það getur reynst flókið að leysa úr því hverjir sitja að lokum áfram í núverandi þingflokki Flokks fólksins. Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. Inga Sæland segist hafa bæði stjórn og almenna flokksmenn á bakvið sig í baráttunni fyrir bættu siðferði í íslenskum stjórnmálum. Samþykkt var með átta atkvæðum af níu í stjórn Flokks fólksins í gær að vísa Ólafi Ísleifssyni formanni þingflokks og Karli Gauta Hjaltasyni varaformanni þingflokksins úr flokknum. Níundi stjórnarmaðurinn, Karl Gauti, mætti ekki á stjórnarfundinn enda telja hann og Ólafur að ólöglega hafi verið boðað til fundarins. Inga Sæland formaður flokksins og vísar því aftur á móti á bug. Það er í sjálfu sér er einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu að tveir þingmenn séu reknir úr flokkum sínum. Hins vegar eru þeir Ólafur og Karl Gauti enn í þingflokki Flokks fólksins þótt ekki fari milli mála að formaður flokksins, stjórn flokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður vilja þá tvímenninga úr þingflokknum. „Flokkur fólksins vill betra siðferði inni á þingi og við tökum ábyrgð á okkar gerðum. Og það er nákvæmlega það sem við erum að gera nú,” segir Inga.En svona fyrir utan stjórnina eruð þið að heyra almennt í fólki í flokknum, hvernig er hljóðið í hinum almenna flokksmanni? „Í rauninni myndi ég segja að hljóðið í hinum almenna flokksmanni, stjórninni og öllum sem að þessu koma er þannig að ég get ekki annað en staðið keik í brúnni og barist með oddi og egg fyrir fyrir réttlæti og bættu siðferði. Ég er bara með gríðarlega góðan stuðning og yndislegt fólk allt í kring,” segir Inga. Þrátt fyrir þetta er ekki víst að það verði síðan einfalt að leysa úr málum fjögurra manna þingflokks þar sem þrjá þingmenn þarf til að mynda nýjan þingflokk á Alþingi. Þar sem þingflokkur Flokks fólksins uppfyllti þau skilyrði að loknum kosningum segir Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis að hann geti verið það áfram. Spurningin er hver ræður þeim þingflokki? Karl Gauti segir stjórn flokksins hafa lögsögu yfir flokknum sjálfum. „Þau geta vísað okkur úr flokknum eins og ég sagði.”Þið getið þá sótt áfram þingflokksfundi með hinum tveimur þingmönnunum þú og Ólafur ef þau vilja ekki sitja þingflokksfundi með ykkur? „Ég skal nú ekki segja. Ég er nú varaformaður þingflokksins og Ólafur er formaður þingflokksins. Þannig að ég veit nú ekki alveg hvernig þau ætla að koma þessu fram,” sagði Karl Gauti seinnipartinn í gær þegar hann var enn að vona að sættir gætu tekist í flokknum. En þetta skýrist væntanlega frekar nú um helgina eða strax og þingfundir hefjast á mánudag. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. 1. desember 2018 09:53 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Það getur reynst flókið að leysa úr því hverjir sitja að lokum áfram í núverandi þingflokki Flokks fólksins. Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. Inga Sæland segist hafa bæði stjórn og almenna flokksmenn á bakvið sig í baráttunni fyrir bættu siðferði í íslenskum stjórnmálum. Samþykkt var með átta atkvæðum af níu í stjórn Flokks fólksins í gær að vísa Ólafi Ísleifssyni formanni þingflokks og Karli Gauta Hjaltasyni varaformanni þingflokksins úr flokknum. Níundi stjórnarmaðurinn, Karl Gauti, mætti ekki á stjórnarfundinn enda telja hann og Ólafur að ólöglega hafi verið boðað til fundarins. Inga Sæland formaður flokksins og vísar því aftur á móti á bug. Það er í sjálfu sér er einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu að tveir þingmenn séu reknir úr flokkum sínum. Hins vegar eru þeir Ólafur og Karl Gauti enn í þingflokki Flokks fólksins þótt ekki fari milli mála að formaður flokksins, stjórn flokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður vilja þá tvímenninga úr þingflokknum. „Flokkur fólksins vill betra siðferði inni á þingi og við tökum ábyrgð á okkar gerðum. Og það er nákvæmlega það sem við erum að gera nú,” segir Inga.En svona fyrir utan stjórnina eruð þið að heyra almennt í fólki í flokknum, hvernig er hljóðið í hinum almenna flokksmanni? „Í rauninni myndi ég segja að hljóðið í hinum almenna flokksmanni, stjórninni og öllum sem að þessu koma er þannig að ég get ekki annað en staðið keik í brúnni og barist með oddi og egg fyrir fyrir réttlæti og bættu siðferði. Ég er bara með gríðarlega góðan stuðning og yndislegt fólk allt í kring,” segir Inga. Þrátt fyrir þetta er ekki víst að það verði síðan einfalt að leysa úr málum fjögurra manna þingflokks þar sem þrjá þingmenn þarf til að mynda nýjan þingflokk á Alþingi. Þar sem þingflokkur Flokks fólksins uppfyllti þau skilyrði að loknum kosningum segir Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis að hann geti verið það áfram. Spurningin er hver ræður þeim þingflokki? Karl Gauti segir stjórn flokksins hafa lögsögu yfir flokknum sjálfum. „Þau geta vísað okkur úr flokknum eins og ég sagði.”Þið getið þá sótt áfram þingflokksfundi með hinum tveimur þingmönnunum þú og Ólafur ef þau vilja ekki sitja þingflokksfundi með ykkur? „Ég skal nú ekki segja. Ég er nú varaformaður þingflokksins og Ólafur er formaður þingflokksins. Þannig að ég veit nú ekki alveg hvernig þau ætla að koma þessu fram,” sagði Karl Gauti seinnipartinn í gær þegar hann var enn að vona að sættir gætu tekist í flokknum. En þetta skýrist væntanlega frekar nú um helgina eða strax og þingfundir hefjast á mánudag.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. 1. desember 2018 09:53 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48
Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31
Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32
Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. 1. desember 2018 09:53
Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15