Corbyn ekki til í vantraust strax Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. desember 2018 07:00 Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi. Getty/Leon Neal Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og bresku stjórnarandstöðunnar, sagðist í gær ekki ætla að leggja fram tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra. Það er, ekki fyrr en hann hefði fullvissu um að hann næði meirihluta á bak við slíka tillögu. Ef til þess kæmi þyrfti að boða til nýrra kosninga. Þeirra þriðju á fimm árum. Hins vegar sagði Corbyn að May hefði smánað embætti sitt með því að aflýsa atkvæðagreiðslu um Brexit-samninginn, sem hún hefur náð við ESB, er fram átti að fara í gær. „Þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf lengur og forsætisráðherrann þarf að játa að samningurinn er dauður. Þessar misheppnuðu samningaviðræður hafa endað í tómri vitleysu. Hún hefur ekki lengur umboð til að semja af Bretlands hálfu fyrst hún hefur ekki umboð innan eigin flokks,“ sagði Corbyn. Miðað við orð Iains Duncans Smith, þingmanns Íhaldsflokksins, er einmitt ekki ljóst hvort May njóti stuðnings flokksmanna. Vissulega hefur stórt brot þingflokksins lengi verið óánægt með gang mála en nú virðist óánægðum fjölga. „Á undanförnum sólarhring hef ég tekið eftir því að æ fleiri eru að átta sig á því að þetta mun ekki ganga upp. Fólk sem hefði annars ekki sent bréf um vantraust er nú að gera það opinberlega. Stemningin í flokknum er að breytast,“ sagði Smith í gær. Sjálf var May á meginlandinu í gær til að ræða við leiðtoga aðildarríkja og sambandsins sjálfs um samninginn. Óánægjan sem hefur ríkt um samninginn stafar einna helst af varúðarráðstöfun um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ráðstöfunin felur í sér að komist aðilar ekki að samkomulagi um hvernig hátta skuli tollamálum svo hægt sé að fyrirbyggja sýnileg landamæri skuli Norður-Írland áfram lúta reglum tollabandalagsins. Það þykir mörgum óásættanlegt. Corbyn sagði að þessi reisa May væri tilgangslaus sóun á tíma og almannafé. Samkvæmt Andreu Leadsom, þingflokksformanni Íhaldsflokksins, leitaðist May við að fá það samþykkt að breska þingið þyrfti að samþykkja virkjun varúðarráðstöfunarinnar og svo árlega atkvæðagreiðslu um hana. May fundaði til dæmis með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Bæði sögðu þau algjörlega út úr myndinni að breyta samningnum. Þau vildu þó hjálpa henni að koma samningnum í gegnum þingið. Forsætisráðherrann breski heldur svo til Írlands í dag þar sem hún fundar með Leo Varadkar forsætisráðherra. Sá sagði í dag að hann ætlaði að koma því á framfæri að samningnum, varúðarráðstöfuninni þar með talinni, yrði ekki breytt. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins og bresku stjórnarandstöðunnar, sagðist í gær ekki ætla að leggja fram tillögu um vantraust á Theresu May forsætisráðherra. Það er, ekki fyrr en hann hefði fullvissu um að hann næði meirihluta á bak við slíka tillögu. Ef til þess kæmi þyrfti að boða til nýrra kosninga. Þeirra þriðju á fimm árum. Hins vegar sagði Corbyn að May hefði smánað embætti sitt með því að aflýsa atkvæðagreiðslu um Brexit-samninginn, sem hún hefur náð við ESB, er fram átti að fara í gær. „Þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf lengur og forsætisráðherrann þarf að játa að samningurinn er dauður. Þessar misheppnuðu samningaviðræður hafa endað í tómri vitleysu. Hún hefur ekki lengur umboð til að semja af Bretlands hálfu fyrst hún hefur ekki umboð innan eigin flokks,“ sagði Corbyn. Miðað við orð Iains Duncans Smith, þingmanns Íhaldsflokksins, er einmitt ekki ljóst hvort May njóti stuðnings flokksmanna. Vissulega hefur stórt brot þingflokksins lengi verið óánægt með gang mála en nú virðist óánægðum fjölga. „Á undanförnum sólarhring hef ég tekið eftir því að æ fleiri eru að átta sig á því að þetta mun ekki ganga upp. Fólk sem hefði annars ekki sent bréf um vantraust er nú að gera það opinberlega. Stemningin í flokknum er að breytast,“ sagði Smith í gær. Sjálf var May á meginlandinu í gær til að ræða við leiðtoga aðildarríkja og sambandsins sjálfs um samninginn. Óánægjan sem hefur ríkt um samninginn stafar einna helst af varúðarráðstöfun um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ráðstöfunin felur í sér að komist aðilar ekki að samkomulagi um hvernig hátta skuli tollamálum svo hægt sé að fyrirbyggja sýnileg landamæri skuli Norður-Írland áfram lúta reglum tollabandalagsins. Það þykir mörgum óásættanlegt. Corbyn sagði að þessi reisa May væri tilgangslaus sóun á tíma og almannafé. Samkvæmt Andreu Leadsom, þingflokksformanni Íhaldsflokksins, leitaðist May við að fá það samþykkt að breska þingið þyrfti að samþykkja virkjun varúðarráðstöfunarinnar og svo árlega atkvæðagreiðslu um hana. May fundaði til dæmis með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Bæði sögðu þau algjörlega út úr myndinni að breyta samningnum. Þau vildu þó hjálpa henni að koma samningnum í gegnum þingið. Forsætisráðherrann breski heldur svo til Írlands í dag þar sem hún fundar með Leo Varadkar forsætisráðherra. Sá sagði í dag að hann ætlaði að koma því á framfæri að samningnum, varúðarráðstöfuninni þar með talinni, yrði ekki breytt.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30
Sögð ætla að fresta atkvæðagreiðslu um Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta atkvæðagreiðslunni í breska þinginu um Brexit-samninginn. 10. desember 2018 12:52