Dásemdarhlýja, lotning og óttablandin virðing fyrir gamla meistaranum Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2018 10:08 Sjaldan eða aldrei hefur nokkur maður verið eins innilega velkominn í nokkurn þingflokk og Ellert, dásemdarhlýja fylgir þessum gamla meistara. Fögnuður Samfylkingarfólks með komu Ellerts B. Schram á Alþingi er mikill og keppast þingmenn Samfylkingar við að bjóða hann velkominn; með húrrahrópum á Facebook. Ellert er að koma inn sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem fór í tveggja mánaða leyfi eftir að siðanefnd flokksins hafði tekið fyrir mál hans sem snýr að ósæmilegri framkomu við konu. Ellert sat í 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík suður og hefur tæplega búist við því að til þess kæmi að hann færi rétt tæplega áttræður á þing en hvorki þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir né Einar Kárason, sem sátu í 2. og 3. sæti á lista, komu því ekki við að hlaupa í skarðið fyrir Ágúst Ólaf. Það dæmdist því á Ellert, sem segist ætla að messa yfir þingheimi vegna bágborinnar stöðu aldraðra.Óttablandin virðing Fögnuður þingmanna Samfylkingarinnar vegna komu hans er mikill. Logi Einarsson, formaður flokksins, kann sér vart læti: „Pabbi sagði mér margar sögur af erfiðum viðureignum við Ellert þegar sá fyrrnefndi stóð í marki ÍBA en sá síðarnefndi var markahrellir hjá KR. Hann og KR-ingar gerðu mínum mönnum marga skráveifuna,“ skrifar Logi á Facebook-síðu sína og bætir því við að hann hafi alltaf borið „lotningu og næstum óttablandna virðingu fyrir honum og er ánægður með að nú erum við samherjar.“ Dásemdarhlýja fylgir gamla meistaranum Helga Vala Helgadóttir leyfir gleði sinni með komu Ellerts að streyma hindrunarlaust: „Það er eitthvað dásamlega fallegt við að Ellert sé mættur á þing, 47 árum eftir að hann kom hingað fyrst. Já, hann var fyrst kjörinn á þingið ári áður en ég fæddist og ég er amma!“ skrifar Helga Vala. „Þvílík dásemdarhlýja sem fylgir þessum meistara. Nú kætast KR ingar... eldri borgarar og ég.“ Guðmundur Andri Thorsson lætur ekki sitt eftir liggja, bendir á að Ellert hafi fyrst sest á þing fyrir 47 árum, sem mun einsdæmi. „Ómetanlegur í sókn og vörn.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri. 11. desember 2018 06:00 „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fögnuður Samfylkingarfólks með komu Ellerts B. Schram á Alþingi er mikill og keppast þingmenn Samfylkingar við að bjóða hann velkominn; með húrrahrópum á Facebook. Ellert er að koma inn sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson sem fór í tveggja mánaða leyfi eftir að siðanefnd flokksins hafði tekið fyrir mál hans sem snýr að ósæmilegri framkomu við konu. Ellert sat í 4. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík suður og hefur tæplega búist við því að til þess kæmi að hann færi rétt tæplega áttræður á þing en hvorki þau Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir né Einar Kárason, sem sátu í 2. og 3. sæti á lista, komu því ekki við að hlaupa í skarðið fyrir Ágúst Ólaf. Það dæmdist því á Ellert, sem segist ætla að messa yfir þingheimi vegna bágborinnar stöðu aldraðra.Óttablandin virðing Fögnuður þingmanna Samfylkingarinnar vegna komu hans er mikill. Logi Einarsson, formaður flokksins, kann sér vart læti: „Pabbi sagði mér margar sögur af erfiðum viðureignum við Ellert þegar sá fyrrnefndi stóð í marki ÍBA en sá síðarnefndi var markahrellir hjá KR. Hann og KR-ingar gerðu mínum mönnum marga skráveifuna,“ skrifar Logi á Facebook-síðu sína og bætir því við að hann hafi alltaf borið „lotningu og næstum óttablandna virðingu fyrir honum og er ánægður með að nú erum við samherjar.“ Dásemdarhlýja fylgir gamla meistaranum Helga Vala Helgadóttir leyfir gleði sinni með komu Ellerts að streyma hindrunarlaust: „Það er eitthvað dásamlega fallegt við að Ellert sé mættur á þing, 47 árum eftir að hann kom hingað fyrst. Já, hann var fyrst kjörinn á þingið ári áður en ég fæddist og ég er amma!“ skrifar Helga Vala. „Þvílík dásemdarhlýja sem fylgir þessum meistara. Nú kætast KR ingar... eldri borgarar og ég.“ Guðmundur Andri Thorsson lætur ekki sitt eftir liggja, bendir á að Ellert hafi fyrst sest á þing fyrir 47 árum, sem mun einsdæmi. „Ómetanlegur í sókn og vörn.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri. 11. desember 2018 06:00 „Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48 Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Elstur til að taka sæti á þingi í Íslandssögunni Ellert B. Schram varð í gær elstur Íslendinga til að setjast á þing. Þegar hann tók fyrst sæti fyrir tæplega fimmtíu árum var hann yngsti þingmaðurinn sem náði kjöri. 11. desember 2018 06:00
„Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Flokksmenn eru þó leiðir yfir málinu. 7. desember 2018 21:48
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39