Bára lét Alþingi fá frumupptökurnar af Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2018 13:01 Bára Halldórsdóttir. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. Stundin greindi frá þessu í dag. Í frétt Stundarinnar segir að forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis hafi óskað eftir gögnunum við miðlana þrjá sem höfðu upptökur Báru undir höndum, Stundina, DV og Kvennablaðið. Bára hafi ákveðið um helgina að afhenda hljóðupptökurnar sjálf svo að siðanefnd Alþingis gæti skoðað frumgögn. Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis, staðfesti í samtali við RÚV að skrifstofan væri komin með upptökurnar. Á upptökunum má heyra samtal sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins þar sem farið var ófögrum orðum um þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Tveir þingmenn Miðflokksins, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, tóku sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna málsins. Þá voru þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason reknir úr Flokki fólksins vegna aðildar sinnar. Forsætisnefnd ákvað í byrjun desember að vísa Klaustursmálinu til siðanefndar Alþingis. Í nefndinni sitja Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir formaður, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, doktor í heimspeki og umboðsmaður barna. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin kemur saman frá því að hún var stofnuð í fyrra. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hanna Katrín: „Við skuldum heilli þjóð að bregðast við“ Hanna Katrín Friðriksson þingflokkformaður Viðreisnar vill að þingmennirnir sex axli ábyrð og segi af sér. 9. desember 2018 11:13 Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00 Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé "lygaspuni frá óvildarmönnum“. 9. desember 2018 17:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar hefur afhent skrifstofu Alþingis hljóðupptökurnar af samtali þingmannanna sex á barnum 20. nóvember síðastliðinn. Stundin greindi frá þessu í dag. Í frétt Stundarinnar segir að forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis hafi óskað eftir gögnunum við miðlana þrjá sem höfðu upptökur Báru undir höndum, Stundina, DV og Kvennablaðið. Bára hafi ákveðið um helgina að afhenda hljóðupptökurnar sjálf svo að siðanefnd Alþingis gæti skoðað frumgögn. Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis, staðfesti í samtali við RÚV að skrifstofan væri komin með upptökurnar. Á upptökunum má heyra samtal sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins þar sem farið var ófögrum orðum um þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Tveir þingmenn Miðflokksins, þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, tóku sér launalaust leyfi frá þingstörfum vegna málsins. Þá voru þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason reknir úr Flokki fólksins vegna aðildar sinnar. Forsætisnefnd ákvað í byrjun desember að vísa Klaustursmálinu til siðanefndar Alþingis. Í nefndinni sitja Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir formaður, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, doktor í heimspeki og umboðsmaður barna. Þetta er í fyrsta sinn sem nefndin kemur saman frá því að hún var stofnuð í fyrra.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Hanna Katrín: „Við skuldum heilli þjóð að bregðast við“ Hanna Katrín Friðriksson þingflokkformaður Viðreisnar vill að þingmennirnir sex axli ábyrð og segi af sér. 9. desember 2018 11:13 Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00 Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé "lygaspuni frá óvildarmönnum“. 9. desember 2018 17:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hanna Katrín: „Við skuldum heilli þjóð að bregðast við“ Hanna Katrín Friðriksson þingflokkformaður Viðreisnar vill að þingmennirnir sex axli ábyrð og segi af sér. 9. desember 2018 11:13
Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun. 10. desember 2018 12:00
Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé "lygaspuni frá óvildarmönnum“. 9. desember 2018 17:45