Neyðast til að hafna sjálfboðaliðum ár eftir ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. desember 2018 09:00 Ingvi Kristinn ræddi við fréttamann Stöðvar 2 á aðfangadag þegar undirbúningur var í fullum gangi. Vísir Hjálpræðisherinn glímir við það lúxusvandamál ár hvert að færri sjálfboðaliðar komast að en vilja í jólagleði á aðfangadag. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins, segist þurfa að afþakka aðstoð fjölmargra sem vilja aðstoða við veisluhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þetta eru örugglega einhverjir tugir,“ segir Ingvi Kristinn. Blaðamaður þekkir til karlmanns um fertugt sem var barnlaus um jólin, foreldrarnir í útlöndum og jólin í ákveðnu uppnámi. Hann ákvað viku fyrir jól að bjóða fram krafta sína hjá Hjálpræðishernum og kom í opna skjöldu þegar þeir kraftar voru afþakkaðir. Ingvi Kristinn útskýrir að fólk hafi samband alveg fram á aðfangadag að bjóða fram aðstoð sína. Hjálpræðisherinn hafi undanfarin ár búið svo vel að sjálfboðaliðum, sumum sem koma ár eftir ár, að umframboð hefur verið af fólki til að aðstoða þá sem þiggja jólamatinn.Linda Sjöfn Jónsdóttir er meðal þeirra sem vinnur sjálfboðaliðastarf fyrir Hjálpræðisherinn.„Án þessa flotta fólks gætum við ekki gert þetta,“ segir Ingvi. Einn hafi hringt á aðfangadag og boðist til að greiða leigubílakostnað gesta. „Það boð kom bara aðeins of seint. Við vorum ekki með heimilisföng hjá fólkinu til að geta sótt það,“ segir Ingvi Kristinn. Sú aðstoð verði svo sannarlega þegin bjóðist hún að ári. Fjórða árið í röð var hátíðarkvöldverður í Ráðhúsi Reykjavíkur. 260 skráðu sig og 220-230 mættu.Söfnunarbaukar Hjálpræðishersins.„Það kemur alltaf aðeins færra fólk fyrir utan fyrir þremur árum þegar var algjör sprenging og það mættu 300 manns. En það reddaðist samt,“ segir Ingvi Kristinn. Hann er heilt yfir ánægður með hvernig til tókst. „Fyrir utan að eftirrétturinn skemmdist í frystinum, það var mjög sorglegt. Frystirinn bara hætti að frysta svo ísinn var ónýtur þegar átti að sækja hann til að bera fram.“ Gestirnir hafi þó tekið því af ró enda vant því að hlutirnir gangi ekki alltaf upp. „Þetta fólk kann betur að taka á móti því en við hin sem erum vön að fá allt upp í hendurnar.“ Allir hafi gengið út í aðfangadagskvöld með jólagjafir og gleði í hjarta. Hjálparstarf Jól Tengdar fréttir Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Hjálpræðisherinn glímir við það lúxusvandamál ár hvert að færri sjálfboðaliðar komast að en vilja í jólagleði á aðfangadag. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins, segist þurfa að afþakka aðstoð fjölmargra sem vilja aðstoða við veisluhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þetta eru örugglega einhverjir tugir,“ segir Ingvi Kristinn. Blaðamaður þekkir til karlmanns um fertugt sem var barnlaus um jólin, foreldrarnir í útlöndum og jólin í ákveðnu uppnámi. Hann ákvað viku fyrir jól að bjóða fram krafta sína hjá Hjálpræðishernum og kom í opna skjöldu þegar þeir kraftar voru afþakkaðir. Ingvi Kristinn útskýrir að fólk hafi samband alveg fram á aðfangadag að bjóða fram aðstoð sína. Hjálpræðisherinn hafi undanfarin ár búið svo vel að sjálfboðaliðum, sumum sem koma ár eftir ár, að umframboð hefur verið af fólki til að aðstoða þá sem þiggja jólamatinn.Linda Sjöfn Jónsdóttir er meðal þeirra sem vinnur sjálfboðaliðastarf fyrir Hjálpræðisherinn.„Án þessa flotta fólks gætum við ekki gert þetta,“ segir Ingvi. Einn hafi hringt á aðfangadag og boðist til að greiða leigubílakostnað gesta. „Það boð kom bara aðeins of seint. Við vorum ekki með heimilisföng hjá fólkinu til að geta sótt það,“ segir Ingvi Kristinn. Sú aðstoð verði svo sannarlega þegin bjóðist hún að ári. Fjórða árið í röð var hátíðarkvöldverður í Ráðhúsi Reykjavíkur. 260 skráðu sig og 220-230 mættu.Söfnunarbaukar Hjálpræðishersins.„Það kemur alltaf aðeins færra fólk fyrir utan fyrir þremur árum þegar var algjör sprenging og það mættu 300 manns. En það reddaðist samt,“ segir Ingvi Kristinn. Hann er heilt yfir ánægður með hvernig til tókst. „Fyrir utan að eftirrétturinn skemmdist í frystinum, það var mjög sorglegt. Frystirinn bara hætti að frysta svo ísinn var ónýtur þegar átti að sækja hann til að bera fram.“ Gestirnir hafi þó tekið því af ró enda vant því að hlutirnir gangi ekki alltaf upp. „Þetta fólk kann betur að taka á móti því en við hin sem erum vön að fá allt upp í hendurnar.“ Allir hafi gengið út í aðfangadagskvöld með jólagjafir og gleði í hjarta.
Hjálparstarf Jól Tengdar fréttir Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15