Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. desember 2018 13:00 Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. Formaður Postula slasaðist illa á mótorhjóli í fyrra sumar eftir að hafa verið í heimsókn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum. Þrátt fyrir að það sé hávetur og hálka þá komu tveir félagar í Postulunum á mótorhjólunum sínum í heimsóknina til sjúkraflutningamannanna í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, aðrir komu á bílunum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var að færa sjúkraflutningamönnum á vakt yfir jólahátíðina gott að borða og eitthvað að drekka með svo engin verði svangur. Sjúkraflutningamenn er sá hópur fólks sem við þurfum að reiða okkur á ef eitthvað bjátar á . Okkur finnst að þau fái ekki nóg hrós fyrir og langaði því að gleðja þennan flotta hóp með smá kræsingum í kringum hátíðirnar“, segir Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Magnús HlynurSteinþór lenti í móturhjólaslysi á Suðurlandsveginum í ágúst 2017 þar sem sjúkraflutningamenn voru fljótir á vettvang en hann var að koma úr heimsókn frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum en Postularnir fengu heimboð frá Guðna. „Það var nú bara tæpt á tímabili en þökk sé þessu flotta fólki hér, þá er ég hér uppistandandi og bara nokkuð góður“.Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður.Magnús HlynurSjúkraflutningamennirnir eru ákaflega ánægðir þegar munað er eftir þeim. „Mér finnst svo gaman þegar við fáum svona til baka frá þeim aðilum, sem við höfum aðstoða út í feltinu, að fá einstaklinga sem við höfum aðstoðað sem þakka okkur fyrir, það er svo mikilvægt fyrir okkur að vita af þessu og það lyftir okkur upp, það bústar upp egóið hjá okkur að fá að vita beint í æð að við séum að gera vel og að fólk sé ánægt með okkur. Mér finnst þetta bara algjörlega frábært og mjög flott hjá þeim“, segir Stefán Pétursson sjúkraflutningamaður. Jól Jólamatur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk. Formaður Postula slasaðist illa á mótorhjóli í fyrra sumar eftir að hafa verið í heimsókn hjá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum. Þrátt fyrir að það sé hávetur og hálka þá komu tveir félagar í Postulunum á mótorhjólunum sínum í heimsóknina til sjúkraflutningamannanna í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, aðrir komu á bílunum sínum. Tilefni heimsóknarinnar var að færa sjúkraflutningamönnum á vakt yfir jólahátíðina gott að borða og eitthvað að drekka með svo engin verði svangur. Sjúkraflutningamenn er sá hópur fólks sem við þurfum að reiða okkur á ef eitthvað bjátar á . Okkur finnst að þau fái ekki nóg hrós fyrir og langaði því að gleðja þennan flotta hóp með smá kræsingum í kringum hátíðirnar“, segir Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Steinþór Jónas Einarsson, formaður Postulanna.Magnús HlynurSteinþór lenti í móturhjólaslysi á Suðurlandsveginum í ágúst 2017 þar sem sjúkraflutningamenn voru fljótir á vettvang en hann var að koma úr heimsókn frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á Bessastöðum en Postularnir fengu heimboð frá Guðna. „Það var nú bara tæpt á tímabili en þökk sé þessu flotta fólki hér, þá er ég hér uppistandandi og bara nokkuð góður“.Stefán Pétursson, sjúkraflutningamaður.Magnús HlynurSjúkraflutningamennirnir eru ákaflega ánægðir þegar munað er eftir þeim. „Mér finnst svo gaman þegar við fáum svona til baka frá þeim aðilum, sem við höfum aðstoða út í feltinu, að fá einstaklinga sem við höfum aðstoðað sem þakka okkur fyrir, það er svo mikilvægt fyrir okkur að vita af þessu og það lyftir okkur upp, það bústar upp egóið hjá okkur að fá að vita beint í æð að við séum að gera vel og að fólk sé ánægt með okkur. Mér finnst þetta bara algjörlega frábært og mjög flott hjá þeim“, segir Stefán Pétursson sjúkraflutningamaður.
Jól Jólamatur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira