Heimdallur segir braggaskýrsluna vera áfellisdóm yfir borgarstjóra Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 21:03 Nýkjörin stjórn Heimdallar. Facebook/Heimdallur Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, birtu í kvöld yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem þau fordæma vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík í ljósi nýrrar skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið. Þau segja borgarstjóra hafa alvarlega vanrækt skyldur sínar og segja skýrsluna vera áfellisdóm yfir vinnubrögð hans. „Borgarstjóri hefur alvarlega vanrækt skyldur sínar en unnið er að fjórum skýrslum til viðbótar á málum þar sem farið hefur verið gríðarlega fram úr fjárhagsáætlunum. Innri endurskoðun skilaði úttekt á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar árið 2015, henni fylgdu 30 ábendingar og tillögur að úrbótum en flestum þeirra var ekki sinnt,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að tortryggilegt sé að tölvupóstum Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, hafi verið eytt við starfslok hans og það gefi sterklega til kynna að reynt hafi verið að „sópa málinu undir teppið“ og slík vinnubrögð eiga ekki að líðast í íslensku samfélagi. Styðja ákvörðun Hildar Heimdallur lýsir einnig fullum stuðningi við ákvörðun Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa að víkja úr starfshópi um niðurstöður skýrslunnar geri borgarstjóri það ekki sjálfur en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hildur það vera óeðlilegt að hann fari sjálfur yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar,“ sagði Hildur. Að lokum hvetur Heimdallur aðrar grasrótir og stjórnir í öðrum flokkum til þess að taka afstöðu í málinu burtséð frá því hvort flokkurinn sé í meiri- eða minnihluta. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41 Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. 21. desember 2018 20:31 Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Stjórn Varðar segir vinnubrögð borgarinnar í tengslum við Braggamálið vera forkastanleg. 22. desember 2018 23:40 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, birtu í kvöld yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem þau fordæma vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík í ljósi nýrrar skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um Braggamálið. Þau segja borgarstjóra hafa alvarlega vanrækt skyldur sínar og segja skýrsluna vera áfellisdóm yfir vinnubrögð hans. „Borgarstjóri hefur alvarlega vanrækt skyldur sínar en unnið er að fjórum skýrslum til viðbótar á málum þar sem farið hefur verið gríðarlega fram úr fjárhagsáætlunum. Innri endurskoðun skilaði úttekt á skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar árið 2015, henni fylgdu 30 ábendingar og tillögur að úrbótum en flestum þeirra var ekki sinnt,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að tortryggilegt sé að tölvupóstum Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, hafi verið eytt við starfslok hans og það gefi sterklega til kynna að reynt hafi verið að „sópa málinu undir teppið“ og slík vinnubrögð eiga ekki að líðast í íslensku samfélagi. Styðja ákvörðun Hildar Heimdallur lýsir einnig fullum stuðningi við ákvörðun Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa að víkja úr starfshópi um niðurstöður skýrslunnar geri borgarstjóri það ekki sjálfur en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hildur það vera óeðlilegt að hann fari sjálfur yfir málið. „Borgarstjóri ber ábyrgð á þessu máli, hann er einn þeirra. Þannig að mér finnst óeðlilegt að hann sitji í nefnd sem fer yfir niðurstöðu skýrslu Innri endurskoðunar,“ sagði Hildur. Að lokum hvetur Heimdallur aðrar grasrótir og stjórnir í öðrum flokkum til þess að taka afstöðu í málinu burtséð frá því hvort flokkurinn sé í meiri- eða minnihluta.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41 Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. 21. desember 2018 20:31 Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Stjórn Varðar segir vinnubrögð borgarinnar í tengslum við Braggamálið vera forkastanleg. 22. desember 2018 23:40 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Sjá meira
Eyþór segir borgarstjóra rúinn trausti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir Dag B. Eggertsson, borgarstjóra vera rúinn trausti í færslu á Facebook síðu sinni í dag. 23. desember 2018 12:41
Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi. 21. desember 2018 20:31
Stjórn Varðar krefst afsagnar borgarstjóra vegna Braggamálsins Stjórn Varðar segir vinnubrögð borgarinnar í tengslum við Braggamálið vera forkastanleg. 22. desember 2018 23:40