Áður hafði Vilborg Arna Gissurardóttir skíðað alein á Suðurpólinn en sú ferð tók sextíu daga í framkvæmd en Vilborg náði á pólinn þann 17. janúar árið 2013. Vilborg sendi Ragnheiði hamingjuóskir með að hafa náð þessum áfanga í gær.
Þessi níu manna hópur lagði af stað í kringum mánaðamótin október/nóvember en þeir hafa dreift sér víðsvegar um Suðurskautið. Þrír starfsmenn verða á Suðurpólnum yfir jólin og þá verða starfsmenn inni á miðju landinu sem reka flugbraut.
Íslensku starfsmennirnir munu meðal annars fylgja gönguskíðahóp frá Taiwan, en í för með skíðahópnum eru sjónvarpsmenn sem taka ferðina upp. Veðurskilyrði eru nokkuð slæm þessa stundina en þó hefur ferðin gengið vonum framar.