Taka lokahnykkinn í endurskipulagningu WOW air Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2018 13:30 Fjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá kaupunum. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen en eigendur skuldabréfa í WOW air þurfa að taka afstöðu til skilmálabreytingar fyrir 17. janúar vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air. Félagið hefur gengið frá sölu á fjórum Airbus A321 farþegaþotum, sem félagið hefur haft á kaupleigu síðan 2014, til Air Canada. „Þetta eru fjórar flugvélar sem við höfum verið með á kaupleigu og við erum að selja þessar fjórar vélar núna til Air Canada. Við erum bæði með þessu að minnka flotann um fjórar vélar en jafnframt að bæta lausafjárstöðu félagsins verulega,“ segir Skúli. Salan mun bæta lausafjárstöðu WOW air um 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Í gær tilkynnti WOW air um breytingar á leiðakerfi félagsins til Lundúna en félagið seldi lendingarleyfi sín Gatwick-flugvelli í síðasta mánuði og fara öll flug til Lundúna gegnum Stansted flugvöll frá og með 31. mars næstkomandi. Sala á lendingarleyfum er einnig liður í fjárhagslegri endurskipulagningu WOW air vegna fjárfestingar Indigo Partners í félaginu en félögin hafa náð samkomulagi um að Indigo kaupi hlutabréf í WOW air fyrir allt að 75 milljónir dollara að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonFjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september munu senn taka afstöðu til skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Þær felast í niðurfellingu á gjaldfellingarheimildum, eftirgjöf kauprétta og eftirgjöf veðtrygginga í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá fjármögnun vegna kaupanna ella fellur samþykki skuldabréfaeigendanna niður. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen.Eru þessi stærstu verkefni vegna kaupa Indigo Partners þá vel á veg komin? „Já. Eins og ég hef sagt þá tekur þetta allt sinn tíma því það þarf að semja við fjöldann allan af aðilum en það eru allir að vinna í góðri trú um að þetta náist,“ segir Skúli. WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
„Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen en eigendur skuldabréfa í WOW air þurfa að taka afstöðu til skilmálabreytingar fyrir 17. janúar vegna kaupa Indigo Partners á hlut í WOW air. Félagið hefur gengið frá sölu á fjórum Airbus A321 farþegaþotum, sem félagið hefur haft á kaupleigu síðan 2014, til Air Canada. „Þetta eru fjórar flugvélar sem við höfum verið með á kaupleigu og við erum að selja þessar fjórar vélar núna til Air Canada. Við erum bæði með þessu að minnka flotann um fjórar vélar en jafnframt að bæta lausafjárstöðu félagsins verulega,“ segir Skúli. Salan mun bæta lausafjárstöðu WOW air um 12 milljónir dollara, jafnvirði 1,4 milljarða króna. Í gær tilkynnti WOW air um breytingar á leiðakerfi félagsins til Lundúna en félagið seldi lendingarleyfi sín Gatwick-flugvelli í síðasta mánuði og fara öll flug til Lundúna gegnum Stansted flugvöll frá og með 31. mars næstkomandi. Sala á lendingarleyfum er einnig liður í fjárhagslegri endurskipulagningu WOW air vegna fjárfestingar Indigo Partners í félaginu en félögin hafa náð samkomulagi um að Indigo kaupi hlutabréf í WOW air fyrir allt að 75 milljónir dollara að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.Skúla Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonFjárfestar sem keyptu skuldabréf í útboði WOW air í september munu senn taka afstöðu til skilmálabreytingar á skuldabréfunum. Þær felast í niðurfellingu á gjaldfellingarheimildum, eftirgjöf kauprétta og eftirgjöf veðtrygginga í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til að taka afstöðu til skilmálabreytingarinnar til 17. janúar. Ef þeir veita samþykki sitt hafa Indigo Partners og WOW air frest til 28. febrúar næstkomandi til að ganga frá fjármögnun vegna kaupanna ella fellur samþykki skuldabréfaeigendanna niður. „Við erum í miklum samskiptum við skuldabréfaeigendurna um þessar mundir og vinnum sameiginlega að ná því marki,“ segir Skúli Mogensen.Eru þessi stærstu verkefni vegna kaupa Indigo Partners þá vel á veg komin? „Já. Eins og ég hef sagt þá tekur þetta allt sinn tíma því það þarf að semja við fjöldann allan af aðilum en það eru allir að vinna í góðri trú um að þetta náist,“ segir Skúli.
WOW Air Tengdar fréttir Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27
Fjórar þotur seldar til Air Canada Sjóðstaða WOW air mun batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. 21. desember 2018 09:51