Gleðileg jól ekki bundin við hluti, eyðslu og óhóf Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. desember 2018 08:15 Elsa Kristjánsdóttir segir gleðileg jól ekki bundin við eyðslu og óhóf. Fréttablaðið/ Elsa Kristjánsdóttir, rekstrarstýra hjá UN Women, aðhyllist naumhyggjulífsstíl og er það hennar reynsla að meiri eyðsla og dýrari gjafir skili ekki endilega betri jólum. Hún hvetur alla til að íhuga naumhyggju fyrir jól. „Það er vel hægt að njóta yndislegra jóla án þess að missa stjórn á neyslunni,“ segir Elsa, sem lifað hefur mínímalískum lífsstíl um nokkurt skeið. Naumhyggjulífsstíllinn tekur vissulega til allra þátta í lífi fólks en líklega er hvergi betra tækifæri til að skera niður í kringum sig, minnka umfang og draga úr útgjöldum, umbúðum og óþarfa en í kringum jólin. Og þeir sem reynt hafa, sjá ekki eftir því. „Ég hef bæði verið í þeirri stöðu að geta leyft mér ýmislegt um jólin, og líka hinni þar sem hefðbundið íslenskt jólahald var ekki í fjárhagsáætluninni. Í dag leyfi ég mér að hafa jólin eins og ég vil hafa þau, og reynsla mín kennir mér að meiri eyðsla og dýrari gjafir skila ekki betri jólum,“ segir Elsa. En fyrir þá sem eru forvitnir um bætta og breytta hætti við jólahaldið, hvað þarf að hafa í huga og hvernig má bera sig að? Góð ráð eru nefnilega ekki jafndýr og jólin.Endurnýttu jólaskrautið „Ég man þá tilfinningu að finnast mikilvægt að stílísera jólin; jólaskrautið átti að vera með smekklegu litaþema, sem þýddi að kaupa þurfti nýjar jólakúlur á tréð og nýjar jólaseríur árlega. Núna hef ég ekki keypt jólaskraut í nokkur ár, en luma á tveimur kössum af skrauti í geymslunni sem innihalda samtíning af þemajólatilraunum mínum ásamt gömlu skrauti úr æsku minni. Gervijólatréð hirti ég úr geymslunni á fyrrverandi vinnustað, þar sem átti að henda því. Þessi samtíningur er mikil heimilisprýði yfir jólin og ég sé fram á að þurfa ekki að kaupa jólaskraut í mörg ár.“Upplifun umbúðalaus jólagjöf Án nokkurs vafa eru jólagjafirnar stærsti útgjaldaliður hvers heimilis fyrir jólin. Fólk með börn og barnabörn gerir ráð fyrir að verja jafnvel 200 þúsund krónum í gjafir. Elsa segir gjafir vissulega stærsta útgjaldaliðinn hjá sér fyrir jólin, en þar sé þó hægt að spara mikið, bæði í krónum og umhverfisáhrifum. „Að mínu mati eru gjafirnar fyrst og fremst fyrir börnin, og ég gef mínum eigin börnum og frændsystkinum jólagjafir á hverju ári. Síðustu ár hef ég kosið að gefa upplifanir fremur en leikföng. Bíómiðar, gjafakort í trampólíngarð, leikhúsmiðar og sundkort eru dæmi um þær upplifunargjafir sem ég hef gefið. Slíkar gjafir hafa hitt í mark, en eru einnig umhverfisvænar og það besta er að þær breytast ekki í rusl eða geymslumat.“Hvað skal gefa þeim sem á allt? Elsa segir að í ár gefi þau örfáar fullorðinsgjafir til foreldra og systkina. Þau hafa valið að gefa upplifanir eða gjafabréf. Leikhús- og bíómiðar séu sniðug gjöf fyrir allan aldur. „Við höfum líklega öll rekið okkur á það að vita ekkert hvað við eigum að gefa einhverjum, því viðkomandi á allt sem þarf, og oftast rúmlega það. Þá er fallegt að gefa til góðgerðarstarfs í nafni viðkomandi, en mörg hjálparsamtök bjóða upp á sérstök jólagjafabréf þessi jólin. Við höfum valið að gefa Vonarneista UN Women til styrktar Róhingjakonum á flótta, en vonarneistinn veitir konum í erfiðum aðstæðum sæmdarsett, sem inniheldur nauðsynjavörur og fæst á unwomen.is.“ Elsa kveðst hvetja alla til að hafa naumhyggju í huga í jólaundirbúningnum. „En fyrst og fremst að njóta jólanna með gleði og kærleik að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Neytendur Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Með skottið fullt af próteini Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Sjá meira
Elsa Kristjánsdóttir, rekstrarstýra hjá UN Women, aðhyllist naumhyggjulífsstíl og er það hennar reynsla að meiri eyðsla og dýrari gjafir skili ekki endilega betri jólum. Hún hvetur alla til að íhuga naumhyggju fyrir jól. „Það er vel hægt að njóta yndislegra jóla án þess að missa stjórn á neyslunni,“ segir Elsa, sem lifað hefur mínímalískum lífsstíl um nokkurt skeið. Naumhyggjulífsstíllinn tekur vissulega til allra þátta í lífi fólks en líklega er hvergi betra tækifæri til að skera niður í kringum sig, minnka umfang og draga úr útgjöldum, umbúðum og óþarfa en í kringum jólin. Og þeir sem reynt hafa, sjá ekki eftir því. „Ég hef bæði verið í þeirri stöðu að geta leyft mér ýmislegt um jólin, og líka hinni þar sem hefðbundið íslenskt jólahald var ekki í fjárhagsáætluninni. Í dag leyfi ég mér að hafa jólin eins og ég vil hafa þau, og reynsla mín kennir mér að meiri eyðsla og dýrari gjafir skila ekki betri jólum,“ segir Elsa. En fyrir þá sem eru forvitnir um bætta og breytta hætti við jólahaldið, hvað þarf að hafa í huga og hvernig má bera sig að? Góð ráð eru nefnilega ekki jafndýr og jólin.Endurnýttu jólaskrautið „Ég man þá tilfinningu að finnast mikilvægt að stílísera jólin; jólaskrautið átti að vera með smekklegu litaþema, sem þýddi að kaupa þurfti nýjar jólakúlur á tréð og nýjar jólaseríur árlega. Núna hef ég ekki keypt jólaskraut í nokkur ár, en luma á tveimur kössum af skrauti í geymslunni sem innihalda samtíning af þemajólatilraunum mínum ásamt gömlu skrauti úr æsku minni. Gervijólatréð hirti ég úr geymslunni á fyrrverandi vinnustað, þar sem átti að henda því. Þessi samtíningur er mikil heimilisprýði yfir jólin og ég sé fram á að þurfa ekki að kaupa jólaskraut í mörg ár.“Upplifun umbúðalaus jólagjöf Án nokkurs vafa eru jólagjafirnar stærsti útgjaldaliður hvers heimilis fyrir jólin. Fólk með börn og barnabörn gerir ráð fyrir að verja jafnvel 200 þúsund krónum í gjafir. Elsa segir gjafir vissulega stærsta útgjaldaliðinn hjá sér fyrir jólin, en þar sé þó hægt að spara mikið, bæði í krónum og umhverfisáhrifum. „Að mínu mati eru gjafirnar fyrst og fremst fyrir börnin, og ég gef mínum eigin börnum og frændsystkinum jólagjafir á hverju ári. Síðustu ár hef ég kosið að gefa upplifanir fremur en leikföng. Bíómiðar, gjafakort í trampólíngarð, leikhúsmiðar og sundkort eru dæmi um þær upplifunargjafir sem ég hef gefið. Slíkar gjafir hafa hitt í mark, en eru einnig umhverfisvænar og það besta er að þær breytast ekki í rusl eða geymslumat.“Hvað skal gefa þeim sem á allt? Elsa segir að í ár gefi þau örfáar fullorðinsgjafir til foreldra og systkina. Þau hafa valið að gefa upplifanir eða gjafabréf. Leikhús- og bíómiðar séu sniðug gjöf fyrir allan aldur. „Við höfum líklega öll rekið okkur á það að vita ekkert hvað við eigum að gefa einhverjum, því viðkomandi á allt sem þarf, og oftast rúmlega það. Þá er fallegt að gefa til góðgerðarstarfs í nafni viðkomandi, en mörg hjálparsamtök bjóða upp á sérstök jólagjafabréf þessi jólin. Við höfum valið að gefa Vonarneista UN Women til styrktar Róhingjakonum á flótta, en vonarneistinn veitir konum í erfiðum aðstæðum sæmdarsett, sem inniheldur nauðsynjavörur og fæst á unwomen.is.“ Elsa kveðst hvetja alla til að hafa naumhyggju í huga í jólaundirbúningnum. „En fyrst og fremst að njóta jólanna með gleði og kærleik að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Neytendur Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Fleiri fréttir Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Með skottið fullt af próteini Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Sjá meira